Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Blaðsíða 8
Hólmfríður Einarsdóttir F. H.niars 1924 D. Ki.april 1983. Hinn ló.apríl s.l. lést í Landsspítalanum í Reykjavík Hólmfríður Einarsdóttir, húsfreyja í Útgarði á Egilsstöðum. Hafði hún verið flutt þangað með sjúkraflugi tveim dögum áður vegna snöggrar hjartabilunar. Öll eigum við einn hlut sameiginlegan - það er líkamsdauðinn. Undan honum getur enginn vikið sér. Hinsvegar fer flestum svo að þrátt fyrir þessi sannindi snertir það okkur alltaf djúpt þegar einhver af vinum okkar eða nákomnum ættingjum er þannig kallaður af okkar vettvangi. Sérstaklega á þetta við um þá sem falla þannig óvænt, mitt í önn ævidagsins. Hólmfríður var fædd á Bárðarstöðum í Loð- mundarfirði hinn 8.mars 1924 og var því rúmlega 59 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Þórey Sigurðardóttir og Einar Sölvason og var Hólmfríður yngst af 6 börnum þeirra. Þórey móðir hennar var skagfirskrar ættar. Ingibjörg móðir Þóreyjar var frá Litlu-Hlíð, ein af mörgum systrum þaðan. Ein þeirra, Arnbjörg, fluttist austur á Hérað og var gift Páli Sigmundsyni. Þau bjuggu í Mýnesi um langa hríð. Páll og Arnbjörg ólu upp fjölda barna, m.a. þrjú systurbörn Arnbjargar. Þar á meðal var Þórey, móðir Hólmfríðar, sem þau tóku 7 ára gamla þegar móðir hennar lést. Þórey ólst síðan upp í Mýnesi hjá þeim Páli og Arnbjörgu móðursystur sinni uns hún var fulltíða og giftist Einari Sölvas'yni sem fæddur var á Setbergi í Fellum, Einarssonar bónda á Skeggjastöðum Jónssonar vefara. Móðir Sölva var Hólmfríöur Gunnlaugsdóttir frá Eiríks- stöðum og mun Hólmfríður Einarsdóttir því hafa borið nafn langömmu sinnar. Einar og Þórey hófu búskap á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá en fluttust síðan til Loðmundarfjarð- ar þar sem þau bjuggu samtals í 36 ár, fyrst á Bárðarstöðum og síðan á Klyppsstað, en þar bjuggu þau um 23 ára skeið uns leið þeirra lá aftur upp á Hérað. Á Bárðarstöðum voru börn þeirra fædd nema tvö þau elstu, en öll ólust þau upp í foreldrahúsum. Loðmundarfjörður er ein sviphýrasta fjarða- byggð á Austfjörðum. Fjallahringurinn er tilkomumikill, gróður mikill og fjölbreyttur og sumarfegurð því mikil, en vetrarríki er aftur á móti eitt hlið mesta austanlands. Sveitin býr því yfir skörpum andstæðum, sem hljóta að hafa mótandi áhrif á þá sem hún fóstrar. Þarna voru lengst af 9 jarðir byggðar. Víðast á bæjum var margt heimilisfólk og samfélagið var einkar líflegt í einfaldleika sínum. Fólk gerði litlar kröfur en komst sæmilega af með nýtni og ítrustu sparsemi. Heimili þeirra Einars og Þóreyjar var dæmigert að þessu leyti. Það var unnið hörðum höndum fyrir brýnustu nauðþurftum en ekki hægt að veita sér neinn munað. Skólaganga var eins og þá tíðkaðist, - farskóli stuttan hluta vetrar og margir urðu að láta sér það nægja. Að einu leyti var þetta heimili þó sérstakt. Þar ríkti svo mikil samheldni og heimilishlýja að einstakt má kaila. Einar var einstakur heimilisfaðir, nærgætinn og prúður til orðs og æðis og Þórey kona hans traust sómakona, verkhög, hagsýn og hafði einstakt lag á að stjórna heimili sínu með mildum fortölum. Þau voru strangheiðarleg og vönduð á alla lund. Hólmfríður Einarsdóttir ólst upp í þessu um- hverfi og við þær aðstæður sem stuttlega er drepið á hér að framan. Fullyrða má að þeirra áhrifa hefur hún notið alla sína ævi. Samskiptin við eldri systkinin voru Ijúf alla tíð og ef til vill hefur hún frekar notið þess að vera yngst. Hún var glaðvær og hversdagsljúf í viðmóti en gat verið föst fyrir þar sem því var að skipta. Líkamlega var hún fremur fíngerð og ekki sterkbyggð, eins og þráfaldlega kom fram síðar á lífsleiðinni. Næst henni í systkinaröðinni var Sigrún, tveim árum eldri, en þær voru þó alla tíð mjög samstilltar og fylgdust að á margan hátt og síðar á lífsleiðinni fléttaðist lífshlaup þeirra enn frekar saman. Þegar ég, sem þessar línur skrifa, kom í Haraldur Adolfsson Fxddur 2. febrúar 1925 Dáinn 14. apríl 1983 Fundum okkar Haraldar mun fyrst hafa borið saman hjá Leikfélagi Reykjavíkur í gömlu Iðnó fyrir nær 40 árum. I því þekkta og virðulega húsi hefur jafnan verið griðarstaður fyrir ungt fólk, sem hafði áhuga á leiklist og leikhúsmálum. Hjá því unga fólki, sem þá kom þar saman, til jkrafs og ráðagerða, höfðu vaknað vonir því vor var í lofti í íslensku leikhúsi. Við vorum þá báðir ungir að árum og minnist ég þess'nú, að mér fannst Haraldur mjög „forframaður". Hann hafði m.a. hlotið tilsögn í listdansi og var byrjaður í leiklistarskóla hjá virtum leikara og leikstjóra. Haraldur hafði strax mikinn áhuga á leikþúsi og öllu er varðaði starfsemi þess. Mér fannst við vera jafnaldrar, en síðar komst ég að raun um, að ég mun hafa verið 5 árum eldri en hann. Við stofnun Þjóðleikhússins árið 1950 urðum við vinnufélagar og störfuðum þar saman í all mörg ár. Fljótlega sannfærðist ég um hæfni Haraldar í starfi og hann féll vel inn í þann hóp listafólks, sem vann að því að undirbúa og skapa 8 góðar leiksýningar, en sá árangur næst aðeins með nánu samstarfi margra listelskandi manna. Síðar skildu leiðir. - Lífsins ólgusjór er oft blíður og leikur menn á misjafnan hátt. Á leið okkar allra leynast torfærur, sem mörgum reynist erfitt að yfirstíga og fæstir munu komast ósárir úr þeiiri örlagaglímu. Margir standast að vísu þá erf-ðu raun, en aðrir bíða lægri hlut og þá oft á ';dum þeir, sem gæddir eru viðkvæmara tilfinn- ingalífi en almennt gerist. Fíngerður strengur brestur þá í brjóstum þeirra. Hratt flýgur stund og í amstri daganna hverfa oft félagar, sem stóðu manni svo ótrúlega nærri á vissu skeiði ævinnar. Síðast bar fundum okkar Haraldar saman á drungalegu kvöldi á liðnu hausti. Við hittumst af tilviljun niður á Lækjartorgi og spjölluðum saman góða stundA Síðan kvöddumst við og Haraldur gekk hægum skrefum vegmóðs langferðamanns niður Austurstræti. Ég leit um öxl og horfði á eftir honum langa stund, þar til hann hvarf inn í mistrið og þokuna á þessu drungalega haustkvöldi. Á þessari stundu hvarlaði það að mér. að þetta væri okkar síðasti fundur. Blessuð sé minning Haraldar Adolfssonar. Klemenz Jónsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.