Heimilistíminn - 10.04.1975, Síða 34

Heimilistíminn - 10.04.1975, Síða 34
það kjólnum. Mjaðmirnar voru eitthvað breið- ari líka, en maginn tók þó út yfir allt. Mamma kvartaði og kveinaði og pabbi brosti. Honum fannst mamma lita reglulega vel út svona. ,,Ég er eins og síldartunna að springja,” væidi mamma. „Segðu heldur eins og pylsa að springa,” sagði pabbi og brosti í barm sér. „Maginn á mér stendur beint út i loftið,” kjökraði mamma. „Hefur hann ekki gert það lengi?” spurði pabbi. „Jú,-ú,” svaraði mamma, þvi að þetta er al- veg rétt, sem pabbi sagði, en maginn á henni átti nú ekki að vera svona stór, þegar ekkert var i honum nema matur! Mamma reyndi að draga að sér andann og þá var maginn á henni flatur og finn. Svo þurfti mamma að anda aftur og maginn á henni varð stór og hvelfdur eins og himinhvolfið. „Ég verð að fá nýjan kjól,” sagði mamma. „Oft var þörf, en nú er nauðsyn og nauðsyn brýtur lög.” „Við höfum ekki efni á því,” sagði pabbi og það var nú það. Mamma varð að rekja upp alla saumana á fína og fallega kjólnum sínum og færa þá út. Hún varð að vikka kjólinn. Hún spretti og spretti og pressaði saumana og loksins var kjóllinn eins og nýr að sjá. Það er að segja efnið, þvi að þetta var ekki kjóll lengur. Mamma setti tituprjóna hér og þar og snéri sér fyrir framan spegilinn i baðherberg- inu. En, því miður var spegillinn ekki nægilega langur og ekki nægilega stór til að hún gæti séð sig alla i honum. Mamma prilaði upp á stól og svo þurfti titu- prjón hér og tituprjón þar, sem stungust i hana, þegar hún varð að spretta i irafári ofan af stólnum, ef Lúsinda grét. Loksins fór mamma að þræða. Hún þræddi og þræddi. „Þetta verður aldrei kjóll,” sagði hún mæðu- lega við pabba. „Ég er búin að vikka út brjóst- saumana og hliðarsaumana og baksaumana, en hann er eins og tjald samt.” ..Mér finnst þú alltaf jafnfalleg,” sagði pabbi og þar rataðist honum lokst rétt orð á munn. Mamma hélt áfram að þræða og máta, en nú söng hún og var glöð. Pabba fannst hún falleg, þó að hún væri með magann út i loftið og brjóstin í allar áttir. „Ég jafna mig, þegar ég hætti að hafa Lúsindu á brjósti,” sagði mamma við sjálfa sig. „Blessað barnið á að fá að njóta móður- mjólkurinnar eins lengi og unnt er. Það eru alltof margar konur, sem geta ekki gefið börn- unum sinum að drekka og þvi skildi ég þá kvarta, sem er svo heppin að mjólka eins og verðlaunabelja? ’ ’ Nú var kjóllinn til og hárið á mömmu lá i fin- um liðum um allt höfuðið. Litla stelpan hún Lúsinda hafði fengið skirnarkjól úr tjulli og blúndum með stórum bleikum borðum. Pabbi var í sparifötunum og kökurnar biðu i isskápn- um, en brauðterturnar í ofninum. Svo fóru þau út i bil öll þrjú. Pabbi, mamma og Lúsinda. Pabbi vissi ekki, að sá fjórði var í förinni. Hann Dabbi litli. Mamma vissi það ekki. Lúsinda vissi það ekki og presturinn, sem átti að skira Lúsindu litlu vissi það heldur ekki. Aðeins tveir vissu það. Maginn á mömmu og Dabbi, sem beið inni i maganum hennar. Inni hjá prestinum var svo fallegt á að líta. Hann hafði sett dúk á borðið og ofan á dúknum voru fallegir stjakar og i þeim stjökum voru hvit kerti. Á miðju borðinu var stór skál. Það var skírnarskál. Ég er nú anzi hrædd um, að kona prestsins hafi séð um alla skreytinguna í herberginu, en þó veit ég ekki. Prestar eru svo góðir menn, að það má vel vera, að þeir hjálpi konunum sinum alltaf og lagi lika til inni hjá ser. Mamma benti að minnsta kosti pabba á allt, þvi að pabbi vildi aldrei hjálpa henni neitt að ráði eftir að hún hætti að vinna i mjólkurbúðinni. Presturinn vildi tala við pabba og mömmu saman. Hann vildi fá að vita hvað litla barnið ætti að heita og hann hló, þegar hann heyrði, að hún ætti að heita Lúsinda af þvi að hún hefði alltaf verið kölluð „litla Lús”, þegar hún var innan i maganum á henni mömmu sinni. „Þið hefðuð þá skirt hann Lúsifer, ef þetta hefði orðið strákur,” sagði hann að gamni sinu. „Hvers vegna ekki?” spurði pabbi. „Lúsifer þýðir Ljósberi og hann var einn af englum Drottins. Ég geri ekki ráð fyrir þvi að börnin min verði betri en hann. Sumir gera þetta og aðrir hitt, hver um sitt.” Presturinn leit á pabba og svo skrifaði hann aðeins niður nafn, heimilisfang og fæðingardag foreldra. Mamma brosti til hans, þegar pabbi sá ekki til og presturinn brosti á móti. Hann skildi eins og mamma, að pabbi var aðeins Framhald 34

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.