Heimilistíminn - 10.04.1975, Side 36

Heimilistíminn - 10.04.1975, Side 36
hennar höföu nú verió takmarkaöar viö eitt skipti i viku, þegar dagarnir voru orðnir stuttir, en þau reyndu aö nýta þessa fáu tíma saman sem bezt og hlökkuðu mjög til aö hittast. Melissu datt aldrei í hug, aö þetta ágæta fyrirkomulag gæti ekki varað eilíf lega, en hann vissi betur og kveið þeim degi, að hún gat ekki lengur komiö til Pedlar's Fair. Þau Gaybrielle höföu ekki hitzt undanfarnar vikur, en hann minntisf ennþá öryggisleysisins í svip hennar, þegar hann kom út af skrifstofu Logie Maitland. Hann vissi að framkoma hans hafði ruglað hana í ríminu og samræður þeirra í bíl Gaybrielle slysa- kvöldið höfðu ekki verið nefndar síðan. — Hefurðu nokkurn tíma þekkt pabba minn, Cobby? Hann stífnaði. Þetta var í fyrsta sinn, sem Me- lissa hafði minnzt á þetta. — Nei, ég hef aldrei hitt hann, svaraði hann rólega. — En þú þekktir mömmu, áður en ég fæddist? Hún mætti rannsakandi augum hans. — Ég heyrði hana einu sinni segja Fran það. — Ertu hissa á því? — Nei, ekki beint. Heldurðu að þú vildir ekki_vera pabbi minn.....í staðinn f yrir David f rænda, nieina ég? Bænarrómurinn skar hann í hjartað. — Það verður betra fyrir þig að hafa David þegar til lengdar lætur. Einn góðan veðurdag langar mig til að fara aftur og maður með svona flökkueðli hæfir ekki sérlega vel sem pabbi. Melissa setti upp skelf ingarsvip. — Áttu...áttu við að þú farir héðan? Úr þessu húsi? Farir f rá mér og Candy og mömmu? — Væri það svo Ijótt af mér? sagði hann stríðnis- lega. — Bráðum, þegar þú og David og mamma þín hafa eignazt hús, geturðu haft Candy og folaldið hjá þér og verið með þeim á hverjum degi. Melissa velti þessu svolítið fyrir sér. — Mér þykir ósköp vænt um Candy, en ég vildi heldur sleppa því að sjá hana á hverjum degi ef ég fengi að koma til þín í staðinn, því....hönd hennar læddist inn í hans....mér þykir vænst um þig, næst á eftir mömmu. Ég hef þekkt hana lengur, skilurðu. Hún kyngdi. — Meira að segja vænna en um Candy og ég myndi vilja sjá af henni, ef þú færir ekki. Dökku augun vöknuðu. — Mundir þú ekki sakna okkar ef við færum burt? Ég mundi sakna þín hræðilega. — Þú mátt ekki hugsa svona, vina mín, sagði hann blíðlega. — Þú verður að læra að lifa Iff inu án þess að vera of mikið upp á aðra komin. — Ég vil ekki læra það. Ég vil ekki að þú farir. Aldrei! — Við fáum ekki allt sem við viljum í þessu lífi, vina mín. — Skrítið. Þetta sagði mamma einu sinni líka. — Það er rétt hjá henni. Forlögin geta verið duttl- ungaf ull. Melissa hrukkaði ennið. — Hvað eru forlög? — Venjulegast eitthvað gott. Við kennum yf irleitt forlögunum um, þegar eitthvað er ekki gott. — Hefur þú átt slæm forlög? — Það höfum við öll, Melissa. — Hvernig þá? Hvenær? Hann losnaði við að svara, því nú kom Chapman. — Hér er dýralæknirinn. Þau gengu saman út að hliðinu og heilsuðu honum. Hann tók töskuna sína úr aftursætinu og fylgdi Nicholas og Melissu að hest- húsinu. Öll voru þau svo upptekin af að tala um Candy, að þau tóku ekki eftir bláa bílnum, sem nam staðar í skjóli limgerðisins. Eftir nákvæma rann- sókn gaf dýralæknirinn Nicholas merki um að fylgja sér. — Vertu hérna hjá Candy, sagði Nicholas. — Við þurfum að sækja svolítið út í bíl. Chapman hallaði sér upp að jeppanum. — Það þýðir ekki, Nick. Hryssan er búin að vera. — En folaldið? — Við getum kannske bjargað því ef við verðum snarir i snúningum. Nicholassló höndinni í bílinn. — Það verður erf itt fyrir barnið. Hún tilbiður hestinn. Chapman laut höfði. — Folaldið snýr öf ugt og það er ekki hægt að bjarga hryssunni núna. Ég skal taka fram í og reyna að bjarga folaldinu. — Allt í lagi. Ég skal koma Melissu burtu. Bláklædd mannvera hljóp á eftir þeim að hest- húsdyrunum og ólýsanleg blíða breiddist yfir svip Gaybrielle, þegar hún sá dóttur sína krjúpa við hlið hryssunnar, sem lá endilöng á básnum. — Heyrðirðu það? spurði Nicholas án þess að heilsa fyrst. — Já, Melissa kemst ekki yfir það. Hann yppti öxlum. — Það eru fleiri smáhestar í heiminum. Ef við erum heppnir getum við bjargað folaldinu. Kaldlyndi hans fékk á hana. — Þessi hestur er Melissu allt, hvíslaði hún. — Ég hélt að þú skildir það. — Það geri ég. Þetta ætti að vera þér kærkomin lausn á vandamálum þínum. Þegar Candy er horf- in, þarf Melissa ekki að koma hingað framar. Það eru litlar líkur á að folaldið lifi, svo ennþá er von fyrir þig. Hann gekk næstum hranalega framhjá henni. — Farðu inn og bíddu með mömmu þinni, Melissa. Ég skal láta þig vita, þegar þið hnegið koma aftur. — Ég vil vera hjá Candy. Hún þarfnast min núna. Hann beygði sig til að reisa hana upp og blótaði, þegar hann rakst á vatnsf ötuna. — Gerðu eins og ég segi. Því lengur sem þú verður hér, þeim mun leng- ur þjáist Candy. Melissa horfði með sársauka á hryssuna, vafði síðan handleggjunum um hálsinn á þjáðri skepn- unni og kyssti hana á ennið. — Vertu ekki hrædd, elsku Candy, það verður allt í lagi. Cobby og Chap- man hugsa um þig og hjálpa þér. Barnið þitt fæðist, svo vertu bara róleg. Gaybrielle tók í handiegg henni og dró hana með sér, en karlmennirnir lutu yfir hryssuna. — Cobby! hrópaði Melissa úr dyrunum og leit stórum trúnaðartraustsaugum á Nicholas. — Mundu, að ef það verður strákur, á hann að heita Blue Skies, og ef það er stelpa þá Gay Enchant- ment, eins og mamma. — Ég skal muna það, sva: aói hann hásri röddu. 36

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.