Heimilistíminn - 03.04.1975, Síða 24

Heimilistíminn - 03.04.1975, Síða 24
gengur áreiðanlega ágætlega! sagði ég hressilega. Þegar Madeleine frænka kom niður, klædd glæsilegum kvöldkjól og glitrandi af skartgripum, leit ég á þau'fil skiptis og var sannfærð um að allt færi eins og Rich- ard vonaði. Ég var heima morguninn eftir og bjóst við að Madeleine frænka hringdi og það gerði hún um tiuleytið. — Ég þarf að segja þér dálitið, Ann, sagði hún. — 0? sagði ég og fékk á tilfinninguna, að ég hefði upplifað þetta áður. — Það er um Richard. — Já? — Hugsaðu þér! t gærkvöldi sagðist hann vera að hætta hjá miðluninni! — Hann er kannski leiður á þvi? — Já,illilega. Ég held að hann geri rétt I að hætta. Ég hef lengi haft á tilfinning- unni, að hann vinni ekki starfið af lifi og 24 sál eins og áöur. Undanfarið hef ég þurft að ákveSa hvert við eigum að fara á kvöldin. — Hvað segirðu? var allt sem ég gat sagt. Nú var ég farin að búast við að þetta samtal yrði öðruvisi en ég hafði ætlað. — Já, það er leitt að sjá fólk missa lffs- gleðina svona ungt, en við þvi er ekkert að gera. Ég mun sakna hans. — Sakna hans? En góða frænka, hvað ertu að tala um? — Ég hitti hann ekki oftar, þegar hann er hættur hjá miðluninni, það segir sig sjálft. Að visu get ég boðið honum til kvöldverðar öðru hverju, en það verður ekki það sama. — Enhvaðsagðirðuþá viðhann? spurði ég hissa og hugsaði til þess hvað ég hafði verið viss um að allt færi á bezta veg. — Hvað átti ég að segja? Ég sagöi auð- vitað, að mér þætti leitt, að við hittumst ekki aftur og að ég óskaði honum alls góðs f framtfðinni. Hann var ósköp ágætur og ég var að byrja að vera hrifin af honum og varð auðvitað fyrir svolitlum vonbrigð- um. En ég hringdi i miðlunina i morgun og þar voru allir ósköp skilningsrikir. Ég sagði, að þau skyldu reyna að finna handa mér annan, og hafa hann svolitið yngri, þvi ég kærði mig ekki um að slita þeim út á nokkrum mánuðum... Madeleine frænka hló glaðlega f sim- ann. — Jæja, nú verð ég að hætta þessu, vina mfn, ég er að fara f gufubað. Þarf að ná af mér einu eða tveimur kilóum. Nýja buxnadragtin mfn er aðeins of þröng. Hafðu það gott! — Sömuleiðis, gat ég loks stunið upp, en húnheyrði ekki til min, var búin að leggja á. Þetta var nú það, en það versta var, að éghafði komið þessu öllu af stað. óskandi að ég hefði vitað þá, hvernig það endaði.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.