Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1983, Blaðsíða 4
bætti hún við, og þar með vorum við roknir af stað. Síðan lágu leiðir okkar Ólafs saman í flokks- störfum í Reykjavík og blaðstjórn Tímans. Fjár- hagsörðugleikarnir ár eftir ár virtust oft óyfir- stiganlegir, en undir sterkri hönd hans á stýri tókst siglingin í gcgnum þá brotsjóa svo forðað var áföllum. Ekki gat hjá því farið að forustuhæfileikar Ólafs Jóhannessonar, réttsýni hans og sanngirni yrðu mönnum Ijósir. Forsætisráðherra, dóms- og kir- kjumálaráðherra varð Ólafur Jóhannesson 14. júlí 1971 og hann hefur nú setið í ríkisstjórn svo til óslitið síðan, eða í 4 ríkisstjórnum. Á þeim árum sem Ólafur Jóhannesson sat í ríkisstjórn hefur verið unnið að framkvæmd fjölda góðra mála, án efa rís þó hæst löggjöfin og framkvæmd á útfærslu landhelginnar fyrst í 50 mílur og síðan í 200 mílur. Ólafur Jóhannesson sem var forsætis- og dómsmálaráðherra þegar landhelgin var færð út í 50 mílur var dómsmálaráðherra þegar síðari útfærslan átti sér stað. Ljóst er að lífsstefna, viljafesta og baráttuþrek Ólafs Jóhannessonar áttu sinn stóra þátt í að á endanum tókst að sigra í landhelgismálinu. Ólafur Jóhannesson var einn skeleggasti tals- maður þess að Alþingi tæki til endurskoðunar löggjöf um uppbyggingu atvinnurekstrar á lands- byggðinni. Petta var á þeim árum er fólk var að missa trúna á lífsafkomu á hinum ýmsu stöðum norðanlands, vestanlands og austan. Ríkisstjórn sú sem Ólafur veitti fyrst forstöðu beitti sér fyrir því að útveguð voru átvinnutæki til ýmissa staða út um land, sem gjörbylti högum og háttum fólks á þessum stöðum og gerði lífvænt að búa þar. Á framangreindar staðreyndir má svo sannarlega minnast, nú 1. mars, á afmælisdegi Ólafs Jóhannessonar. Ólafur Jóhannesson hefur verið gæfumaður. í foreldrahúsum naut hann hins besta uppeldis, gáfaðra og víðsýnna foreldra, sem veittu syninum í arf ýmsa þá eiginleika sem traustastir hafa reynst íslenskri þjóð til langlífis í landinu. Hann var námgjarn og allt nám reyndist honum létt og niðurstaða á prófum í skóla var samspil elju hans oggóðra gáfna. Árið 1941 hinn21. júní, kvæntist Ólafur Dóru Guðbjartsdóttur cand. phil. Foreldrar hennar voru Guðbjartur skipstjóri Ólafsson síðar forseti Slysavarnarfélags íslands og kona hans Ástbjörg Jónsdóttir, þau bjuggu í Reykjavík. Dóra og Ólafur hafa verið gift í 41 ár og sambúð þeirra og heimilishættir eru til fyrir- myndar. Heimili þeirra er sannkallaður friðar- og griðastaður í stormum og stórviðrum hins póli- tíska lífs húsbóndans. Á þetta heimili er gott og gaman að koma og opið hefur það verið mörgum norðanmanninum, oft á tíðum verið honum annað heimili meðan dvalið var í höfuðstaðnum. Dóra og Ólafur eignuðust þrjú börn, tvær dætur og einn son Guðbjart. Hann lést 19 ára gamall, árið 1967. Hann var mikill efnismaður og var andlát hans harmsefni, mikið og þungbært. Ekki aðeins foreldrum og systrum heldur og námsfél- ögunum og vinum fjölskyldunnar. Dæturnar tvær eru Dóra í heimahúsum og Kristín sem gift er Einari G. Péturssyni cand mag. Þau eiga tvo syni, Guðbjart og Ólaf. Fátt þarfnast stjórnmálaforingjar frekar en góðs heimilis og góðs og styrks maka. Dóra hefur 4 eins og fyrr segir með smekkvísi búið manni sínum og börnum þeirra fallegt heimili á Aragötu 13 og styrk stoð hefur hún reynst lífsförunaut sínum f blíðu og stríðu. Iðulega var hún með okkur á þeim framboðsferðalögum norðanlands sem ég minntist á fyrr í grein þessari. Jók það á ánægju ferðarinnar og mörg holl ráð gaf hún okkur áður en orrahríðar hófust. Þótt Ólafur Jóhannesson sé nú sjötugur er hann ekki á því að taka sér hvíld frá stjórnmálunum. Hann varð við óskum flokkssystkina sinna að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu kosningum. Hann hlaut mikið traust í prófkosningu. Við vitum það og treystum því, að enn sæki hann fram sem fyrr og verjist af sömu víðsýni og réttlætiskennd í næstu vorkosningum og komi heill í höfn a.m.k. við annan mann. Nú við greinarlok sendi ég Ólafi Jóhannessyni og Dóru innilegustu árnaðaróskir mínar og fjöl- skyldu minnar í tilefni þessarra tímamóta. Ég þakka vináttu alla um áratugi og þá ánægju sem ég hefi notið á Aragötu 13 og á ferðalögum með þeim hjónum um Norðurland. Ég veit að í dag senda framsóknarmenn og aðrir vinir Ólafs í Norðurlandskjördæmi vestra honum sérstakar þakkir og bestu óskir um bjarta framtíð. Undir þær óskir veit ég, að framsóknarmenn taka og aðrir vinir hans um allt land og þá ekki síst væntanlegir kjósendur hans hér í Reykjavík. Til hamingju með daginn Ólafur. Lifðu enn um langan aldur samferðarmönnunum til gagns og blessunar. Jón Kjartansson. í dag hinn 1. mars 1983 er Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra sjötugur. Á þessum merkisdegi hans langar mig persónulega og einnig fyrir hönd framsóknarmanna í Reykjavík að senda honum afmæliskveðjur. Ég mun ekki hér rekja æviferil Ólafs svo kunnugur er hann öllum. Er ég var ungur maður gekk ég í Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Var ég þá kunn- ugur Steingrími Steinþórssyni fyrrverandi forsæt- isráðherra. Vegna vináttu hans við frænda minn og vináttu mína við dóttur hans og tengdason, þá spurði ég hver tæki við af Steingrími er hann ætlaði að láta af þingmennsku. Fyrir hartnær 24 árum var gerð stjórnarskrárbreyting á Islandi. er fól í sér breytingar á kjördæmaskipun og þá um leið fjölgun þingmanna. Viðtað var að.Stein- grímur ætlaði að láta af þingstörfum, og því var spurt hver tæki hans sæti. Var mér þá svarað að það gerði Ólafur Jóhannesson prófessor. Þá fór ég að íhuga hver þessi Ólafur Jóhannesson prófessor væri. Rifjaðist þá upp asð skömmu áður hafi ég verið að skoða bókina „Öldin okkar 1930-1950“. Þar var mynd af fyrstu sendinefnd íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þar sat meðal fulltrúa íslands Ólafur Jóhannesson. Var það í fyrsta skipti er ég sá þvernig maðurinn lítur út, en óraði þá ekki fyrir, að síðar á æviskeiði mínu myndi ég hitta hann og aka honum daglega á kosningarnefndarfund seinni hluta árs 1979. Mérerávallt mínnisstætterfundumokkarÓlafs bar fyrst saman, en það var í nóvember 1966 þegar Framsóknarflokkurinn átti fimmtíu ára afmæli. Var þá Ólafur varaformaður flokksins, og var þá haldin móttaka vegna þessara tímamóta í Fram- sóknarhúsinu við Fríkirkjuveg. Nokkru seinna tók Ólafur við formennsku af Eysteini Jónssyni. Var ég oftsinnis staddur á fundum og samkomum þar sem hann kom fram. Vakti hann þá athygli mína með sínum skynsamlegu ræðum og góðvild, og hrifning mín og traust til hans, hefur frá þeirri stundu vaxið allt til þessa dags. Eftir alþingiskosningarnar 1971 stóð Ólafur frammi fyrir því að mynda ríkisstjórn, sem og hann gjörði. Sat hann samfellt í ríkisstjórn til ársins 1978, tæpt hálft tímabilið sem forsætisráð- herra, en hið seinna sem dóms- og viðskiptaráð- herra. Árið 1978 er Ólafur var ráðherra og formaður Framsóknarflokksins var gengið til alþingiskosn- inga. Úrslit þeirra kosninga voru Ólafi erfið. Eftir þær gátu sigurvegararnir ekki staðið að stjórnar- myndun, og öll mál virtust óleysanleg. Myndaði Ólafur ríkisstjórn, og þá um leið sá þjóðin hvaða stjórnmálamanni hún gæti treyst. Ólafur hefuroft sýnt með heiðarleika sínum og gáfum að hann er traustsins verður. Mér er ávallt minnisstætt er Ólafur myndaði ríkisstjórn í september 1978. Þá átti fréttamaður útvarpsins viðtal við hann. Að hætti fjölmiðlamanna er höfðu fengið góðan hljómgrunn hjá þjóðinni spruði hann Ólaf hvort það væri ekki óeðlilegt að hann sem hefði tapað kosningabaráttunni myndaði ríkisstjórn. Ólafur svaraði: „Hinir síðustu verða stundum fyrstir". Næsta spurning var: Er ekki óeðlilegt að af níu ráðherrum eru allir nýliðar nema þú, þar sem þú ert eini maðurinn í ríkisstjórninni er slíkt sæti hefur skipað áður. Ólafur svaraði samstundis. „Sagt er að nýir vendir sópi best“. Allt sem hér er haft eftir Ólafi er sagt til að sýna hversu vel hann kann að koma fyrir sig orði. Það sem sagt er um ríkisstjórn þá er rakið var hér að framan gilti ekki lengi, Alþýðuflokkurinn hæ.tti þátttöku. Var svo komið seinnihluta árs 1979 að rjúfa skyldi Alþingi. Þá hafði Ólafur þegar ákveðið að láta af þingmennsku fyrir sitt gamla kjördæmi Norðurland vestra. Leituðu þá fram- sóknarmenn í Reykjavík til Ólafs og óskuðu eftir að hann færi í framboð í höfuðstað landsins. Ólafur varð við þeirri ósk, en það var ekki þó í fyrsta skipti að hann skipaði sæti á lista Framsókn- arflokksins, þar, því hann hafði verið í framboði t' Reykjavík árið 1942. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um úrslit kosninganna 1979. en þær voru sigurganga fyrir framsóknarmenn. Nú líður aö kosningum, og enn ætlar Ólafur að leiða kosningabaráttu fyrir okkur framsóknarmenn í Reykjavík. Ég vil á þessari stundu færa Ólafi kærar þakkir fyrir þann dreng- skap er hann sýndi með því að gefa kost á sér að nýju. Fyrir hönd framsóknarmanna í Reykjavík sendi ég honum og fjölskyldu hans bestu óskir á þessum tímamótum í lífi hans. Þó hann sé nokkuð kominn til ára lætur hann engan bilbug á sér finna Lifðu neill Ólafur Jóhannesson. Hrólfur Halldórsson Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.