Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 20
— Látum hina látnu hvíla í friði/ vegna þess að við munum
ekki endurtaka voðaverkin.
Þannig hljóðar áletrun á minnismerki um nær 200 þúsund
fórnarlömb fyrstu atomsprengjunnar, sem varpað var í
heiminum, og sprakk 6. ágúst 1945 yfir japönsku borginni
Hiroshima.
Minnismerki þetta, sem var afhjúpað árið 1952, hefur að
geyma mörg bindi bókar, sem Japanir kalla Bók fortíðarinn-
ar. I bókinni eru nú rituð nöfn 93.595 manna og kvenna, sem
létu lífið vegna atomsprengjunnar. Á hverju ári bætast nöfn
við þennan lista. Þrjátfu og f jórum árum eftir þessa hörmu-
legu sprengju vita borgaryfirvöld ekki um næstum alla þá
sem létu lífið.
Þetta sérstæða og einfalda minnismerki
er ekki þaö eina I borginni, sem segir
ferðamönnum, að Hiroshima sé óvenjuleg
borg. Yfirvöldin hafa lagt mikiö fé i að
halda uppi heiðri hinna látnu og minna
unga fólkið á það, sem geröist þennan ör-
lagarika ágústmorgun árið 1945. I miö-
borg hinnar nýju Hiroshima er meðal
annars hinn stóri Friðargaröur, en þang-
aö koma tugþúsundir manna 6. ágúst ár
hvert til þess að biöja fyrir friði i heimin-
um. I öðrum enda garösins liggur hið
merkilega Friðarsafn, sem lokiö var við
árið 1960.
Já, segja má, að friöur sé mikið notað
orð i Hiroshima.
97% borgarinnar
lögð í rúst
Um það bil 97% allra bygginga i Hiro-
shima voru lagðar i rúst, þegar þessi
bandariska sprengja skók borgina, 16%
vegakerfisins skemmdist alvarlega og 78
brýr gjörónýttust. Allt svæðið innan
tveggja kilómetra frá þeim stað, þar sem
sprengjan sprakk, eyðilagðist, en 85%
þess var á svæðinu frá tveim i fimm kíló-
metrum frá staðnum.varð aö rústum og
ösku. Þar fyrir utan eyðilagðist um 60%
bygginga.
Þegar frá eru skilin minnismerkin, er
fátt eða ekkert, sem minnir fólk á striðið i
Hiroshima nútimans. Ibúatala borgarinn-
ar nú er um 860 þúsund, en var um 400
þúsund áriö 1945, en borgin nær nú yfir um
675 ferkilómetra svæði.
— Uppbyggingin gekk hægt fyrstu árin
eftir striðið, en fór að ganga hraöar árið
1949, þegar stjórnin setti svokölluð endur-
reisnarlög, segir formælandi Hiroshima-
borgar, Takeshi Araki, i viðtali við norsk-
an fréttamann nú fyrir nokkru. Araki
bendir einnig á, að þróun efnahagsmála i
Japan eftir strið hafi haft mikla þýðingu
fyrir hraða uppbyggingarinnar.
— Og svo má heldur ekki gleyma hin-
um hugrökku ibúum Hiroáhima, sem hafa
sýnt ótrúlegan vilja og unnið bug á öllum
erfiðleikum þessi ströngu ár, sem liðin
eru, heldur Araki áfram.
Atomvopnin ógna friðinum
Araki varð ekki vitni að hörmungunum,
sem fylgdu sprengingunni, þar sem hann
var i hinum keisaralega japanska her,
sem þá barðist á sunnanverðu Kyrrahafi.
— Þeir, sem lifðu striðið og einnig
hörmungarnar I Hiroshima, verða nú
færri með hverjum deginum sem llöur.
Þess vegna finnst okkur það vera skylda
okkar að fræöa unga fólkiö um skelfingar
striðsins og einnig um þau áhrif, sem
atomsprengjan hefur haft, segir Araki
með mikilli áherzlu. Nú koma alltaf
fulltrúar viðs vegar að úr Japan til Hiro-
20