Heimilistíminn - 03.04.1975, Síða 8
Þegar Lási
lest fór í veizlu
EINU sinni var litil lest, sem
hét Lási. Hann fór á hverjum
degi frá Litlabæ til Stóruborg-
ar og aftur til baka. Að visu
ekki á sunnudögum, þviþá átti
Lási frí. Pétur var lestarstjóri
og stjórnaði Lása.
Á lestarstöðinni í Litlabæ
átti Lási heima i eimreiðar-
húsinu, þar sem hann svaf og
fékk að borða. Hann borðaði
þó ekki venjulegan mat, held-
ur oliu, vatn og kol, eins og
lestir fá til að geta dregið alla
lestarvagnana á eftir sér.
Lása likaði vinnan reglulega
vel. Það var ekki mjög langt á
milli Litlabæjar og Stóruborg-
ar og á leiðinni ók hann gegn
um stóran, fallegan skóg. Þar
sungu fuglar í trjátoppunum,
hérar hoppuðu milli runnanna
og stundum sá Lási elgi og
birni, sem voru úti að ganga i
skóginum.
En þótt Lása líkaði vinnan
vel, kom fyrir að honum
fannst svolitið leiðinlegt að
draga alla þessa rauðu vagna
á sama sporinu dag eftir dag.
Frá Litlabæ til Stóruborgar og
frá Stóruborg til Litlabæjar.
Hann sá aldrei aðra lest og
hann gat aldrei numið staðar i
skóginum og spjallað við öll
dýrin, sem hann sá þar.
8
Það sem honum fannst
skemmtilegast, var þegar
börnin sem ferðuðust með
honum, fengu að koma fram i
eimvagninn og skoða hann.
Þar var mikið af gljáandi
handföngum og hnöppum og
þau fengu lika að gæjgast inn i
magann á Lása, þar sem Pét-
ur kynti upp með kolum.
Börnin máttu lika toga i snúru
og þá sagði Lási ,,Dudd-dudd”
með flautunni sinni uppi á
höfðinu.
Stundum spurðu börnin Pét-
ur hvar stýrið væri og þá hló
hann, þvi það er ekkert stýri i
lestum vegna þess að þær
renna á teinum og þegar
beygja er á teinunum, fylgir
lestin bara beygjunni.
En dag nokkurn gerðist dá-
litið skritið. Þegar Lási var
kominn um það bil hálfa leið
gegn um skóginn, kom hann
allt i einu auga á litla kaninu,
sem stóð á miðjum teinunum.
Pétur var einmitt að moka
kolum inn i magann á Lása til
að hann færi svolitið hraðar,
svo að hann sá ekki kaninuna.
Nú verð ég að hemla snögg-
lega, hugsaði Lási. Fyrst tók
hann í handfang, sem stráði
sandi á teinana undir hjólin til
að þau rynnu ekki og síðan
greip hann til hemlanna.
Það iskraði i Lása, síðan
kom þungur dynkur og öll lest-
in staðnæmdist með rykk.
— Lási minn, sagði Pétur,
sem datt á gólfið og lá þar
endilangur. Lási flautaði.
,,Dudd, dudd” og Pétur skreið
út að glugganum að framan-
verðu. Þar sá hann kaninuna
og sagði við Lása. — Þetta var
vel gert hjá þér, Lási. Þú
bjargaðir kaninunni. Stattu
kyrr andartak, meðan ég fer
aftur i og segi farþegunum, að
engin hætta sé á ferðum, það
hafi bara verið kanina á tein-
unum.
Þegar Pétur var farinn aft-
ur í, kom kaninan nær og Lási
sá, að hún hélt á blaði.
— Góðan daginn, sagði
Kaninan. — Ég heiti Kalli.
— Ég heiti Lási, svaraði Lási.
— Ég ætla að lesa svolitið
fyrir þig, sagði Kalli, — það er
heimboð.
— Heimboð? Hvað er nú
það? spurði Lási.
— Ég veit það ekki almenni-
Iega, sagði Kalli kanina, — en
ég skal lesa það sem stendur á
blaðinu, þá komumst við að
þvi. Svo las Kalli: Á sunnu-
daginn verður mikil veizla hjá
dýrunum i skóginum, Getur