Heimilistíminn - 03.05.1979, Page 24
vist enga ætfingja nema þessa frænku, sem
Katarina vann með. Hún yrði að sjá um þetta,
og að minnsta kosti mætti ekki leggja allt of
mikið á Katarinu sjálfa, og ekki meira en
nauðsyn krefði.
Og þetta varð eins og Ulla Lehnberg vildi
hafa það. Katarina sat milli hennar og Elsu á
fremsta bekk i kapellunni. Við hlið Elsu sat
Roland Ström, frændi Görans. Hann var eini
ættinginn, og hann liktist Elsu meira en Göran
hafði gert, dökkur og dökkeygður, en annars
var hann þó nokkuð likur Göran þrátt fyrir allt.
Hann þrýsti hönd Katarinu, og sagði nokkur
huggunarorð við hana, sem hún heyrði ekki
einu sinni, og það var meðaumkun i augnaráð-
inu. Já, þau hefðu tengst, ef ekki hefði farið
sem fór. Katarina sneri sér i átt til prestsins,
sem var að koma inn.
Eftir jarðarförina fannst frú Lehnberg, að
Katarina ætti að fara strax i friið sitt, en
Katarina vildi það ekki. — Ég verð að hafa
eitthvað fyrir stafni, mamma, sagði hún.
—Þú ert svo föl og horuð, sagði móðir hennar
kvartandi — Og i bankanum hittir þú frú
Axelsson á hverjum degi, og hún minnir þig á
það, sem gerzt hefur....
Katarinu langaði mest til þess að æpa að hún
vildi láta minna sig á, og að hún gæti ekki hætt
að hugsa um Göran um leið og jarðarförin væri
afstaðin. Hún hefði enn ekki gert sér grein fyrir
þvi, að hann væri i raun og veru horfinn, og
hana langaði heldur ekki til þess. Hún vildi
ekki tapa honum. Hún vildi það alls ekki.
En hún æpti ekki. Hún gerði bara eins og
henni var sagt að gera.
Þegar hún kom aftur i bankann var greini-
lvgt, að Elsa skildi nákvæmlega hvernig henni
var innanbrjósts.
— Auðvitað vil ég tala um Göran, sagði hún
rólega. — Mér liður auðvitað ekki eins og þér.
Ég lit á það sömu augum, en ég vona lika, að ég
eigi fljótlega eftir að ná sambandi við hann.
— Sambandi, sagði Katarina undrandi. —
Áttu við....?
— Já, ég á við i gegn um Roland, sagði Elsa
ákveðin. Roland er miðill. Katarina sökkti sér
niður i hugsanir sinar. Miðilsfundirnir, sem
hún hafði ekki viljað taka þátt i til þessa tóku
nú á sig aðra mynd i huga hennar. Gæti hún
kannski sjálf...? Hún fór að spyrja Elsu, hægt
og hægt, en hætti alltaf á milli. Hún vissi i
rauninni ekki um hvað, hún átti að spyrja, en
Elsa var fús að segja frá. Andúð Katarinu fór
24
dvinandi. Kannski, já ef til vill, en þó...
Þennan dag kom Roland af tilviljun rétt i
þann mund að þær voru að hætta að vinna, og
Elsa sagði honum, að hún hefði stungið upp á
þvi, að Katarina yrði með á næsta fundi. Ro-
land hvatti hana til þess.
— Já, sagði hann. — Þú syrgir Göran mikið,
Katarina, það skiljum við vel — en þú ættir
ekki að visa á bug þeim möguleika, að ná sam-
bandi við hann.
— Einhvern veginn er ég ekki viss um, nema
að það væri vanvirða, að — að ... Hún vissi ekki
hvað hún átti að segja. Nú myndi Roland
móðgast, og hún hafði ekki ætlað að móðga
hann. En Roland brosti, óvæntu breiðu brosi,
og sagði i alvarlegum og rólegum tóni:
— Miðilshæfileikar minir eru guðsgjöf,
Katarina. En þú verður auðvitað að fara eftir
eigin tilfinningum.
—Ég held bara, sagði Elsa óvenjulega mjúk-
rödduð, — að þetta gæti hjálpað þér, Katarina.
Eins og það hjálpaði mér, eftir nð Arvid dó.
Roland horfði enn á Katarinu og kinkaði
hægt kolli.
— Það er rétt, sagði hann. — Það er hjálp
þeim sem syrgja.
Katarina leit niður fyrir sig og kinkaði kolli
til samþykkis.
— Já, sagði hún hógværri röddu. Ég vil
gjarnan vera með.
— í kvöld þá, sagði Roland. — Viltu að við
komum og sækjum þig?
Katarina kom þó gangandi einsömul til Eslu,
vegna þess að hún vildi fá svolitið meiri tima
til þess að hugsa málið. Henni leið ekki sem
bezt, og hendur hennar voru iskaldar. Annað
slagið fékk hún hjartslátt og varð að nema
staðar og reyna að ná andanum aftur. Hún
vildi svo gjarnan, að hún gæti trúað á þetta, en
vissi þó ekki hvort hún þorði að gera það i raun
og veru. Göran, Göran — nei, hún ætlaði ekki
að hætta við þetta núna. Bæði Roland og Elsa
voru þarna, ættingjar Görans, og sæju þau
ekkert rangt i að reyna að ná sambandi við
hann handan grafarinnar... Elsa opnaði sjálf
dyrnar og brosti og bauð hana velkomna.
— Komdu inn fyrir — ég held meira að segja,
að þetta sé i fyrsta skipti, sem þú kemur i
heimsókn til min?
— Þú ert vist með stóra ibúð, sagði Katarina
til þess að segja eitthvað á meðan Elsa var að
hengja upp kápuna hennar og sagði:
— Já, hún er bæði stór og gamaldags — ég
Framhald