Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 8
Minningarbrot á 100 ára afmæli Jón H. Fjalldal Melgraseyri 6. febrúar 1983 eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns á Melgraseyri. Þegar hann kvaddi þennan heim var sú regla hjá Tímanum að minningargreinar yrrðu að koma til blaðsins fytir útfarardag og því ekki á mínu færi að minnast genginna samferða- manna. Ég nota því aldarafmælið fyrir síðustu kveðju frá nágrönnum og vinum - og sendi Tímanum hinu gamla blaði Jóns sem hann taldi sitt - frá fyrsta tölublaði hins fyrsta árgangs. Á liðnum öldum voru það veðurguðir sem öðrum fremur réðu örlögum manna á landi hér. Þegar hlývindar blésu voru kjör bærileg þrátt fyrir allt, en ef kaldir vildar mæddu láð og lög árið um kring - var vá fyrir d.yrum nema forsjálni og dugnaður færu saman. Gat þó brugðið til beggja vona hvort það nægði. Eitt harðasta veðurfars- tímabil nítjandu aldar var um og eftir 1880. - Pá svarf svo að fólki á íslandi að þúsundir manna neyddust til að gerast flótttamenn - flýja hungrið og harðréttið. Varla mun veðurfar hafa verið blíðara við norðanvert ísafjarðardjúp-en annars- staðar á landinu. NA áttin hefur þar löngum verið þrungin regni á sumrin en snjó á vetrum. I þeirri átt skefur þar snjó af fjöllum yfir byggðir og bú - svo ótæpilega að allt getur kaffærst á einni nóttu. En öll él birtir. Vorsól og þíðir vindar eyða snjó og klaka. Undir snjónum er oft iðgræn jörð mcð óskertan gróðurmátt. 6. febrúar 1883 fæddist hjónunum á Rauðamýri - Ingibjörgu Jónsdóttur og Halldóri Jónssyni sveinbarn er hlaut nafn afa sinna beggja - Jóns Bjarnasonar á Geirmundarstöðum og Jóns Hall- dórssonar á Laugabóli. Varla hefur NA átti verið mildari þennan dag en aðra þann vetur- þó bendir margt til að ylgeislar sólar hafi brotist gegnum hríðarkófið og skinið um lítinn glugga á rúm barns og móður. Jón ólst upp á Rauðamýri einu mesta menningarheimili við Djúp. Þar var jafnan margt barna í heimili - því þau Rauðamýrarhjón ólu upp fjölda fósturbarna. Á langri oddvitatíð Halldórs á Rauðamýri va'r aldrei barn alið upp á sveit í Nauteyrarhreppi. Öllum börnum sem þess þurftu - valdi Halldór fóstur hjá góðu fólki. Einn fóstursonur hans - Hjörtur Kristmundsson sagði: „Fóstri minn hafði þann sið að safna að sér óefnilegustu unglingum sem hann gat fundið og ■ reyna að koma þeim til einhvers manns“. Á Rauðamýri var ekki gerður munur húsbænda og hjúa og þá ekki barna er þar uxu úr grasi. Við þennan hugsunarhátt ólust börnin á Rauðamýri upp. Jón vandist störfum til sjós og lans eins og þá var siður - en hann naut líka meiri menntunar en þá tíðkaðist. 19 ára lauk hann prófi frá Flensborgarskólanum og 23 ára frá Vinterland- bruksskolen í Oslo. - Þess má geta hér að Halldór faðir hans fór 17 ára gamall - á vegum Jóns Sigurðssonar á búnaðarskólann á Stend í Noregi og tók hæsta próf sem har hafði verið tekið. Ekki man ég hvað margar vikur seglskútan sem Halldór fór á var að hrekjast á hafiriiven þær voru nokkrar, og var strákurinn orðinn góður í norsku er loks var komið að landi í Noregi. - Þetta nám var Jóni gott veganesti. Sjóndeild- arhringurinn stækkaði og þekking jókst^em kom honum að notum í búskap og félagsmálum - en snemma hófust afskipti hans af þeim. Hann var formaður búnaðarfélags í 44 ár og heiðursfélagi þess - fulltrúi á Stéttarsambandsfundum og á Búnaðarþingi og heiðursfélagi Búnaðarfélags íslands. Hreppstjóri, sýslunefndarmaður, for- maður skólanefndar Reykjanesskóla og í stjórn Kaupfélags ísfirðinga í áratugi. Jón lét sig fræðslumál miklu skipta og var einn aðalhvata- maður að stofnun Reykjanesskóla. Þó hér hafi margt verið talið fer fjarri að öll störf Jóns í þágu sveitar og héraðs séu nefnd -en óhætt að fullyrða að hann átti drjúgan hlut að öllum framfaramálum þeirra að meðan hann var hér vestra. 1909 kvæntist hann Jónu Kristjánsdóttir frá Tungu í Dalamynni og sama ár hófu þau búskap á Melgraseyri. Börn þeirra voru tvö Halldór og Þorgerður. Jóna lést 1932. Eftir það bjón hann með börnum og fósturbörnum til 1950aðhann kvæntist eftirlifandi konu sinni Ásu Tómasdóttur úr Reykjavík. Þau eignuðust einn son - Magnús. Hjá þeim ólust upp tveir synir Ásu af fyrra hjónabandi - Oddur og Jón. Búskapur Jóns á Melgraseyri var til fyrirmyndar og umgengni var. þannig,að langferðamaður gat þess í ferðasögu fyrir 50 árum að á Geitaskarði og Melgraseyri vissi hann mesta snyrtimennsku. Jón byggði upp öll hús meiri og betri en þá var siður. íbúðarhúsið brann 1947 og enn þurfti Jón að standa í byggingum. Áður hafði hvarflað að honum að bregða búi - en Melgraseyri gat hann ekki skilið við í sárum. Hann byggði áftur íbúðarhúsið af sama myndarskap og áður - það var síðasta stór átakið. Nú voru tímar breyttir. Vinnufólk ófáanlegt og Jón sjálfur búinn að vinna langan starfsdag og illa farinn af kölkun í mjöðm. Jón og Ása fluttu með börn sín til Reykjavíkur 1955. Jón vann verkamanna vinnu í vélsmiðjunni Héðni fram á tíræðisaldur og ávann sér vináttu yfirmanna og starfsfólks - sem það sýndi honum á fallegan hátt á níræðisafmælinu. Tveimur árum síðar hætti hann störfum, aðallega vegna þess að hann átti óhægt með að ferðast með strætisvagni. Ekki féll honum iðjuleysið en tók því með þreki hins þroskaða manns sem veit og viðurkennir sín takmörk. Þau ár sem hann starfaði í Héðni kom varia sá virkur dagur að hann mætti ekki - svo góð var heilsa hans til hins síðasta. Jón naut þess að eiga eigið heimili til hinstu stundar. Það og starfið í Héðni var hans mesta lán á efri árum. Eins og áður sagði brá Jón búi 1955 og seldi jörðina í hendur Kristínar bróðurdóttur sinnar og manns hennar Guðmundar Magnússonar sem hafa búið þar síðan og haldið áfram þeirri uppbyggingu sem ekki hefur stöðvast þar_í 75 ár. Var Jóni mikið ánægjuefni að frétta um framkvæmdir á sínu gamla býli á sama tíma og önnur hver jörð sveitarinnar fór í eyði. Gestrisni var húsbændum á Melgraseyri æðst boðorða. Auk venjulegra gesta sem erindi áttu í bæinn komu þangað tvisvar í viku hverri menn og hestar frá öllum nágranna- bæjum sem þurftu að flytja og sækja allar nauðsynjar í Djúpbátinn. Oft þurftu þeir lengi að bíða bátsins en jafnan stóð þeim opið hús á Melgraseyri - hvort sem um var að ræða mat eða gistingu. Þessir fastagestir voru kallaðir bátskarl- ar. Við gömlu bátskarlarnir erum sem óðast að týna tölunni sem eðlilegt er. Það var oft kaldsamt Framhald á bls. 7 8 Islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.