Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 7
öndvegis sundskóla á Englandi og 1929 er Ölafur við sundnám í íþróttaháskólanum í Berlín. Þeir feðgar eru þeir,sem þróa kennsluaðferðir í sundi, og frá þeim breiðast út nýjungar í sundíþróttinni um landið því að til þeirra í Sundlaugar Reykja- víkur leita allir, sem þurfa að annast tilsögn í sundi og þeim er ávallt Ijúfmannlega tekið og leiðbeint af kunnáttu. Árið 1906 tckur Páll Erlingsson þá örlagaríku ákvörðun að gera sundkennslu að atvinnu sinni og flytur með fjölskyldu sína til Reykjavíkur frá EfraiApavatni. Jón Pálsson, sem þessi minningar- grein er helguð er þá tveggja ára. Hugur athuguls drengs beinist snemma að sundíþróttinni, þar sem megin umræðuefnið á heimili hans er sundíþrótt- in, og hann sér þurrsund æft á stofugólfi, borði og stólum. Ungur fylgist hann með föður og bræðrum sínum að laugarbakkanum og hefur sundiðkanir. Leiðin liggur einnig að sundaðstöðu þeirri sem til var við sjó, og 13 ára er liann orðinn það sundfær að hann keppir í „Nýjarssundi", sem háð var milli tveggja bryggja í Reykjavíkurhöfn. Hann verður þriðji á eftir 'oræðrum sínum Erlingi og Olafi. Jón naut eigi langrar skóiagöngu, en oft minntist hann þeirrar góðu kennslu, sem hann naut í barnadeild Kennaraskóla fslands, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu var meðal ágætra kennara. Með vekjandi leiðsögn hans kvaðst Jón hafa fyllst áhuga á náttúrufræði og sögu þjóðarinnar. Peir, sem kynntust Jóni urðu þess glöggt varir hve gott skynbragð hann bar á náttúru Islands og sögu, Frásagnargáfa Jóns var athyglisverð, líkt og þeirra feðga allra. Hann hafði unun af því að brjóta til mergjar ýmsar ráðgátur lífsins og var fróðlegt að heyra niðurstöður hans. Hagyrðingur var Jón góður. Jón var vel vaxinn, hár og bar sig vel. Hreyfingar allar mjúkar. Svípúrinn bjartur og fríður. Kurteis 1 allri framkomu og skapgóður. Jvö síðustu starfsár Páls Erlingssonar 1919-71 vak Jón þó ungur væri aðstoðarmaður föður síns og tók svo við sundkennslunni af honum með Olafi bróður sínum þar til hann gerðist sundkenn- ari við Suiidhöli Reykjavíkur 1937. Árið 1943 er liann settur sundkennari við framhaldsskóla í Reykjavík og heldur því starfi til 1974. Meðan heilsa leyfði kenndi hann á sérstök- um tímum konum sund. Frá unglingsárum ogfram yfir 1930var Jón einn °kkar fræknasti sundmaður. Árið 1927 efndi KFUM til alþjóðlegs íþrou„- móts í Kaupmannahöfn. Jón var einn þriggja sundmanna valinn til þátttöku. Hann komst í úrslit í lOOm sundi (frjáls aðferð). Árið 1929 nær hann hæst í sundinu og vinnur bæði lOOm. fr. sund °g lOOm baksund á mettímum. Snemma gerist Jón forustumaður um félagsmál sundmanna. Ettir fyrri heimstyrjöldina er ekkert íþróttafélaga Reykjavíkur, sem tekið hefur upp merki Umf. Reykjavíkur í sundmálefnum og því stofnar Jón 1920 Sundfél. Gáinn. Árið 1927erþað félag lagt niður. en við tekur Sundfél. Ægir. í stjórnum beggja þessara félager Jón og jafnframt Þjálfari. Hættir þjálfun 1942, en tekur aftur upp Þráðinn 1950—"52. Þjálfari sundfólks K.R. er Jón 1939-45 og einnig veitti hann Ármanni og Í.R. uöstoð. Landsþjálfari í sundier JónfyrirOlympíu- 'slendingaþættir leikana í Berlín 1936 (sundknattleikur) og í London 1948 (einstaklingsgreinar); Evrópumót í London 1938ogNorðurlandamót í Álaborg 1952. Ég hóf þessa minningagrein á nokkrum sögu- legum atriðum, því að segja má að frá því Erlingur lætur af sundkennslu vegna lögreglustarfa hafi Jón' tekið við af honum og föður þeirra í samvinnu við Ólaf að þróa sundaðferðir og sundlaug íslendinga. A námskeiðum ÍSÍ og síðar ásamt UMFÍ fyrir verðandi þjálfara er Jón kennari í sundíþróttum. Eftir að framkvæmd sundskyldunnar hófst 1941 var efnt til námskeiða fyrir íþróttakennara og þá var alitaf leitað til Jóns. Þegar 100 ár voru liðin frá dauða Jónasar Hallgrímssonar var ákveðið að gefa út sund- kennslubók og var Jóni falið að taka verkið að sér. Bókin sem kallast „Sund'' kom út 194íj á vegunt fræðslumálastjórnarinnar. Lesandi bókarinnar verður fljótt þess var, að til grundvallar samningu hennar liggur löng reynsla, glöggskyggni og ná- kvæm yfirvegun. Hin hentugasta lega líkamans í vatninu, mótstaða þess og svo beiting arrna ogfóta •til átaks á það samfara háttbundinni öndun er gjörhugsuð atriði. Mér eru sjálfum kunnar um- sagnir sundfræðinga vestan og austan hafs um fagurt sundlag íslendinga á bringusundi og hve baksundið var vel hugsaö hvíldarsund. t-uar jrjoóii liala naó jafnlangt okkur íslending- um í Almannasundi og er árangur framkvæmdar sundskyldu, sundlaugaeignin og sókn almennings til sundiðkana eru glöggt dæmi því áliti til áréttingar. Þessi árangur styðst við áhuga alþýðu manna á sundi, viðurkenningu á mikilvægi þess til öryggis og heilbrigðis. Hinri áhugasömu og fórn- fúsu sundkennarar látnir og lifandi eiga hér að máli veigamikinn lilut og þar eru kennslustörf Jóns framarlega. Jón H. Fjalldal Framhald af bls. 8 að flytja alla mjólkurbrúsanna fram á þungum árabát og bera upp allt sem í land þurfti að fara - og búa svo allt á sleða eða reiðing til heimferða. Kaffið á Melgraseyri var okkur því kær komið. Minnst 100 sinnum á ári nutum við þessarar gestrisni. Eftir að Jón flutti til Reykjavíkur höfðum við þann sig að senda gamla Melgraseyr- arbóndanum sameiginlega kveðju 6. febrúar ár hvert í von um að minningar þessara daga yljuðu öldnum manni um hjartarætur. Þegar Jón flutti að Melgraseyri stóð bærinn þar sem nú er kirkjan. Að leiðarlokum var honum því búinn staður nákvæmlega þar sem hann stóð 68 árum fyrr - ungur maður sem horfði á fögrum morgni síns fyrsta búskapardags yfir lognkyrrt djúpið og sá reyki stíga upp frá hverjum bænum á fætur öðrum. Hann hefur þann morgun eins og aðra morgna- síns búskapar litið til Snæfjalla- stranda en þangað sótti hann jafnan sínu öruggusu veðurspá. Jón var árrisull maður og jók með því degi í sinni æviþátt - ekki þó með yrkingu ljóða eins og Stephan G. stephanson - heldur með yrkingu jarðar. Jarðræktarmaður var Jón fyrst og fremst. Sem unglingur tók hann þátt í jarðrækt föður síns á Rauðamýri,en þar stóð vagga jarðræktar í þessu héraði. Ræktun vann hann við í Noregi og ræktun var eitt hans mesta hugðarmál allan sinn búskap Jón Pálsson fæddist 6. júní 1904 að Efra-Apa- vatni í Grímsnesi. Móðir Jóns, Ólöf Stcingríms- dóttir, bónda Jónssonar að Fossi á Síðu og konu hans Þórunnar Jónsdóttur. Ólöf var komin frá Sveini lækni Pálssyni og konu hans Þórunnar Skúladóttur langdfógeta Magnússonar. Páll Erlingsson, faðir Jóns, frá Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjallahr., Pálssonar bónda að Kvos- læk í Fljótshlíð, Ólafssonarog konu hans Þuríðar Jónsdóttur, bónda í Steinmóðurbæ í Vestur-Eyja- fjallahreppi, Guðmundssonar. Páll var bróðir Þorsteins skálds Erlingssonar. Kona Jóns, Þórunn Sigurðardóttir, bónda í Árnanesi, Ncsjahr. í Hornafirði, Péturssonar og konu hans Sigríðar Steingrímsdóttur, bónda Jóns- sonar að Fossi á Síðu, lifir mann sinn. Börn þeirra: Páll verslunarmaður, Sigurður sjómaður (látinn) og Amalía Svala hjúkrunar- fræðingur. Þórunni og börnum þeirra Jóns, svo og öðrum ættingjum votta ég samúð og þakka þeim umburð- arlyndi við okkur, scm svo oft kölluðum Jón af heimili hans til þcss að sinna málcfnum sund- íþróttarinnar. I’urstcinn Einarsson á Melgraseyri, Tæki voru þá önnur en nú eru. Á árinu 1928 keypti Búnaðarfélaga Nauteyrarhrepps fyrstu dráttarvél sem á Vestfirði kom. Við þau kaup tengdi Jón miklar vonir sem ekki brugðust. - Þó taka yrði herfi og plóg í sundur og flytja á reiðingshestum milli allra bæja í sveitinni. Undir stjórn atorkumannsins Snorra Arnfinnssonar olli þessi vél byltingu í jarðrækt hvar sem hún kom. Hún hjálpði ræktunarmanninum að láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt - sáningin var þessum mönnum sannkölluð „bænagjörð". Sem dæmi um dugnaðinn skal þess getið að Snorri smíðaði sérstakan fleka til að flytja vélina á til bæja vestan Djúps - jafnvel alla leið út á Hvítanes. Eins og ég gat um áðan var Jón árrisull maður. Hann var alla tíð maður hins komandi dags. Dagurinn í gær var honum lítið áhugaefni. Dagurinn í dag og þó einkum morgundagurinn voru hans dagar. Sjaldan ræddi hann liðna tíð en þess oftar framtíðina og hvað hún gætir borið í skauti sínu. Jón nálgaðist það að verða 95 ára.en hann varð aldrei gamall maður. Líkamskraftar hans minnkuðu að sjálf- sögðu þó stundaði hann vinnu fram á tíðræðisald- ur. Elli kerling kom honum ekki af fótum - það þurfti meira til þó árin væru orðin þetta mörg. Hann hvarf héðan með fullri reisn á vit þess morguns sem einn gat boð:ð honum nýjan búning - endurnýjaða starfskrafta og síðast en ekki síst - meira að starfa guðs um geim. Halldór Þórðarson 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.