Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 7
bifvélavirki Kárason Kvedja frá skólasystkinum Fæddur 7. febrúar 1941 Dáinn 7. desember 1982 Ekki alls fyrir löngu, þegar ég var að fletta gömlum blöðum úr kofforti mínu, kom upp í hendurnar einkunnabókin frá barnaskólaárunum. Þetta er einkar virðulegur tvíblöðungur með heiiræðum aftan á, umsögnum innan í og forsíðu- megin er mynd af hinu aldna skólahúsi, sem hlotið hafði hátíðlega vígslu árið 1908, en mátti svo þeim örlötum hlíta í kringum 1960, að vera með rótum rifið upp af grunni sínum og gert að óbreyttu íbúðarhúsi uppi undir brekku. Á löngum og dyggum þjónustuferli veitti þessi gamla bygging ótöldum börnum skjól meðan þau lærðu að draga til stafs með tunguna út í öðru munnvikinu og stigu hikandi sín fyrstu skref á vegi þeim er liggur út í kröfuHart lífið, heim fullorðna fólksins. Haustið 1948 stóð hópur sjö ára barna fyrir neðan útitröppur gamla skólans. Börnin voru látin skipa sér í beina röð og síðan var gengið hægt og settlega upp á hanabjálkaloft. Alvara lífsins var hafin. Sumir voru hræddir og öryggislausir þegar verndar foreldra naut ekki lengur við en aðrir, einkunt þeir frakkari, voru hálfsárir yfir þessari frelsisskerðingu þar sem nú var ekki lengur hægt að leika sér frá morgni til kvölds niður í fjöru eða upp um mela. í aðra röndina þótti samt flestum gaman enda hvíldi óneitanlega yfir þessari í hönd farandi skólagöngu allnokkur framandlegur ævintýrablær. Á hópnum, sem þarna var að hefja sitt skyldu- nám urðu eðlilega einhverjar breytingar frá vetri til vetrar en í stórum dráttum hélt hann þó sinni upprunalegu mynd gegnum sex ár í barnaskóla og tvö í gagnfræðaskóla. Eftir það tekur fylkingin mjög að riðlast. Sumir skelltu aftur skruddunum og héldu rakleitt út á vinnumarkaðinn en aðrir höfðu þá strax fastmótaðar hugmyndir um lífsstarf og lærðu til þess. Börnin, sem byrjuðu að stauta undir hand- leiðslu Jónasar Geirs uppi á hanabjálka haustið Reykjavík er hann sagði: „Vertu sæll vinur," því í öll þau ár sem við höfum þekkst minnist ég þess ekki að hann hafi fyrr kvatt mig með orðinu „vinur“. Ég hygg að honum hafi fundist það of væmið til hversdagsbrúks. Á þeirri stundu læddist að mér grunur um að Sveinn væri feigur. Við hjónin sendum Ölmu, vinum og vanda- mönnum Sveins Ellertssonar innilegar samúðar- kveðjur. Að lokum tek ég svo undir kveðju Sveins frá því um daginn: Farðu vel frændi. Páll Hafstað 1948 hurfu hvert í sína áttina. Sum minna gömlu skólasystkina hef ég sem þetta rita ekki augum litið síðan vorið 1956 en af máli kunnugra mátti þó lengstaf ráða að allir yndu glaðir við sitt og væru við þokkalegustu heilsu. En skyndilega er skarð rofið í flokk innfæddra Húsvíkinga frá árinu 1941. Sævar Kárason, sá drengur er hvað kvikast- ur var á bernskuskeiði hópsins, er látinn. Hann dó 7.desember 1982 og var jarðsettur 15.dag sama mánaðar frá Húsavíkurkirkju að viðstöddu fjöl- menni.. Sævar var fæddur í Straumnesi á Húsavík 7.febrúar árið 1941, en móðir hans Hólmfríður Kristjana dvaldi þar í foreldrahúsum á útmánuð- um meðan maður hennar, Kári Steinþórsson var á vertíð. Flestir vinnufærir karlmenn fóru í ver á þessum árum enda varla um aðra bjargræðisleið að ræða. Þegar ég man Sævar fyrst átti hann heima í Árnahúsinu en þar byrjuðu foreldrar hans búskap. Nú, er ég sit hér með gömlu einkunnabókina í höndunum og hugleiði sviplegt fráfall jafnaldra míns virðist tíminn sem liðinn er frá barnaskplaár- unum aðeins örskotsstund. Fyrir hugskotssjónum stendur Ijóshærður strákur fasmikill og skapmik- ill, sem ógjarnan vildi láta hlut sinn fyrir öðrum - strákur sem jafnan var glaður og til í allt sem pottormum þessara ára kom í hug. Það hafa alltaf verið grallaragaurar í skólanum eins og Jónas Geir mundi orða það. Stutt finnst mér síðan að við Sævar ásamt fleiri skólafélögum reyndum að púa skraufþurrar sígarettur að húsabaki og vorum fyrir vikið endurreistir með viðhöfn á fundi í stúkunni Pólstjörnunni nr. 126. Og ekki finnst mér ýkjalangt síðan við fórum með Jónasi Geir í kartöflugarðinn og Friðný hans gaf okkur þetta dásamlega kakó. Oftast er það í tengslum við skólann, sem börn öðlast í fyrsta sinn þá lífsreynslu að koma fram opinberlega. í bekknum okkar voru heilmiklir söngvarar sem gjarnan komu fram við ýmis tækifæri. Ég minnist þess að einu sinni tróð Sævar upp og söng með elegans “Það búa litlir dvergar". Yfir þessum árum hvílir heiðríkja og margs er að minnast, svo margs að hér gefst ekki rúm. Svo sem áður segir átti Sævar heima í Árnahús- inu. Þar ólst hann upp ásamt eldri bróður sínum Agnari, en árið 1951 flutti fjölskyldan f eigið húsnæði að Hringbraut 4, sem síðar varð Laugar- brekka 21 og þar fæddist þriðji bróðirinn Helgi Þór. Sævar fór snemma að vinna og lagði fyrir sig sjómennsku eins og piltar í útgerðarplássum gera gjarnan. í kringum 1962 hætti hann að mestu á bátunum og starfaði við húsbyggingar næstu árin. Árið 1965 hóf Sævar Störf á vélaverkstæðinu Foss og eftir stutta vist .þar ákvað hann að leggja út í iðnnám. Hann lauk iðnskóla árið 1968 og sveins- prófi í bifvélavirkjun 1970. Árið 1974 hlaut hann svo meistararéttindi í iðninni. Sævar starfaði á vélaverkstæðinu Foss að mestu sfðustu árin og þótti mjög góður fagmaður. Árið 1962 hóf Sævar og eftirlifandi kona hans, Guðný Ósk Agnarsdóít- ir, sambúð að Túngötu 6. Síðar bjuggu þau meðal annars í Stapa, Laugarbrekku 21 og Hornbjargi en á því húsi gerðu þau verulegar endurbætur. Sævar og Guðný giftu sig 17.júni 1964. Tvö börn eignuðust þau hjónin, Agnar Kára og Sigurlaugu. Árið 1978 flutti fjölskyldan í nýtt og glæsilegt einbýlishús að Urðargerði 2 og átti Sævar þar sitt síðasta heimili. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sævars. Hér við skiljumst og hittast munum áfeginsdegi ftra. Drottinn minn gefi dauðum ró hinum Ukn.er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Einar Georg Einarsson. f.h. skólasystkina. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.