Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 37
ég vildi segja. Nicholas horfði á vin sinn yf ir eldinn á eldspýtunni. — Ég veit, að ég þarf ekki að biðja þig að styðja mig áf ram í því ef ni, Logie. — Mér kemur málið ekki við, en þú þekkir Fran. Hún er ákaflega hrifin af Gay og þú veizt hvernig konur eru. Þær tala. — Ég treysti því að þú sjáir um, að Fran þegi. Læknirinn klóraði sér bak við eyrað. — Ég skal gera mitt bezta. Samtímis sagði Fran frammi í eldhúsi: — Mér þykir óskaplega vænt um Nick, en samt kemur stundum f yrir, að mig langar mest til að höggva af honum hausinn. Gaybrielle brosti.— Hvers vegna? Fran setti upp uppgjafarsvip. — Ég veit ekki ná- kvæmlega hvers vegna. Má ég spyrja þig um dálítið mikilvægt? Þú þarft ekki að svara f rekar en þú vilt. Vingjarnlegt andlit Fran var vandræðalegt, en þeg- ar Gay kinkaði þegjandi kolli, flýtti hún sér að halda áf ram: — Ég hef verið að taka eftir Nick og Melissu undanfarið og....Hún beit á vörina. — Mig langar til að spyrja.... Gay lagði hönd sína yf ir hennar. — Ertu að velta fyrir þér, hvort Melissa sé dóttir hans? Fran beit fastar um neðri vörina. — Það er ófyrirgefanlegt, Gay. Gleymdu að ég spurði. Ég á ekkert með að reka nefið í persónuleg málefni þín. — Eru þau svona lík? Rödd Gaybrielle virtist óendanlega fjarlæg. Það sem hún sagði, minnti fremur á spurningu, en viðurkenningu á földum sannleika. — Mig fór að gruna margt, þegar Melissa fékk mislingana, en ég held, að engan annan gruni neitt. Það er eitthvað við hvernig hún hlær og svip- inn í augum hennar. Ég hrökk næstum við. Mér finnst þetta skrítið, af því hún er alveg eins og þú í útliti. — Ég veit það. Gaybrielle stóð upp og gekk hægt að vaskinum og skolaði bollann. — Stundum er þetta eins og högg í andlitið. Stundum veit ég löngu fyrirfram, hvað hún segir, áður en hún opnar munninn. Frán renndi sér niður af bekknum. — Þetta hljómar kennske undarlega, en þætti þér betra að geta talað um það? — Ef svo væri, er enginn, sem ég mundi tala við, nema þú, kæra Fran, en það er ekkert um að tala. Bara þessi sama gamla saga. Hún gretti sig svolít- ið. — Ég hef engar af sakanir, ekki einu sinni gagn- vart sjálfri mér. Ég var ekkert barn og gerði mér fulla grein fyrir hlutunum. Ég elskaði Nick og treysti honum og varð að gjalda fyrir það. Röddin varð beisk. — Barnið mitt fæddist með smánarblett lauslætisins. — Áttu í alvöru við að svoleiðis skipti máli nú á timum? Ég er að vísu ekki hlynnt samneyti fyrir giftinguna, en almáttugur, helmingurinn af börn- um, sem fæðast hér á landi eru lausaleiksbörn. Fætt fyrir tímann, þykir bara virðulegra. Fran hló lágt. — Það hafa ekki verið svo fáar sjö mánaða fneðgöngur síðan hlutirnir gerðust i aldingarðinum Eden. Eini munurinn á Melissu og öllum þessum börnum er sá, að mæður þeirra gripu fyrsta tæki- færið til að gera allt löglegt. Það þarf hugrekki til að gera eins og þú, Gay. Það þarf ekki annað en iita á þig til að vita, að þú hef ur haft óteljandi tækifæri til að tryggja Melissu, en þú hef ur staðið í þessu ein. Vaf alaust hef urðu haft þínar ástæður, en ég held að sú stærsta sé sú, að þú elskaðir Nick of mikið til að vilja nokkurn í hans stað. Er það ekki rétt hjá mér? Hún greip um herðar Gaybrielle. — Ég fékk tækifæri til að bæta úr öllu í kvöld. Fran glennti upp augun. — Áttu við...bað Nick þig að giftast sér? Ó, Gay, ég er svo glöð. Hún horfði á sviplaust andlitið, sem starði niður í gólf ið og hristi stífar herðarnar. — Þú sagðist elska hann. — Það var fyrir tíu árum, svaraði Gaybrielle tómlega. — Var það það sem þú vildir? Að heyra hann segj- ast vilja kvænast þér? Er einhver f ullnæging i því? Sársaukadrættir fóru um andlit Gaybrielle. — Nafnið, sem ég tók mér, var nafn móður minnar. Það hef ur ekki valdið neinum vaf a fyrr en núna. Ég ímyndaði mér, að ef ég giftist David, yrði Melissa öruggari. Á þessum aldri þarf nast stúlkubörn föður og David getur gert margt fyrir hana. — Spurningin er: Hvern ertu að tryggja? — Hvað áttu við? — Þig eða Melissu? spurði Fran opinskátt. Gaybrielle leit á hana, sneri sér snöggt við og leit niður í pott, sem kraumaði í á eldavélinni. — MMMM góð lykt. Er þetta hádegismaturinn á morgun? — Ég héltað þú færðist ekki undan beinum spurn- ingum. Gaybrielle yppti öxlum. — Þá þekkirðu mig ekki vel. Fran greip í hana aftur. — Heyrðu mig nú, Gay. Þessi David getur verið ágætur, en hann er ekki sá rétti fyrir þig. Ég held, að þú vitir það sjálf, en vilt ekki viðurkenna það. Ef kona elskar mann, er hún ekki lengi að gera sér grein fyrir því. — Það eru til ýmsar tegundir ástar. Gaybrielle fannst þessi athugasemd hlægilega lík því að Melissa hefði sagt það. — Já og þegar ástin notar höf uðið i stað hjartans, fljúga sannar tilfinningar út um gluggann. — Kannske vantreysti ég ástinni. — Vegna þessa með Nick, líklega, en samt hef- urðu þekkt David Glennister í mörg ár og aldrei fyrr dottið í hug að giftast honum? Ég býst við að hann hafi spurt þig áður? Gaybrielle svaraði þessu ekki, en þögnin var hinni nægilegt svar. — Segir það þér ekkert? Almáttugur, það liggur í augum uppi. Gay, kæra Gay, skilurðu ekki að þú ert bara að reyna að brynja þig fyrir þínum eigin veikleika? Þú ert hrædd við að treysta Nick, ef þú skyldir verða svikin aftur og ímyndar þér að besta meðalið sé að giftast öðrum. Hún greip andann á lofti. — Það gengur ekki Gay. Aldrei! Öryggi fæst ekki á kostnað hamingju. Gaybrielle skaut hökunni þrjóskulega fram. — Áttu við að þú teljir óheiðarlegt af mér að giftast David? — Já, það finnst mér. Framhald. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.