Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1983, Blaðsíða 2
við cldana - sem ef til vill hafa stundum verið ævintýraeldar - hver veit. - Og árin liðu, ef til vill hefur það stundum hvarflað að þeim hvort þau hafi nú gert rétt er þau fluttust í þetta byggðarlag, það vill nú stundum verða svo - en það fór nú svo að þarna fóru þau að festa rætur og þær urðu sterkar og djúpar og barnahópurinn stækkaði og þau uxu úr grasi og fóru samámsaman að hjálpa til. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntímann kynnst samstæðari og duglegri systkinum en þeim á Kletti. Snemma á búskaparárum þeirra var farið að gera jarðarbætur, fyrst með hestum. áður en vélarnar komu til sögunnar, en það var fádæma erfitt að gera tún á Kletti, þar var svo grýtt. Það var nú ekki látið á sig fá: þessi spilda skal verða fullgerð þetta vorið. cnda bóndinn átakamaður og ég held að hann hafi haft yndi af því að breyta óræktarmóum í töðuvöll. enda skildi hann það að það var undirstaða góðs búskapar enda ekki vanþörf á því, þá vantaði landbúnaðarvörur á landi hér og þegar vel tókst til hjá Sæmundi, að gcra góða og stóra sléttu úr ljótu landi sagði hann stundum við mig: „Ég er að reyna að halda á lofti merkinu hans afa þíns" - og ég held að honum hafi tekist það með sóma. Þegar undirstaðan var komin, þá á ég við gott tún, var farið að byggja - fyrst íbúðarhús. það var byggt á gamla bæjarstæð- inu og er fallegt og fer vel, síðan voru byggð fjárhús eftir nýjustu teikningum þá, en um staðarval þeirra má deila, þau gömlu hurfu af túninu og nöfnin með. á Kletti er nú ekkert eftir af hinum gömlu torfbyggingum, er það að mörgu leyti skaði. Þegar Andrés Olafsson á Brekku. lét af hrepp - stjórastörfum tók Sæmundur við því embætti, það var ekki vandalaust að setjast í sæti Andrésar. hann var búinn að gegna þessu starfi í hálfa öld eða meir, var á margan hátt sveitar- eða héraðs- höfðingi. Það var sagt að það hefði verið hans tillaga að Sæmundur tók þetta sæti, það fór að mörgu leyti vel á því. Þeir voru báðir af gamla skólanum. vildu hafa allt í föstu formi. hafa fornar dyggðir í heiðri og ekkert nema gott um það að segja. Fyrst og fremst fannst mér þeir líta á sigsem fulltrúa eða þjóna þess opinbera og allt fór nú þetta vel, þessir ágætu menn máttu ekki vamm sitt vita. En fyrst og fremst leit ég á Sæmund sem mjög umbótasinnaðan - mann, í hans búskapartíð hafði orðið bylting í landbúnaði og ég held að hann hafi trúað því i hjartans einlægni að gott bú væri landstólpi, því traustari og betri landbúnaður því traustara og betra þjóðfélag, betri þjóð. Það er mikill sannleikur og smátt og smátt leið að því að ævistarfi þeirra hjóna á Kletti lyki. börnin öll að heita mátti farin. Síðasta árið sem þau hjón bjuggu á Kletti flutti ég kennarann sem var við kennslu hjá okkur í Múla um tíma - vestur í næstu sveit á hestum - það var komið kvöld. góðviðri. vor í lofti, farfuglar að koma og svanir að fljúga til fjalla - ég fór um hlaðið á Kletti í bakaleiðinni. annað illfært. Þegar ég kom heim að bænum mætti ég húsmóðurinni. hún var að koma úr fjósinu ásamt dóttur-dóttur á að giska 10 ára. hún hafði verið að Ijúka við að mjólka, gamla konan og þær voru ekki tómar föturnar, ég held að þær hafi verið kúfaðar, sjálfsagt 40 merkur, það skal tekið fram að þar var ekki mjólkursala. það hefur verið mikið verk eftir hjá Soffíu, það kvöldið. að skilja alla mjólkina. Fyrir framan bæinn mætti ég húsbóndanum, hann var að koma framan úr dölum með féð - eitthvað á fjórða hundrað. Þau slógu ekki af gömlu hjónin. Hættu leik þá hæst stóð. Það er fallegt á Kletti, einkum á lognværum kvöldum, þegar hús og fjöll speglast í firðinum, það er eins og einhver góður andi svífi þar yfir. Það er gott útsýni inn til dala og heiða og útyfir fjörðinn, cn baksviðið er brött hamrahlíð, með gilja drögum og mikil hamraflug, þar efra eru hörpur vindanna og þegar stórviðrin geysa heyrist þaðan ferleg hljómkviða eins og tröll og forynjur leiki þar á hörpur. næstum ógnvekjandi, en einmitt við slíkar aðstæður elst oft upp dugmesta fólkið, það er sagt að landið móti fólkið og þjóðir. Um 1960 hætta þau Sæmundur og Soffía búskap á Kletti eftir 33 ára búskapartíð. Þau seldu það í hendur Haraldi syni sínum og hinni ungu konu hans Jóhönnu. Haraldur tók nokkru síðar við hreppsstjórastöðu af föður sínum og fór honum hvorutveggja mjög vel. Þau hjón Sæmundur og Soffía voru á Kletti fram til ársins 1974 en Sæmundur veiktist og var fluttur á Akranesspítala og lést þar í júlí um sumarið og var jarðsettur að Gufudal. En 9. nóvember sama ár fórst Haraldur í bílslysi á Reykjanesbraut á besta vegi landsins, maðurinn sem búinn var að ferðast heiðar og fjöll oft vegleysur á bílum og dráttarvélum og aldrei hlekkst á. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið og sveitina - enda var hann flestum harmdauði sem þekktu hann. Þá fluttist Soffía frá Kletti. Hún var búin að fá mörg álögin í ölduróti lífsins, en ég held að þetta hafi verið versta álagið eða brotið. Ég veit það að hun tók þetta áfall ákaflega nærri sér. Ég heimsótti hana á heimili dóttur hennar í Reykjavík um veturinn. hún sagði mér þá margt, sumt hafði ég ekki vitað áður, en alltaf gat hún náð sér aftur, sigrast á mótlætinu. öll hjartasár gróa og verða að dýrmætri reynslu. stendur einhversstaðar. Mín kynni af henni voru þannig að hún væri ein af þessum konum sem alltaf var að vaxa og þroskast allt sitt líf. gaf allt - fórnaði öllu fyrir heimilið og börnin. aldrei heyrði ég hana tala misjafnt um nokkurn mann og eftir samtalið við hana í þetta sinn fannst mér að þessar fallegu minningar um horfna ástvini lýstu henni eins og fagurt ljós, þrátt fyrir allt. Vorið eftir lát Haraldar hætti Jóhanna búskap. seldi allt nema jörðina. hún og börnin fluttu burt. Ég hefi grun um það að sú ákvörðun hafi ekki verið átakalaus. Það er allt annað að selja hús við götu í þéttbýli eða að verða að fara frá jörð með öllum mannvirkjum og selja allar skepnur. því þær eru vinir manns og það tekur á taugarnar að fórna þeim. Síðan hafa verið nokkur ábúenda skipti á Kletti. gengið á ýmsu og er nú svo komið að jörðin er komin í eyði og allt fer að drabbast niður. Þegar kemur fram á vetur er það allt autt og tómt. ekkert líf. nema ef einstaka hrafn flýgur yfir. þar sem áður voru leikir barna og unglinga heyrist nú ekkert lengur. ekkert hljóð nema niður bæjarlækjarins. sem rennur þar milli bakka og hjalar við kaldan stein á leið sinni niður túnið. Þegar mikið gengur á hjá náttúruöflunum fer hann hamförum, verður þá illur lækur, eins og stendur í kvæði Jónasar en hann jafnar sig attur og hún Soffía húsfreyja á Kletti þekkti þennan læk, þangað sótti hún vatnið og þar skolaði hún allan þvott. oft í misjöfnum veðrum - um árabil. Ef til vill var hann vinur hennar og mörg skáldin hafa ort sín fegurstu Ijóð um lækinn og lindina og er það að vonum. Eitt skáldið endar fagurt kvæði sem hann yrkir um lækinn scm hann elst upp við og er mikill vinur hans, en hann segir svo að lokum: "Þá vildi ég í síðasta sinn sofna á bökkum þínum", og kannski hefði þessi aldna húsfreyja Soffía á Kletti getað tekið undir þessi orð skáldsins, kosið frekast að sofna í síðasta sinn á bökkum lækjarins á fögru síðsumarkveldi, innan- um blómaskrúðið, láta lækjarniðinn vagga sér út úr þessum mikla táradal, inná fegurra og bjartara svið og myndum vér ekki getað fleiri tekið undir það. Þau Sæmundur og Soffía áttu 8 börn. Fyrsta barnið dó strax í fæðingu. Hin voru: Matthías, dó ungur, Sigurbjörg, fyrrv. húsfreyja að Hamarlandi í Rcykhólasveit, nú búsett á Akranesi. Margrét. búsett í Reykjavík, Ólína búsett í Reykjavík, Brynhildur. búsett í Reykjavík. Haraldur, fyrrum bóndi og hreppstjóri á Kletti, Brynjólfur, ráðu- nautur á Hólmavík. Ég vil að lokum votta börnum þeirra hjóna bestu samúðar. Jóhannes Arason t Soffía Ólafsdóttir Inn úr norðurströnd Breiðafjarðar skerast fjöl- margir firðir inn í Vestfjarðahálendið. Milli fjarðanna ganga fram lágir hálsar. Línur landsins eru mjúkar og ávalar og flestir þessara fjarða eru vaxnir lágvöxnu birkikjarri. Þarna er sumarfagurt og hlýlegt mót suðri. en að vetrinum á líka norðanvindurinn greiðan aðgang. Snjórinn þyrlast ofan af Vestfjarðahálendinu og fyllir hverja laut og ísinn þekur firðina. Allt fram á síðustu ár var búið á hverju nesi. í hverjum firði og dal. þótt nú hafi byggð strjálast vegna breyttra lífshátta og aukinna krafa nútímans. I byggðum þessum bjó harðgert og duglegt fólk. Fólk sem gerði meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Fólk sem lifði hljóðlátu atorkulífi og þurfti að ieggja hart að sér til að sjá sér og sínum farborða. 1. mars s.l. andaðist í hárri elli í Sjúkrahúsi Akraness Soffía Ólafsdóttir. sem um hart nær fjörutíu ára skeið var húsfreyja í þessu harðbýla héraði. Kletti í Kollafirði. Enda þótt við vitum að lögmál lífsins er. að kynslóðir fæðast og deyja. hnykkir okkur jafnan við. þegar dauðinn kveður dyra. Við stöldrum við og huglciðum gjarna líf og starf hins látna ættirtgja eða vinar. rifjum upp kynnin o'g reynum að gera okkur grein fvrir hverrar gerðar hann eða hún var og hvaða áhrifum við urðum fyrir af þeim kynnum. Svo er mér að minnsta kosti farið nú. er ég að leiðarlokum renni huganum yfir kynni mín af tengdamóður minni. Þorkatla Soffía. en svo hét hún fullu nafni. var fædd að Nesi í Grúnnavík 11. janúar 1892. Foreldrar hennar voru bæði af vestfirsku bergi brotin. Faðir hennar var Ólafur Helgi. biidi að Nesi. Árnason. bónda að Tyrðihnýri. Eggertsson- ar og kona hans Ólíria Tómasdóttir. bónda að Nesi og Snæfjöllum Ásgrímssonar. en frá Tómasi í Nesi er komin mjög fjölmenn ætt um Vestfirði og víðar. Faðir Soffíu drukknaði með séra Pétri Maack frá Stað í Grunnavík í sept. 1892 og hafði íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.