Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 6
 ESE Sveinn Ellertsson Fæddur 4. október 1912 Dáinn 14. apríl 1983 Hann Sveinn er dáinn, - sagði lítill vinur minn með alvörusvip. Mig setti hljóðan og hugurinn reikaði til baka. Ég minntist þess er ég hitti hann fyrst i mjólkurstöðinni, hressan, glaðbeittan, kvikan áfæti ogengin lognmolla í kringum hann. Þegar ég hitti hann svo síðast hér á sjúkrahús- inu, byrjaði hann á að ræða um mjólkurstöðina og það gengi bara vel hjá þeim þar. Þetta sýnir áhuga hans á starfinu, en þar var hann alltaf óþreytandi að taka til hendi, enda var hann bæði ósérhlífinn og röskur til vinnu alla tíð. Hann var líka ræðinn og hafði ánægju af að vekja umræður á kaffistofunni og var þá stundum dcilt óvægilega um dægurmálin, en ævinlega gætti Sveinn þess að allir væru sáttir þegar upp var staðið. Hann hafði líka miklaánægju af að teflaogspila bridge og var þá glaður í góðra vina hóp. Hann var líka félagslyndur maður, það kom fram bæði í því að styðja vel þann félagsskap, sem hann tók þátt í og einnig kom það vel fram í hans gestrisni. Hann hafði ánægju af að blanda geði við fólk, sitja og spjalla og bjóða veitingar. Það var hin gamla góða íslenska gestrisni. Ég kynntist Sveini fyrst í vinnu hér í mjólkur- stöðinni. Þá fann ég fljótt eðliskosti hans, að hann var hreinskiptinn drengskaparmaður, sem rækti störf sín af trúmennsku og fórnfýsi. Hann var sjálfur manna fljótastur að taka til hendinni, ef á þurfti að halda. En hann gat stundum verið snöggur upp á lagið, ef honum mislíkaði, en var líka ætíð fljótur til sátta og var í eðli sínu friðsemdarmaður. Sveinn var fæddur 4. október 1912, að Holts- múla í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Ellert Jóhannsson og Ingibjörg Sveinsdóttir, sem lengi bjuggu þar góður búi. Sveinn ólst upp við öll algeng sveitastörf og var alla ævi tengdur sveit og búskap, þótt ekki væri hann bóndi. Hann nam mjólkurfræði við Statens Meieriskole í Þránd- heimi og lauk þaðan prófi vorið 1940. Sveinn hélt heim til fslands í stríðslok með fyrstu ferð 1945. Hann er dæmi um íslendinginn, sem hélt í víking jólaljós settu systkinin árlega á leiði foreldra sinna, þau fyrstu í þeim garði. í þetta sinn, um páskana, var komið á staðinn þegar langt var liðið á messu. Þá var rennt inn í Þjórsárdalinn og litið yfir átthaga forfeðranna. í þessari síðustu heim- sókn hingað ræddi Bergur um það hvernig nú væri umhorfs í Bala hefði hann ekki yfirgefið staðinn og svo um framtíð þeirra, sem hér ættu að búa áfram. Að sjálfsögðu var viðeigandi reisn yfir þeim hugmyndum. Datt nokkrum t hug að þetta yrði síðasta kveðjan? Við þökkum margar glaðar og uppörvandi stundir, bæði hér heima og í Reykjavík óg sendum Rögnu hlýjustu samúðarkveðjur. Stcinsholtsfólkiö 6 til annarra landa, aflaði sér menntunar og reynslu, en hélt við fyrsta tækifæri heim til ættjarð'arinnar aftur til að láta hana njóta krafta sinna. í Noregi kynntist hann sinni góðu konu, Ölmu fæddri Steihauge. Þau giftu sig 4. október 1947. Hún bjó honum notalegt og gott heimili og studdi hann vel og dyggilega alla tíð, ekki Síst nú síðustu vikurnar, þegar hann þurfti mest á því að halda. Þau eiga þrjú uppkomin börn: fda, mcinatæknir, gift Ríharði Kristjánssyni. þau eiga þrjú börn. Eva Ingibjörg, hjúkrunarfræðingur, gift Jó- hanni Aadnagard, eiga þau þrjú börn. Bragi Sigmar, verslunarmaður, kvæntur Bryn- hildi Sigmarsdóttur, þau eiga tvö börn. Sveinn starfaði lengst af sinni starfsævi .á Blönduósi, en hann hóf störf árið 1954 sem mjólkurbússtjóri við mjólkursamlag hér á staðnum. Hér byggðu þau hjónin sitt hús á fallegum stað á bökkum Blöndu og ræktuðu þar fallegan garð umhverfis. Þar ólu þau upp sín mannvænlegu börn og studdu þau til mennta.,Á síðustuárshátíðsamvinnufélaganna hérvarSveini veitt viðurkenning fyrir 29 ára starf í þágu félaganna. í hvert sinn er við kveðjumst deyr eitthvað innra með okkur. - Hann Sveinn er dáinn, -sagði litli vinur okkar. Það er sú staðrevnd. sem við verðum öll aö beygja okkur fyrir. Konu hans, börnum og fjölskyldum þeirra, sendumég og kona m ín einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Kristinn Pálsson Blönduósi Sveinn Ellertsson var fæddur að Holtsmúla í Skagafirði 4. október 1912. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdóttir ættuð frá Hóli í Sæmund- arhlíð í Skagafirði og Ellert Jóhannsson sem ættaður var frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi. Frá því ég man fyrst eftir mér minnist ég Sveins í Holtsmúla, en vegna aldursmunar okkar kynnt- umst við ekki náið fyrr en ég var kominn hátt á tvítugsaldur. Þá var Sveinn orðinn starfsmaður hjá Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki. Á þeim árum áttum við margar glaðar stundir saman. Haustið 1938 bar fundum okkar saman úti í Noregi, þangað var hann kominn til þess að læra mjólkurfræði. Fyrst starfaði hann sem nemi í stóru mjólkurbúi í Löiten á Heiðmörk, en lauk prófi sem mjólkurfræðingur frá Statens Meieri- skole í Þrándheimi vorið 1941. Þá var stríðið skollið á og engin leið að komast heim. eins og hugur hans stóð til þá. Þetta varð örlagaríkt fyrir Svein. Haustið 1941 innritaðist hann í framhalds- nám í gerlafræði á Landbúnaðarháskólanum á Ási. Við það nám var hann aðeins í eitt ár. Á þeim árum voru erfiðir tímar í Noregi undir ógnárstjórn nasista. Sveinn fékk þó starf í faggrein sinni á mjólkurbúi í Alvdal í Austurdal í Noregi. Þar kynntist hann Ölmu Steinhaug, bóndadóttur úr Alvdal, sem síðar varð eiginkona hans. Sveinn kom heim til íslánds með fyrstu ferð að stríðinu loknu árið 1945 og Alma nokkru síðar. Þau voru gefin saman í hjónaband 4. október 1947 og boðið var til vcglegrar veislu í Holtsmúla. Alma og Sveinn voru samhent og gæfusöm. Börn þeirra eru: Ida meinatæknir gift Rikharði Kristjánssyni verkfræðingi, Eva hjúkrunarfræðingur gift Jó- hanni Adnegard byggingameistara og Bragi for- stjóri giftur Brynhildi Sigmarsdóttur hárgreiðslu- meistara. Fyrstu árin eftir heimkomu frá Noregi starfaði Sveinn í Mjólkursamsölunni í Reykjavík, en réðst sem mjólkurbússtjóri að Mjólkursamsölunni á Blönduósi voríð 1954 og þar starfaði hann óslitið þar til síðastliðið vor að hann lét af störfum eftir heillaríkan starfsferil, þar sem hann hafði áunnið sér traust og virðingú. Heimili þeirra á bakka Blöndu var einstaklega hlýlegt og smekklega búið. Við það eru margar skemmtilegar endurminningar tengdar. Sveinn var einstakur maður. í viðmóti var hann djarfur og hress, hreinn og beinn. í návist hans var gott að vera, þar var aldrei lognmolla en jafnan ferskur gustur, samt hlýr. Hann var ör í lund og skjótur í athöfnum og aldrei hefi ég séð mann vinna, þar sem átök þurftu til, með jafnmikilli leikni og hraða. Sveinn var tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, stæltur og snar í hreyfingum. Yfir- bragó hans skarpleitt og brá oft fyrir glettni i augum. Skapgerð hans var heilsteypt. Hann sveik aldrei málstað sinn og hélt velli og reisn til hinstu stundar. Tilfinningasemi í orðum var ekki að skapi Sveins og því brá mér í brún þegar ég kvaddi hann heima hjá Idu og Ríkharði daginn áður en hann fór heim á Blönduós eftir dvöl á sjúkrahúsi í íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.