Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Qupperneq 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 17. ágúst 1983 — 31. tbl. TINIANS Ingólfur Þórðarson skipstjóri Fæddur 19. janúar 1921. Dáinn 4. ágúst 1983. Þann 4. þ.m. lést á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík eftir skamma veru þar Ingóifur Þórðar- son skipstjóri Selvogsgrunni 26. Reykjavík. Hann var fæddur á Krossi í Beruneshreppi S.-Múl. þann 19. janúar 1921. Foreldrar hans voru Þórður. útvegsbóndi þar f. 24. 4, 1981. d. 19. 9. 1925 Bergsveinssonar, bónda í Urðarteigi við Beru- fjörð, Skúlasonar. og kona hans Jóhanna Matt- hildur, f. 25. 5. 1890, d. 4 . 4. 1972, Bjarnasonar, bónda á Kálfafeili í Suðursveit, Runólfssonar. Ingólfur er 4 ára þegar faðir hans ferst í sjóinn. Tveir bræður hans eru eldri.Bjarni um langt árabil bæjarstjóri á Norðfirði, við góðan orstír og Sigursveinn skipstjóri, í mörg ár á Hvalföngurun- um. nú á Tilkynningarskyldunni í Reykjavík, tvö yngri systkini Ingólfs eru Sigríður húsfrú og Þórður skrifstofustjóri bæði búsett á Norðfirði. Ung móðir verður fyrir þungu áfalli með 5 börn sín ung og engin auðlegð í garði. Það hefur mér verið sagt að þá hafi hún sýnt mikinn kjark og dugnað og brugðist við vandanum af mikilli sæmd. Hitt heyrði ég einnig að synirnir hefðu fljótt komið henni til hjálpar og lagt sig alla fram um að verða að sem mestu liði. og þau börnin öll eftir bestu getu. reyndar orðlagt dugnaðarfólk. Ingólfur er sjómaður frá frumbernsku. hann siglir öll stríðsárin með fisk til Bretlands. Er kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík frá 1947. í um hálfan fjórða áratug. Yfir sumarmán- uðina þegar honum var ætlað sumarfrí frá skólanum. sló hann ekki slöku við heldur hélt beint á sjóinn. var lengst af skipstjóri á fiskiskipum t.d. á Hvalföngurunum frá vori 1952 samfellt til lokadags. Orðlögð góð skvtta og traustur skip- stjórnarmaður. dáður og virtur af sinni skipshöfn. einnig útgerðarmönnum vegna hans trausta manndóms. dugnaðar og leikni í starfi. Sá er þetta ritar fór nokkrum sinnum í hvalveiðitúr með Ingólfi. þá komst ég að því hve mikið hann varvirturogdáður af skipsfélögunum. Þar um borð ríkti ánægja og glaðværð. í allri gleði var skipstjórinn einn af þeim kátustu og gerði sér engan mannamun. þar var engin yfirmanna remb- ingur í tísku. Ingólfur sagði mér oft að hvergi kynni hann lífinu betur en á sjó, hann var sjómaður af guðs náð. Veiðimennskan var honum í blóð borin. reyndar átti hann ekki langt að sækja þá hneigð. faðirinn varorðlagður veiðimaður. í ensku blaði fyrir allmörgum árum var þess getið. þar sem mynd fylgdi af Ingólfi við hvalabyss- una að hann ætti Evrópumet sem hvalaskytta. ef ekki meira ef að væri gáð. Mikið hefur hann veitt síðan og aldrei brugðist vertíð. íslensku hvala- skytturnar hafa frá því fyrsta reynst miklir veiði- og heppnismenn. Það vill þannig til að margir þeirra hafa ungir menn byrjað um borð hjá Ingólfi, jafnvel verið stýrimenn hjá honum og þar lært. Ég varð oft var við hve Ingólfur hafði góðan hug til þessara manna sinna allra og heita ósk í brjósti um að þeim mætti vel vegna. Eitt fannst mér athygli vert hjá Ingólfi hve hann var mikill dýravinur. Það leyndi sér ekki þegar hann kom í heimsókn í sveitina. Ég minnist þess i hve bágt hann átti með sð sjá mig aflífa hrossin. Hann sagði einu sinni þegar hann sá blóðið renna stríðum straumum. Þetta er nú það Ijótasta sem ég hefi séð. Mér varð á að hugsa, þetta er sjálf hvalaskyttan. Þá fékk ég sönnun fyrir því að veiðimennskan stafaði ekki af drápsfíkn, hcldur verðmætaöflun. Ég tók oft eftir því hve Ingólfur var rólegur og yfirvegaður þegar hann gekk að hvalabyssunni. þar var ekkert æði eða flaustur, reyndar setti hann sér þá reglu að hitta á þann stað að dýrið væri dauðskotið, þetta mun honum hafa tekist framar öllum vonum, rcyndar orð á haft. Nú var Ingólfur ákafur dugnaðar maður sem lét hlut sinn aldrei eftir liggja. Hann byrjaði sem skipstjóri með hinni orðlögðu flinku skyttu Krist- jáni Þorlákssyni, þeim drengskaparmanni. Þar mun hann hafa lært vel til verka og búiö að því síðar. Sjálfur byrjar hann að skjóta á Hval I, elsta og gangminnsta skipinu og vekur strax á sér athygli fyrir hve vel gengur. Síðar verður hann skipstjóri og skytta á Hval III, á Hval VI og nú seinni árin á Hval IX. Enginn einn maður mun eiga stærri hlut í aflaverðmætum sem að landi hefur borist að Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd en hvalveiðimaðurinn Ingólfur Þórðarson, hafa þó margir verið fengsælir. Á fjórða áratug hefur þessi heiðursmaður Ingólfur Þórðarson og fjölskylda hans verið okkar nánustu fjölskylduvinir. Upphaf þeirra kynna voru þau að við tókum Grétar son þeirra í sveit að Eystra-Miðfelli, við það varð samgangur mikill milli heimilana. Kona Ingólfs kom oft í svcitina til okkar með börn þeirra og hennar foreldrar einnig, og stóð við í lengri eða skemmri tíma eftir ástæðum. Þar var gott að sjá til hvalskipanna sigla Hvalfjörðinn og heyra til þeirra í talstöðinni. Svo var tiltölulega stutt leið á bryggjuna þar sem hægt var að hitta ástvinina, setn af hafi komu. Oft fór konan, reyndar og fleiri úr fjölskyldunni í veiðiferð með Ingólfi. Allt var þetta áhugavert líf, tilbreyting frá venjubundnu kaupstaðalífi, kom í stað sumarfrís. Sumarfrí hefur Ingólfur líklega aldrei tekið, á þann hátt sem almennt er. Kona Ingólfs var Guðrún Friðrikka f. 28. 2. 1921, d. 12. 6. 1979, Jónsdóttir Kjerúlf Guðmundssonar, hann lifir í hárri elii á Hrafnistu og hefur mikið misst, hugur okkar fullur samúðar leitar til hans á þessari stundu. Ingóflur var honum góður tengdasonur. Sambúð þeira hjóna var traust og á bjargi byggð, gagnkvæm ást og virðing samhugur um gott uppeldi barna, einstök árvekni fyrir farsæld og frama unga fólksins, sem veitti þeim ómælda gleði og hamingju, þau bjuggu við barnalán, börn

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.