Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 5
Bergur Magnússon Fæddur 19. janúar 1916 Dáinn 1. maí 1983 Það voru spurul stór augu, er ég tilkynnti börnum mínum lát Begga frænda, þá stödd í vin okkar frændfólksins, austur í Hreppum. Sérstak- lega var þetta börnunum mikið undrunarefni, þar sem við höfðum öll átt svo skemmtilega og eftirminnilega dagstund deginum áður heima hjá afa í Barðavogi. Beggi frændi lék þar á als oddi, stríddi krökkun- um að venju, krafði þau um viðbrögð, en klappaði svo ofur vingjarnlega á kollinn þeirra. En lífið er hverfult og sagt er, að þá fyrst skiljum við dauðann, þegar hann leggur hönd sína á einhvern, sem við unnum. Upp í hugann hrannast minningar, allt frá bernskudögum mínum, ekki síst minningar tengd- ar hestum. Lítill polli fékk að fljóta með Begga og Röggu í réttirnar og hestarnir voru svo viljugir, að teyma þurfti undir stráknum. Seinna, sameiginlegir út- reiðatúrar hér í þéttbýlinu og lengri ferðir, m.a. austur í sveitir á vorin og ógleymanlegar vetrar- ferðir að Bergsstöðum til að huga að hrossum okkar og vinum. Það voru líka orðnir meiriháttar hátíðisdagar, þegar riðið var úti í Tungur á haustin með hestana í haustgöngu og lokaáningin var í sumarbústaðn- um þeirra. Það var slegið upp veislu örlátra heimamanna og í fyrsta skipti í haust er leið, tók fjölskyldan öll fullan þátt í þeirri ferð. Nú erum við þakklát að eiga þessar ljúfu minningar og margar aðrar. Og í dag höldum við í eina austu'rferðina enn, nú að fylgjá frænda okkar að Stóra-Núpi. í Hreppnum var hugur hans oft og kom sældarsvip- ur yfir Begga, er sveitina bar á góma, enda sannkallað helgisetur hans, því þar „morgungeisl- ans mildi fyrst ég naut við móðurskaut". Við sendum Rögnu okkar hlýjustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja hana og alla aðra ástvini. Kristján og fjölskylda t Á Heklumynd Ásgríms Jónssonar má í nærsýn sjá eldhúsreyk stíga til lofts á bænum Bala í Gnúpverjahreppi. En á þeim bæ var Bergur Magnússon að stíga sín fyrstu spor, þegar myndin var máluð við grjótbyrgið, sem Ásgrímur gerði á Langhömrum. Þá þurfti enginn á þessum slóðum að kvarta yfir háum rafmagnsreikningum, því að ljósmetið var steinolía af einum 20 lítra brúsa yfir veturinn og eldsneytið skánir úr ærhúsinu fyrir ofan Kistu- klett, sem var hálftíma gang frá bænum í Bala. Þó að Bergur yrði að yfirgefa þennan stað fjögurra ára gamall, var hugurinn hér alltaf og tækifærin notuð til þess að ganga um holtin undir Langhömrum og sjá Heklu baða sig í kvöldsól. Á nýliðnum páskum var síðasta heimsóknin hingað. Að Stóra Núpi var venja að koma og Fæddur 16. mars 1944 Dáinn 27. apríl 1983 5. maí varð til moldar borinn Ásgeir Berg Ulfarsson, sem yfirgaf þessa jarðvist 27. apríl sl., þá í blóma lífsins með aðeins rétt liðlega 39 ár að baki. Ásgeir fæddist í Reykjavík 16. mars 1944, sonur hjónanna Úlfars Bergssonar og Aðalheiðar Dagmar Guðmundsdóttur. Var hann þriðji í röðinni af sex systkinum. Ásgeir komst ungur í snertingu við alvöru lífsins. Hann hafði varla slitið barnsskónum þegar hann var kominn til sjós. Þar lærði hann að vinna bæði hratt og vel og að því veganesti bjó hann alla ævi. Hann var forkurduglegur og það orð fór af honum hvar sem hann kom og starfaði. Vegna þess var hann eftirsóttur í vinnu. Sjálfur sóttist hann eftir því að vera þar sem hlutirnir voru stórir í sniðum og menn fengu að taka til hendi. Þá var Ásgeir í essinu sínu. Hann vann við byggingu á öllum virkjununum stóru á Suðurlandi, Búrfelli, Sigöldu cg Hrauneyjafossi. Var hann þar 111 jög vel liðinn af yfirmönnum sínum og öðrum starfsfélögum, enda gekk hann alltaf til starfa með íslendingaþættir því hugarfari, að vinna sína vinnu fljótt og vel og abbast aldrei upp á einn né neinp. Ásgeir gekk að eiga Sigríði Kristófersdóttur þann 24. júlí 1965. Þeim varð þriggja barna auðið, Guðbjargar sem starfar hjá Bifreiðaeftirliti ríkis- ins, Kristófers sem er 15 ára gamall og Berglindar sem er 13 ára gömul. Sjá þau nú að baki elskulegum föður og góðum félaga. Ásgeir var maður sem flíkaði ekki tilfinningum sínum. Vandamál sín bar hann alla tíð einn. Þó er ekki ólíklegt að dýrin, og þá sérstaklega hestarnir, hafi fengið að heyra um hans vandamál og vonir. Hann var áhugasamur hestamaður og mikill dýravinur. Meðal þeirra leið honum ætíð vel og þeim hjá honum. Þau hafa kannski líka skilið og fundið betur en mennirnir hverriig þessari dulu en jafnframt blíðu mannveru leið. Nú þegar við kveðjum þennan góða dreng í hinsta sinn vitum við að hann er farinn á fund þeirra sem guðirnir elska. Þar situr hann örugglega hress og kátur í hópi hinna fjölmörgu ættingja, vina og kunningja sem þegar eru horfnir. Með þeim btður hann hinna sem fortjaldið mikla hefur enn ekki fallið fyrir og hjálpar þeim með bros á vör eins og hann gerði jafnan á meðan á hans stuttu jarðvist stóð. -klp- 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.