Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 33
Maðurinn þaut i simann og hringdi og svo
hringdi hann aftur og þá á sjúkrabil.
„Sjúkrabil?” sagði konan reið og hissa.
„Hvers vegna hringdirðu á sjúkrabil?”
„Mér var sagt að gera það,” svaraði maður-
inn.
„En ég get vel farið i venjulegum leigubil,”
sagði konan.
„Þeir vildu það heldur á spitalanum,” svar-
aði maðurinn.
„Ég fer ekki i neina sjúkrakörfu,” sagði kon-
an ákveðin.
„Hvers vegna ekki?” spurði maðurinn.
„Af þvi að ég er svo feit og körfurnar svo
mjóar,” sagði konan. „Ég stæði föst i henni.
Maðurinn skellti upp úr.
„Nú, þú hlærð,” sagði konan. „Ætli þú hlægir
jafnhátt, þegar þeir reyna að troða mér ofan i
körfuna og ég sit ar föst.”
Sjúkrabillinn kom með miklum hraða og
sjúkrakarfan var borin inn af tveim mönnum.
Þeir lögðu körfuna á borðstofugólfið.
„Upp i með þig,” sagði maðurinn.
„Ég kemst ekki ofan i hana!” kveinaði kon-
an.
Mennirnir brostu.
„Ég er svo feit!” sagði konan. „Ég er svo af-
skaplega feit.”
„O, við höfum nú flutt fleiri en yður, frú,”
sagði annar maðurinn. „Og marga feitari.
Þetta er nú allt að framan á yður, en sumir eru
feitir i allar áttir.”
Konunni kom það svo á óvart að heyra, að
fólk gæti verið feitt i allar áttir — i suöur, vest-
ur, austur og norður, að hún gafst upp og
skrönglaðist upp i sjúkrakörfuna.
Skritið en satt þó. Sjúkrakarfa, sem virðist
svo þröng að ofan er víð að neðan og þarna var
alveg nóg rúm fyrir konuna og litlu „lukkukúl-
una” hennar og mannsins.
Svo var sett teppi yfir hana og maðurinn
gerði sig liklegan til að elta konuna og sjúkra-
körfuna út.
„Gleymdu nú ekki lyklunum, maður,” sagði
konan og hann snéri við, sótti lyklana og litlu
töskuna, sem konan hafði raðað i öllu þvi, sem
hún taldi sig hafa mestu þörf á.
Konan var sett inn i sjúkrabilinn að aftan og
maðurinn settist inn við hliðina á henni. í
sjúkrabilnum voru litil sæti til hliðar, sem hægt
var að sitja á.
„Æ, æ og óó,” sagði hún, þegar hnykkti i, ef
ójöfnur voru á veginum, en maðurinn hélt i
hendina á henni og áður en varði voru þau
komin upp á spitala.
Maðurinn beið frammi, en konan var látin
hátta sig og spurð spjörunum úr áður en hún
fékk að eignast barnið sitt.
Það er vist alltaf gert, ef hægt er.
Þvi að litla stelpan var hún Lúsinda og litli
strákurinn, sem kom löngu seinna (það tekur
sinn tima að búa til börn og eiga þau), var hann
Dabbi, sem sagan heitir eftir.
Lúsinda litla lét sér nægja að drekka mjólk-
ina i brjóstinu hennar mömmu sinnar á meðan
hún var á spitalanum og hún var yfirleitt góð
og þæg eða svo sagði konan, sem gætti hennar
á nóttunni. Á spitalanum var nefnilega sérstök
kona, sem gerði ekkert nema hugsa um litlu
börnin alla nóttina. Hún skipti á þeim, sem
höfðu vætt rýjuna sina of mikið og gaf þeim
sykurvatn, sem héldu að þau væru alltaf svöng.
Það eru mörg börn, sem halda að þau fái ekki
nóg að drekka, þvi að litil börn — hér á ég við
smábörn — halda alltaf, að þau séu svöng, ef
þau finna einhvers staðar til. Þau eru sann-
færð um, að allt batni, ef þau fái eitthvað i
magann sinn.
Mamma fékk að hafa hana dálitla stund á
hverjum degi. Hún fékk hana inn til sin klukk-
an sex á morgnana, klukkan tiu fyrir hádegi,
klukkan tvö á daginn, klukkan sex á kvöldin og
klukkan tiu á kvöldin lika, rétt áður en allir
áttu að fara að hvila sig. Mamma hefði helzt
33