Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 36

Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 36
— Prýðilega. Góða nótt. Gaybrielle beið f rammi. Hún virtist þreytt þegar hún kom á móti honum. — Góða nótt, Courtney og látið líta almennilega á sárið hið fyrsta. Læknirinn klappaði á öxl Nicks, þegar þau gengu út að bílnum. — Ef Maitland vill vita eitthvað, þá má hann hringja til mín. Nicholas leit á brosandi lækninn. — Einhver sér- stök ástæða? Læknirinn klóraði sér bak við eyrað með pipunni. — Það er aldrei að vita. Svona tilfelli geta verið vandasöm. — Já, svaraði Nicholas hugsandi. — Ég skal minnast þess. Góða nótt. — Góða nótt. 12. kafli. Maitlands brugðust við af rólyndi, þegar Nicholas og Gaybrielle komu heim til þeirra í lögreglubíl. Fran fór strax með Gaybrielle f ram í eldhús, lagaði handa henni boila af sterku tei, vel blönduðu með koníaki og eftirlét eiginmanni sínum að sjá um sjúklinginn. — Ég skal ganga frá þessu og svo geturðu sagt mér eftir á, hvað gerðist. Maitland stakk glasi í hönd Nicks. — Hvernig leið þér, þegar þú rakst höfuðið í? Svimaði þig? Leið yfir þig eða svoleiðis nokkuð? — Það var eins og það væri rif ið af mér. — Það þarf að sauma það. — Það sagði lögreglulæknirinn líka. Hann sagðist þekkja þig. Á sextugsaldri held ég. Sagði að þið lékjuð saman golf öðru hverju, en ég fékk ekki að vita hvað hann hét. Maitland hrukkaði ennið meðan hann einbeitti sér að verki sínu. — Rauðhærður með byrjandi skalfa? — Nei, þykkan, gráan makka. Svolítið yfirskegg og hann á stóran Jagúar. — Dickie Banks. Ágætis maður. Hvað sagði hann f leira? — Lítið. Minntist á að þú hringdir, ef þú þyrftir einhverjar upplýsingar. Maitland sagði ekkert í fyrstu. Hann var að leggja saman sárbrúnirnar. — Hvað heldurðu að hann hafi átt við? Nicholas yppti öxlum. — Þú veizt það líklega eins vel og ég. Fyrirgefðu. Hann brosti af svip vinar síns. — Vertu kyrr með hausinn, sagði Maitland hast- ur. — Geturðu ímyndað þér nokkra ástæðu fyrir þeirri athugasemd. Ég á við hvers vegna skyldi hann tel ja, að þetta væri ekki allt i lagi? — Veit ekki, ég hef aldrei verið ásakaður um ölv- un við akstur áður. Læknirinn héit höndunum kyrrum andartak og andaði þungt frá sér. — Var tekin áfengisprufa af þér? — Já. Alveg neikvæð. — Ertu viss? — Alveg. Ég verð venjulega ekki drukkinn af ein- um bjór og einum koniak. 36 Maitland lauk verkinu, þvoði sér um hendurnar og tók glas Nicks og bauð honum aftur. — Nei, takk. Þetta var nóg. Maitland kímdi. — Mér skilst að höfuðið á þér haf i tekið við öllu. En ég þarf glas. Hann hellti sér viský í glas og settist á stól gegnt Nick. — Jæja, út með söguna, en segðu sannleikann í þetta sinn. — Hvað þýðir það? — Þú skalt ekki búast við að ég gleypi þetta með ölvun við akstur hrátt. Að minnsta kosti ef Banks sagði að prufan væri neikvæð. Þá verður þú ekki ákærður. Hann hristi höfuðið. — En ég skil ekki, hvernig þú veizt það. — Hann sagði mér það. Maitland varð undrandi. — Nei, segðu mér ekki að hann hafi skýrt frá niðurstöðunni, meðan þú hlustaðir á hann? — Jú, það leit út f yrir að lögreglumaðurinn á vakt færi í taugarnar á honum og hann lokaði á honum munninum með þessu. Það var vel þess virði, býst ég við, jafnvel á kostnað reglusemi í starfi. Maitland japlaði á neðri vörinni. — Skrítinn fugl þessi Banks. Hann tæmdi glasið. — Jæja, við bíðum bara og sjáum til. Þetta endar líklega ekki með neinum ósköpum. — Varla, en þetta limgerði, sem....ég ók á, er víst umhverfis landareign sir Berwick Cockerill. Maitland studdi hönd undir kinn. — Þá máttu þakka fyrir að menn eru ekki lengur hengdir hér- lendis. — Hann er vístdálítið æstur, þegar um er að ræða óvarkárni í akstri? — Cockerill er sadisti og hann tekur þátt í þing- fundum í héraðinu á haustin. Ef málið kemur fyrir rétt mun hann grafa upp allar mögulegar lagaregl- ur, sem koma skaða á landareignum eitthvað við. Nicholas varð vandræðalegur. — Ég vissi ekki að hann ætti þessi tré. En það skiptir ekki máli. Það var ekki um annað að velja en trén eða okkur. — Ég þekki ágætis náunga. Best að hringja til hans á morgun og vita hvað hann segir. Cadell heit- ir hann. Hann getur kannske sett sig í samband við þig, ef hann getur hjálpað þér. Er það í lagi? Nicholas laut höfði. — Ágætt. En þetta höfuð- högg, Logie? Ég er svo þungur í höfðinu. Heldurðu að það hverfi ekki bráðum. Það var svolítill ótti í augum hans. — Býst við því. Þetta hefur verið allmikið högg. Maitland fór að ganga frá áhöldum sínum. — Ég held, að réttast væri að taka röntgenmynd, ef um einhver innri meiðsli væri að ræða. Hann forðaðist að mæta spyrjandi augnaráði Nicks. — Ég held, að ekki sé hætta á því, en allur er varinn góður. Ég skal útvega þér tíma í næstu viku, svo tökum við nokkrar fallegar myndir af innihaldinu í hausnum á þér. — Möyuleikarnir eru margir. Nicholas brosti og tók fram sígaretturnar sinar. — Mér hættir við óþarfa áhyggjum, en ég man eftir árangrinum síð- ast, þegar þú tókst myndir af mér. Það væri kald- hæðnislegt, ef slíkt endurtæki sig. Læknirinn leit upp. — Veit Gay það? — Já, skrítið. Það vill svo til, að ég sagði henni það í kvöld, rétt áður en áreksturinn varð. Allt, sem

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.