Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 7
ökumennirnir fara i einu og öllu eftir merkjunum, sem þeim eru gefin í um- feröinni. eru aö störfum hjá Helsinki-lögreglunni, og þurfa þessir lögreglumenn aö gangast undir sérstaka þjálfun áöur en þeir hefja kennslustörf i Umferöarborg barnanna. Ekki er tilgangurinn meö þessari kennslu aö gera úr þessum börnum einhverja öku- fanta framtiöarinnar, heldur þvert á móti er veriö aö sýna börnunum, hvernig þau eiga aö koma fram i umferöinni á leiöinni til skólans og þegar þau eru úti aö leika sér. Umferöarborgin hefur þótt takast vel, vegna þess aö þangaö er gaman aö koma. Leikbrúöur gefa einkunnir, og þarna eru sýndar bæði kvikmyndir og litskugga- myndir. En þaö er lika alvara á feröum i þessari litluumferöarborg. Börnin fá ekki leyfi til þess aö aka bilunum fyrr en þeim hefur tekizt aö læra og svara á réttan hátt alls konar spurningum um umferöina og um- feröarreglurnar. Þau vinna til þess að fá að aka bíl Þegar aö þvi kemur aö börnin fá aö stýra bilunum, fá þau að gera þaö I um þaö bil 45 mlnútur i hvert sinn, sem þau koma I borgina sína. Hvert barn, sem þangað kemurá aö hafa fengiö aö aka aö minnsta kosti I tvær klukkustundir, áöur en þaö er útskrifaö. Þegar námskeiöinu er k>kiö geta börnin fengiö aö sækja um ökusklrteini, sem sýnir, hvaö þau hafa lært — þrátt fyrir þaö, aö þau fái ekki raunverulegt ökuskír- teini fyrr en þau ná 18 ára aldri. Eldri börnin fá tækifæri til þess aö stefna aö enn hærra marki. Þau geta fengiöaö veröa lögregluþjónar og aðstoöa við aöstjórna umferöinni I Umferöarborg barnanna. Þá fá þau merki eins og lög- reglan ber, og einnig hvítt belti. Umferðarskóli þessi i' Helsinki hefur þótt svo árangursrikur, aö stofnaðir hafa verið 11 aörir skólar viös vegar i landinu. 1 undirbúningi er aðfjölga skólunum enn til muna. Þfb. -----------------------^ Hér nema allir ökumennirnir staöar viö gatnamót. Þeir, sem til vinstri eru á myndinni, geta merki um, aö þeir ætli aö beygja.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.