Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 13

Heimilistíminn - 03.04.1975, Page 13
-Ég er hamingju söm nútímakona — segír Alison Fiske, sem leikur Helen i sjónvarpinu Vi6 erum stödd á Knightsbridge i London, á litlu veitingahúsi um miðjan dag, þegar allt er að fyllast af gestum i hádegisverð. (Jti i horni situr kona viö borð. Þáð er Ali- son Fiske, sem við þekkjum betur sem Helen úr sjónvarpinu. Hún var ekki hrifin af að veita viðtal, en féllst þó á það með þvi skilyrði, að það yrði ekki tekið heima hjá henni og ekki með neinni fjölskyldumynd, og helzt sem fæstum myndum af henni sjálfri. Ekki mátti heldur mynda hana inni i veitinga- húsinu, þvi þá færi fólk að snúa sér við. Hins vegar mátti mynda hana á eftir, úti i Regent’s Park. Þessi afstaða Alison Fiske til blaðavið- tala er ekkert uppátæki af hennar hálfu til að vekja á sér athygli. Hún er einfaldlega hógvær og dálitið feimin og kærir sig ekk- ert um að fólk þekki hana á götu. Hana langar mest til að taka til fótanna, þegar einhver kemur og segir, að hún hljóti að vera Helen úr sjónvarpinu. — Ég reyni að forðast alla auglýsingu, segir hún. — Ég geng um með langa trefla og vef þeim um mig, svo að stund- um sé ég varla. En samt er ótrúlegt, hvað fólk þekkir mig. Einu sinni var ég með prjónahúfu niður að augum og trefillinn tvöfalt vafinn upp að augum, en þekktist þó. Eina bótin var að maðurinn sagði, að það gleddi sig. Heimaprjónuð metravara Löngu treflarnir eru hluti af Alison. Hún sveipar gjarna um sig ullarflikum, þótt hún gangi yfirleitt i bómull. En allt þarf að vera sitt og langt... Hún gengur yfirleitt i siðum kjólum og pilsum, sem þola að koma við eitt og ann- að. t þetta sinn var hún i flaksandi bóm- ullarklæðum, sem hún sagðist ekki hafa saumað sjálf, þvi hún gæti ekki saumað. Þetta var skósiður kjóll, með kápu úr sama efni utan yfir. Kjóllinn var einum of fleginn til að henta að vetrarlagi, en þá kom trefillinn i góðar þarfir. Innan undir var hún i háum, brúnum stigvélum og trefillinn var lika brúnn i þetta sinn. — Ég byrjaöi að prjóna hann, en mamma lauk við hann, sagði hún. Eðlileg og ómáluð Alison Fiske er ákaflega eðlileg og blátt áfram i útliti. Hún var jafn litið máluð og i sjónvarpinu, og einu skartgripirnir voru örmjór silfurhringur og mjó silfurkeöja um hálsinn. Hún kvaðst sjaldan ganga meö giftingarhringinn. Hárið er alveg eins og á Helen, þvertoppur og þykkt, dökkt og axlasitt. — Þetta er min venjulega hárgreiösla, segir hún. — Þegar ég lék Helen, vildi ég breyta eitthvað til, þvi ég vil helzt lita út eins og einhver önnur, þegar ég er að leika aðra. En leikstjórinn vildi að ég væri alveg eins og ég er. Hárið fékk þvi að vera svona, en fötin sem Helen klæddist heföi ég aldrei valið. Hún segir, að búningarsérfræðingurinn hafi þurft að fara ótal ferðir um London til 13

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.