Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 5
Billy hættur að drekka og
kominn með yfirvararskegg
klukkan fjögureðanær hálf fimm. Þá fer
hann i æfingabúninginn sinn Qg þau hjón
bregða sér saman Ut strax og hann er til-
biiinn.
— Þau skokka svo saman dálitla stund,
og borða svo það sem þau kalla Suður-
rfkja-kvöldverð — venjulega um kl. 6:45.
Forsetinn og fjölskyida hans eru hrifnust
af alls konar grænmeti og nýjum ávöxtum
en fá sér litið kjöt. Þau borða þó bæði fisk
og fugla þegar matreiðslumaðurinn
ákveður, að slikt skuli vera á borðum.
Aður en forsetinn fer Ut að hlaupa gerir
hann léttaren góðar likamsæfingar i 15
minútur. Hann er mjög áhugasamur um
tennis, eftir þvi sem Lukashlæknir segir:
— Þegar hannkom iHvita húsiðvar hann
góður tennisleikari, en honum fer stöðugt
fram. FrU Carter gat alls ekki leikiö
tennis, en forsetinn hefur kennthenni, og
nU er hún að verða nokkuð góð.
Eftir kvöldmat fer fjölskyldan oft i
keiluspil eða þá hUn fær sér sundsprett.
Nokkur kvöld I viku lætur hún sér þó
nægja að láta fara vel um sig fyrir framan
sjónvarpið eða við að horfa á einhverja
skemmtilega kvikmynd.
Lukash læknir segir að forsetinn megi
þakka góða heilsu þv! að honum sé ljóst
hvað heilbrigð sál i heilbrigðum likama
skiptir miklu máli. — Hann lætur sér
nægja að skilja vandamálin eftir á skrif-
stofunni og fara heim á kvöldin og njóta
samverunnar við fjölskylduna.
Þá hefur Lukash læknir einnig lýst þvi
hve þýðingarmikið það er, að hægt hefur
verið að draga Ur hjartslætti forsetans,
lækka hann úr 60 í 40 slög. Með þessu þarf
hjartað ekki að erfiða eins mikið þegar
það (Jælir blóðinu um likamann.
— Forsetinn er jafnnákvæmur varöandi
heilsufaF'sitt eins og allt annað og hann
ber ekki meðsér, að hann þjáist af nokkr-
um þeim sjúkdómi sem algengur er
meðal manna á hans aldri.
Sálfræðingar, sem önnuðust
Bill Carter, bróður Banda-
rikjaforseta, þegar hann var
lagður inn á drykkjumanna-
hæli fyrir nokkru, skipuðu
honum að reyna að setja sig
þar i spor bróður sins. 1 átta
vikur var hann á hælinu, og
var sagt, að reyna að imynda
sér, hvaða áhrif drykkju-
skapurinn og hræðilega fram-
koman gæti haft, ef hann væri
forseti.
Billy Carter var ! átta vikur á SjUkra-
húsisjóhersinsá Long Beach iKaliforntu.
Þegar hann kom þaðan út var hann hress
og skireygður liklega i' fyrsta sinn i þau
tnttugu ár, sem hann hefur drukkið I
óhófi. Hann hafði létzt um 11 pund og var
á alian hátt mun unglegri en áður en hann
er aðeins 41 árs gamall þótt enginn geti
trúað þvi. Hann fór sjálfviljugur á sjUkra-
hUsiðog þar hætti hann meira að segja að
revkja.
Það eina sem ekki hafði breytzt við-
dvölina á sjúkrahUsinu, var, að hann er
jafnhreinskilinn og gamansamur og hann
hefur verið. Hann sagðist vera endur-
reistur drykkjusjUklingur. — Það
erfiðasta við þetta var, þegar ég ákvað að
ég skyldi hætta að drekka. — Guð einn
veit, að þar með hafð' ég snUið baki við
einhverjum minum bezta vini — flösk-
unni. Ég er læknaður svo lengi sem ég fæ
mér ekki sopa og ég hef heitið þvi að fá
mér ekki i glas framar.
Vinir hans eru vissir um, að hann muni
reyna að standa við þetta heit sitt. —
Hann hefur mikið viljaþrek,segir einn af
fyrrverandi drykkjufélögum hans frá
Plains í Georgiu.
— Honum var orðið ljóst, að hann var
farinn aðverða bróður slnum til skamm-
ar og reyndar allri fjölskyldunni. Þetta
var þeim mun erfiðara fyrir alla vegna
þess að fólkinu þykir öllu mjög vænt um
hann.
Billy sem á sex börn fór á sjúkrahUsið
þar sem eru 189 s jUkrarúm — þar af milli
50 til 80 fyrir drykkjusjúklinga. — Fyrstu
dagarnir voru erfiðastir, segir hann. —
Ég hugsaði ekki um annað en að komast
heim aftur. Erfiðast var að ákveða, að
hætta alveg að drekka.
Mikil áherzla er lögð á það á þessu
sjúkrahUsi að fjölskyldan taki þátt I með-
ferð sjúklingsins. Þess vegna ræddi Cart-
er forseti nokkrum sinnum viö Billy og
vinir þeirra segja, að hann hafi reynt að
hvetja hann ogstyrkja. Sybil kona Billys,
yar i fjórar vikur á sjúkrahUsinu og sagt
er að hUn hafi tekið virkan þátt i fjöl-
skyldumeðferðinni þar.
Mikil áherzla er lögð á að bæta likam-
lega liðan drykkjusjUklinganna. Þeir
þurfa að hlaupa eða ganga að minnsta
kosti tvo kilómetra á degi hverjum. Billy
Carter segist hafa haft mikinn áhuga á
þessum lið lækningarinnar.
Undir lok meðferðarinnar, sem venju-
lega tekur sex til átta vikur eru sjUkling-
amir hvattir til þess að vera mikið Uti á
meðal fólks og þar sem mikiðer drukkið.
— Ég fór i veizlu, segir Billy og komst
að raun um, að það var næstum eins
skemmtilegt að fylgjast með hinum fylli-
byttunum eins og það hafði verið áður að
vera fullur sjálfur. Þfb
Billy Cartergengur ákveðnum skrefum út
af sjúkrahúsinu i Kalifornlu eftir að hafa
dvalizt þar i átta vikur I afvötnun og
endurhæfingu. Hann er viss um, að hann
hafi nú ráðið niðurlögum á drykkjusýk-
mni sem hefur hrjáð hann undanfarin ár.
Nú er hann grennri og hressari en hann
hefur lengi verið og búinn að safna yfir-
vararskeggi.
5