Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 23. mars 1983 -11. tbl. TI'MANS Þorsteinn Guðmundsson, Finnbogastöðum Fæddur 21. mars 1904 Dáinn 13. jan. 1983 „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðin." V.B. Þorsteinn Guðmundsson, vinur minn og ná- granni er látinn. - Ég lofaði guð fyrir þá lausnarstund og hið sama munu allir honum nákomnir og þeir, sem þekktu nokkuð til hans, hafa gert. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Hólmavík- ur 13. jan. s.l. þar sem hann hafði dvalist í rúmt ár. í hálft fimmta ár hafði hann verið lamaður og nær mállaus eftir heiftarlegt heilablóðfall er hann varð fyrir að áliðnu sumri 1978. - Löngu og erfiðu sjúkdómsstríði hans var nú lokið. Önd hans sveif nú frjáls yfir landamæri lífs og dauða til himinsala. Það var ömurlegt að vita þennan lífsglaða ötula mann hnepptan í þær sjúkdómsviðjar, sem vörn- uðu honum eðlilega hreyfingu og mál síðustu árin. Segja má að öll hugsanatjáning væri honum um megn. Með þjálfun varð honum aðeins unnt að segja einsatkvæðis orð og þegar best lét örstuttar setningar. Undir þeim kringumstæðum var erfitt að halda uppi samtali við hann þó hann skildi það sem sagt var. Það var mér og öðrum ofraun, þó reynt væri, og ég gekk hryggur í huga frá beði hans. - Nú var öllum hindrunum af honum létt. - Það var fagnaðarefni öllum, sem að honum stóðu, vinum jafnt sem vandamönnum. Eftir áfallið var hann lengi milli heims og helju, en með tækni og læknis meðferð komst hann til lífsins aftur. Með þjálfun náði hann nokkrum þrotti en var algerlega lamaður hægramegin. Eftir að hann komst til ráðs og fór að geta hreyft sig, með takmörkum, varð heimþrá hans mjög sterk. Því var honum, þegar frá leið, veitt heimfararleyfi, honum til huggunar og léttis, og var hann heima um tíma. Varð það honum mikil fróun í langri bið. Þó allt væri gert, sem mögulegt var fyrir hann, reyndist ekki fært tii lengdar að veita honum þá hjúkrun og hjálp, sem hann þarfnaðist, því varð hann að fara aftur á sjúkrahús og dveljast þar þrátt fyrir óyndi sem því fylgdi. Pálína, konan hans, sem hafði lagt hart að sér við að hjúkra honum heima, heimsótti hann á sjúkrahúsunum eins oft °g henni var mögulegt til að létta honum lífið og g'eðja hann eins og hægt var. - Rúmu ári fyrir dauða sinn varð hann að gangast undir þá þungu raun, að taka varð af honum þann fótinn, sem samskipti mín og minnar fjölskyldu við hann og Finnbogastaðaheimilið. Ég var ekki nema 12 ára þegar ég réðist smali að Finnbogastöðum til Finnboga og Elísabetar, föðursystkina Þorsteins. Mátti segja að ég væri þá á Finnbogastöðum næstu tvö árin. Sú vist féll mér í alla staði vel. Allir voru mér góðir. Við Þorsteinn vorum í hjásetu með kvíaærnar frammi á Bæjardal fram eftir sumri, en smöluðum'þeim til mjalta þegar líða tók á sumrin. Að þessu og öðrum snúningum við hesta og annað, sem á bæ er títt og unglinum á okkar aldri var ætlað, unnum við Þorsteinn saman og féll vel á með okkur. Að sjálfsögðu hafði hann alla forustu fyrir okkur í þeim störfum og lét ég mér það vel líka. Honum var líka í eðli borið að hafa forustu þar sem hann gekk að verki. Af þessari veru minni kynntist ég Finnbogastaðaheimilinu vel og fannst æ síðan ég vera því tengslum tengdur og leit á heimilisfólkið sem vini mína, og ég naut vináttu þess öllum stundum upp frá því. hann gat borið fyrir sig, til þess að bjarga lífi hans um stundarsakir. Eftir það var hann algerlega ósjálfbjarga. Eftir þá aðgerð var hann fluttur á Sjúkrahús Hólmavíkur, þar dvaldi hann eftir það þar til umskiptin urðu svo sem áður er sagt. Við Þorsteinn á Finnbogastöðum vorum sem næst jafnaldra, hann tæpum tveim mánuðum .eldri. Með okkur urðu meiri og nánari samskipti á lífsleiðinni en algengt er. Það er því margs að minnast um kynni okkar fyrir mig og mitt heimili. Nú þegar leiðir skiljast og ég hyggst rekja þau kynni og oft náið samstarf, fer svo, að fyrir mér vefst, hvar skuli byrja og hvað skuli segja svo að eins vel fari og ég kysi helst, og vert veri. Hér er um svo einstætt og margþætt samstarf að ræða, að það hefur mótað umhverfið meira en maður getur gert sér grein fyrir og er stór hluti af manni sjálfum. Góður nágranni mótar líf manns meira en flesta grunar, þó ólíkt sé um eðli og artir. Ég skrifaði afmælisgrein um Þorstein sjötugan. Þá var hann heill heilsu og allir væntu að það mundi haldast. Þar gat ég helstu æviatriða hans fram að því, gerði grein fyrir af hvaða bergi hann var brotinn, sterkustu þáttum í eðli hans og störfum hans fyrir eigið heimili, sveit sína og nágranna. Allt, sem ég sagði þar gæti ég með sama sanni sagt nú. En ég læt nægja að vísa til Jress, að mestu, í þessum kveðjaorðum til hans og minningum um 1 lok annars smalasumarsins míns þar, varð ég fyrir því að veikjast all hastarlega af brjóst- himnubólgu. Lá ég þar rúmfastur frá því fyrir veturnætur og fram yfir jól og var hálfgerður Lasarus upp úr því fram á vor. - Sú umhyggja, sem mér var sýnd af heimilisfólkinu hefur ekki gleymst mér, þó aðrir atburðir, sem nær eru, máist út. - Ég var hjá þeim systkinum, Finnboga og Elísabet, og naut umhyggju þeirra. - Gamli Guðmundur Magnússon, afi Þorsteins, varþá enn á lífi. Hann lét sér mjög annt um mig. Á hverjum morgni, eftir að ég fór að vita af mér eftir óráð og sótthita, kom hann að rúmi mínu, tók í hönd mér, bauð mér góðan dag og hressti mig með góðvild sinni og glöðu tali. Eftir að ég fór að hressast gerði hann það ekki endasleppt við mig. Þótti honum ég magur og lystarlítill. Lét hann þá matreiða úr sínu búi það sem hann hélt mig helst hafa lyst á og gæti komið löngun í mig aftur. Frá þeim tíma hefi ég talið hann í hópi velgerðarmanna minna, og ekki þann sísta. Þessi umhyggja stuðlaði að því, með öðru, að ég náði bata þegar frá leið þó lengi væri ég linur til verka. - Síðla þessa sama vetrar andaðist þessi góðvinur minn. Allt þetta stuðlaði að því, að á Finnbogastöðum var ég uppfrá því eins og heima hjá mér þegar mig bar þar að garði og meðal vina. - Það var því ekki ónýtt fyrir mig og fjölskyldu mína að koma í nágrenni við þetta fólk, þegar við Jensína settumst

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.