Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1983, Side 6
Hersilía Sveinsdóttir
frá Mælifellsá
Fædd 30. nóvember 1900
Dáin 2. mars 1983
Frænka mín Hersilía Sveinsdóttir lést að heimili
sínu Hjarðarhaga 32 hér í borg miðvikudaginn 2.
mars s.l.
Hersilía var fædd á Mælifellsá á Efribyggð í
Skagafirði, dóttir þeirra hjónanna Sveins Gunn-
arssonar og Margrétar Þórunnar Árnadóttur.
Hún var yngst 15 systkina sem öll eru nú látin utan
tvö.
Á æskuheimili Hersilíu var oft margt um
manninn og glatt á hjalla því Mælifellsárhjónin
voru þekkt um allan Skagafjörð fyrir greiðasemi
og gestrisni. Ekki skortir þar heldur náttúrufeg-
urðina. í suðri rís Mælifellshnjúkur af hvers toppi
sést í sjö sýslur Iandsins í góðu skyggni. í austri
teygja sig til himins Blönduhlíðarfjöll og Glóða-
feykir en í norðri trjónar Tindastóll og eyjarnar
Drangey og Málmey blasa við. 1 vestri eru síðan
Efribyggðarfjöll en Mælifellsá er einmitt við
suðausturrætur þeirra. Af kambabrúnum í austur-
hlíðum þeirra fjalla getur, um sólarlagsbil þegar
horft er yfir Skagafjörð, að líta náttúrufegurð sem
lætur fáa ósnortna og gleymist aldrei þeim er litið
hefur.
Þær aðstæður sem hér er lýst hafa efalaust haft
djúpstæð áhrif á Hersilíu allt hennar líf og haft si'n
hann lattur til þess af Ástu konu sinni (hún hefur
alltaf verið kölluð Ásta í okkar fjölskyldu), sama
hlýjan og vinsemdin alltaf frá henni. Það má segja
að heimili þeirra hjóna hafi alltaf staðið opið um
þjóðbraut þvera. Ef einhver af frændfólkinu að
vestan hafði verið á ferð, og ekki haft tíma til þess
að koma við á Akranesi, þá þóttu það ekki góðar
fréttir á þeim bæ. Þegar ég og systir mín voru
unglingar og komnar hér til Reykjavíkur, birtist
Bjarni frændi rétt fyrir páskana, og sagðist vera
kominn til að sækja okkur til þess að hafa okkur
hjá sér í páskafríinu. Áttum við dýrðlega daga á
Akranesi hjá þeim hjónum. Svona nokkuð, sem
gert er fyrir unglinga, gleymist ekki. Við erum svo
mörg, sem höfum margt að þakka að leiðarlok-
um.
Þau Bjarni og Ásta voru búin að vera t
hjónabandi í rúm 48 ár. Ég held að þau hafi átt
ákaflega góða ævi saman, áfallalausa að maður
getur sagt, borið ást og umhyggju hvort fyrir öðru.
Drengurinn þeirra hefur orðið nýtur og góður
þjóðfélagsþegn, eignast góða konu og heilbrigð
börn. Sjálf hafa þau verið heilsuhraust þar til
Bjarni veiktist fyrir rúmum tveimur árum, og
hefur átt við ákaflega erfiðan og mikinn sjúkdóm
að stríða. Var hvíldin því kærkomin. Reyndi nú
mikið á Ástu, og mikil og einstök hefir sú ást og
umhyggja verið, sem hún hefur sýnt manni sínum
6
áhrif til að móta bjartsýnina og viljastyrkinn sem
einkenndi hana.
Hersilía útskrifaðist úr Kvennaskólanum á
Blönduósi 1921. Að því loknu stundaði hún um
skeið barnakennslu í Lýtingsstaðahreppi. Búskap
stundaði hún í nokkur ár á jörðinni Ytri-Mælifells-
á sem hún eignaðist um 1930. Kennslan átti vel
við Hersilíu og til að nýta hæfileika sína sem best
hvern einasta dag í veikindum hans. Ef það
flokkast ekki undir fagurt mannlíf þá veit ég ekki
hvar það er að finna. Hugsar nú frændfólk Bjarna
til hennar með þakklæti og virðingu þegar hún
kveður maka sinn.
Bjarni tók þátt í félagslífi á Akranesi. var í
Skipstjóra og stýrimannafélaginu „Hafþór" og sat
í stjóm þar í 9 ár. Hann var einn af stofnendum
Oddfellowstúkunnar no. 8, Egill. Voru þau hjón
bæði mjög virk í Oddfellowreglunni. Eins tóku
þau mjög mikinn þátt í Stangveiðifélagi Akraness.
Það var í tugi ára ein mesta ánægja þeirra að
vera við laxveiðar á sumrum, og voru þau samhent
í því sem öðru. Mest var verið í Dölum vestur og
reyndar víðar. Kunnu þau frá mörgu skemmtilegu
að segja úr þeim ferðum, og tóku sjálf:. sig ekki
alltaf of hátíðlega í gamanseminni. Fyrir nokkrum
ámm voru þau sem oftar að fara í Dali í veiði, mig
minnir vestur við Klofning. Þegar á staðinn kom
var enginn þar fyrir. Þá skrifaði Bjarni þessa vísu
í gestabókina:
„Einn (kofa kominn er
með konu, til að veiða lax
Ég held eg verði að halla mér,
heldur er að renna strax. “
Veri minn góði frændi af Guði geymdur um alla
eilífð.
Guðrún I. Jónsdóttir.
fór hún í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan
burtfararprófi 1936. Að því loknu stundaði hún
forfallakennslu í Reykjavík þar til hún var settur
kennari í Ásahreppi í Holtum 1941. Skólastjóri
varð hún ári síðar í heimasveit sinni, Lýtingsstaða-
hrepp, og var þar skólastjóri allt til ársins 1965 er
hún lét af störfum af heilsufarsástæðum.
Á starfsferli sínum í Lýtingsstaðahreppi vann
Hersilía ötullega að ýmsum félags- og menning-
armálum lýtinga. Hún var m.a. í fylkingarbrjósti
þeirra er börðust fyrir byggingu skólahúss í
hreppnum, er Steinsstaðaskóli, fyrsti heimavistar-
skólinn í héraðinu, komst undir þak 1948. Þá
beitti hún sér fyrir stofnun barnastúku og stjórnaði
henni á meðan hún var skólastjóri, jafnframt var
hun virkur félagsmaður í kvenfélagi og ungmenna-
félagi sveitarinnar. Þrátt fyrir að Hersilía fluttist
til Reykjavíkur af heilsufarsástæðum 1965 leit hún
alltaf á Lýtingsstaðahrepp sem heimabyggð sína,
hélt tengslum við hreppinn og fylgdist með því
sem þar var að gerast.
Þótt Hersilía væri heilsuveil mörg ár lét hún það
ekki á sig fá. Eitt af því sem hún kenndi mér var
gildi jákvæðra hugsana. Hún bar góðan hug til
allra manna og gat aldrei nógsamlega brýnt fyrir
fólki hversu mikils virði góðar og jákvæðar
hugsanir væru fyrir líkams- og sálarheill manna
enda beinlínis geisluðu slíkar hugsanir frá henni.
Sérstaklega lagði hún áherslu á þetta hin si'ðari ár.
í samræmi við þetta hugarfar kvaddi Hersilía
þennan heim að loknu miklu og löngu ævistarfi á
friðsælan hátt í svefni 2. mars s.l.
Ég votta ættingjum og vinum Hersilíu samúð
mína og Guð blessi ykkur öll.
Jóhann Pétur Sveinsson
Varmalæk
Þeir sem
skrifa
minningar-
eða afmælis-
greinar
í íslendinga
þætti, eru
vinsamlegast
beðnir um
að skila
vélrituðum
handritum
Islendingaþættir