Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 2
Hjálmar Pálsson bóndi Kambi, Deildardal Fæddur 3. mars 1904 Dáinn 15. apríl 1983 Fréttin um lát Hjálmars á Kambi kom ekki á óvart. Hann var búinn að vera sjúkur um tíma og vissu allir að hverju dró. Hjálmar Pálsson var fæddur 3. mars 1904 að Brúarlandi í Deildardal sonur Páls Þorgilssonar og Guðfinnu Pálsdóttur. Afi Hjálmars var Þorgils Þórðarson á Kambi, sem frægur var í sinni tíð fyrir áræði og karlmennsku. Hjálmar ólst upp á Brúarlandi í hópi margra systkina og þurfti snemma að vinna hörðum höndum og mun þá ekki hafa látið sitt eftir liggja eins og jafnan síðar, en Hjálmar var eftirsóttur til vinnu einkanlega þar sem þrek og áræði þurfti. Hjálmar hóf búskap á Brúarlandi 1925, en 1927 giftist hann frændkonu sinni Steinunni Hjálmars- dóttur Þorgilssonar á Kambi. Fluttist þá Hjálmar í Kamb og átti þar alla tíð , heima síðan. Bjó hann í sambýli við tengdaföður sinn, en hafði fyrstu árin heyskap og útihús bæði á Stafni og Brúarlandi. Þau hjón eignuðust 10 börn og komust 7 þeirra til fullorðinsára. Þau eru: Guðrún f. 23/12 1928, Páll Ágúst f. 22/12 '29, Hjálmar Ragnar f. 3/3 '31, Guðfinna Ásta f. 9/8 '32, Þóranna Kristín f. 12/4 '36 Hulda f. 28/9 '38. Skarphéðinn f. 30/6 '40. Tvö börn þeirra, tvíburar Höskuldur og Hulda létust úr kíghósta er þau voru á öðru ári. Yngsta barn þeirra dó í fæðingu en Steinunn lést nokkrum dögum seinna eða 15/7 1942. Þá hafa verið dimmir og erfiðir dagar í lífi Hjálmars sem stóð einn eftir með stóran barna- hóp. Tvö barnanna fóru í fóstur til ættingja en hin ólust upp hjá föður sínum á Kambi. Hjálmar var ekki ríkur af veraldarauði, en hann hafði kjark og þor til að takast á við erfiðleikana og bugaðist ekki þótt móti blési en gerði rniklar kröfur bæði til sín og annarra. Hann var hraust- menni mikið, sláttumaður góður og sló með orfi og ljá allt til loka. Honum þótti gaman að spila og var góður taflmaður og þreytti þær þrautir við vini og granna þegar tóm gafst tii. Hannn dáði Islendingasögur og hinar fornu kempur og sagði oft sögur af afrekum sínum í þeirra stíl. En mesta yndi Hjálmars var sauðkindin. Hann var mjög fjár- glöggur og átti harðgert og gott fé sem hann hélt mjög til beitar að gömlum sið, taldi að það yrði þá hraustara. Kambur liggur næst Deildardalsafrétt að austan Mörg urðu því spor Hjálmars þar, en maðurinn var mikill göngugarpur sem fáum þýddi að etja kappi við. Sagði Hjálmar mér að hann hefði fyrst farið í göngur 12 ára og jafnan síðan til haustsins 1981, þá var hann 77 ára, enn með fullt kapp og gaf sig ekki fyrir þeim sem yngri voru. Hjálmar var kappsfullur maður og vildi jafnan fremstur fara í flokki jafningja. Mér er hann mjög minnistæður í fyrstu göngum okkar saman fyrir rúmum tuttugu árum. Hjálmar sat þá gráan hest sem hann átti mikinn vekring. Fram dalinn voru þeir jafnan fremstir í flokki. Ég hafði þá lítið kynnst Hjálmari en varð strax Ijóst að þar fór maður sem lítt væri gefið að hirða hófatað frá grönnum sínurn og því síður frá aðfluttum gemsa sem í stráksskap sínum hugðist etja kappi við kempuna. Eftir að ég kynntist Hjálmari nánar lærði ég að meta kosti hans. Hann var strangheiðarlegur og loforð hans stóðu jafnan sem stafur á bók. Þegar ég hitti Hjálmar síðast var hann helsjúkur en andinn óbugaður. Ræddi hann um markaðsmál Þorleif Steinunn Magnúsdóttir Fædd 21. apríl 1926 Dáin 5. maí 1983 Eitt sinn verða allir menn að deyja. Þessi orð hafa oft komið í huga minn síðast liðið eitt og hálft ár. Það var sá tími sem Dolla vinkona mín barðist við sjúkdóm sinn er hafði yfirhöndina að lokum. En baráttan var hörð og um tíma var ég næstum farin að trúa að hún sigraði, því styrkur hennar var mikill. Já hún var sterk og kjarkur hennar var mikili. „Ekkert mál“ var hún vön að segja. Fyrstu kynnin mín við Dollu voru við bridge- borðið. Síðan var hún mótspilari minn eftir að hún missti mann sinn Sigurð Sigurbjörnsson. Þessi kynni við þau hjónin hafa verið ómetanleg. Dolla var góður bridgespilari. Það sýndi sig á íslandsmeistaramóti kvenna í febrúar síðastlið- inn. en þá spilaði hún sárlasin. en hugurinn var mikill og aldrei kvartaði hún. Mikilhæf kona er horfin yfir móðuna miktu. en hún lifir í hugum okkar sem kynntumst henni. Betri vinkonu hcf ég ekki átt. Við hjónin sendum börnum og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði Kæra vinkona. Sigríður og Gísli 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.