Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 13
og ætti að hugsa vel, áður en það fer að
úöa i sig aukabitunum. Hálfur grillaður
kjúklingur meðeinum skammti af frönsk-
um kartöflum og flaska af kóki gefur i
aðra hönd 765 hitaeiningar. Þá er sá, sem
þetta hefur borðaö langt kominn með dag-
skammtinn sinn. Ef þú hefðir gaman af að
borða brauö gætir þú fengið þér 12 þurrar
brauðsneiðar með sama hitaeiningainni-
haldi. Fáir myndu þó boröa svo margar
brauðsneiðar i einu, en hver slær hendinni
á móti kjúkling og frönskum!!!
Til samanburðar má svo geta þess, að
miðlungs málsverður með kartöflum,
grænmeti, kjöti eöa fiski er venjulega um
900 hitaeiningar, og venjulegur, fullkom-
inn morgunverður um 300 hitaeiningar.
Fljótt eykst þyngdin
Ef þú ert tiður gestur á veitingastöðum
og grillstöðum, eða þar sem seldar eru
pylsur og hamborgarar máttu búast við
aö þyngjast áður en varir. 500 umfram-
hitaeiningar á dag gefa af sér hálft kiló á
viku i þyngdaraukningu. Þess vegna ætt-
um viö öll að gæta okkar, þegar freisting-
arnar verða á vegi okkar, og hugleiða það
af alvöru, hvort við höfum „ráð á” likam-
lega að innbyröa allan þennan aukamat.
Ef við stæöumst freistingarnar i nokkrar
vikur myndu kilóin hverfa eins og dögg
fyrir sólu, svo fremi að við færum ekki að
heimsækja bakariin eða gotterisbúðirnar
i staðinn. Munið svo, að ef þið borðið ekki
hollan og góðan mat, fer ykkur fljótlega
að skorta öll nauðsynleg bætiefni, og það
er ekki betra en hvað annað.
Einhvern tima, þegar þú ert i ró og
næði, ættir þú að líta á eftirfarandi töflu
um hitaeiningar:
Hitaeiningar
ölflaska ca 305
Pylsa, 1 stk. (CA 50g) ca 140
Kartafla, 1 stk. (25 gr) ca 85
Hamborgari, 1 stk. ca 150
Franskar kartöflur, 100 g ca 255
Kartöfluflögur, 100 g 555
Kartöflumús, 100 g ca 95
Laukur, 100 g ca 110
Tómatsósa, 100 g ca 110
Sinnep, 100 g ca 85
Rækjusalat, 100 g ca 840
Pikklissósa, 100 g ca 70.
Pizza, meö kjöti 100 g ca 70'
Grillaður kjúklingur, 100 g ca 170
Grillaður kjúkiingur, ca 600 g ca 1020
Ef við svo berum saman nokkra holla ávexti:
Banani, 100 g 105
Epli, 100 g 51
Vinber, 100 g 71
Perur, 100 g 52
Appelsinur, 100 g 50
Klementínur/mandarínur 49
Hver veit nema þið hugleiöiö næst, þeg-
ar þið kaupið ykkur poka af kartöfluflög-
um eða þá kókflösku, hvort ekki væri
betra að sleppa þessu og fá sér þess I stað
eitthvaö sem bæði er hollara og inniheldur
færri hitaeiningar.
Þfb
Tjörn í
garðinn
og
blóm í
Fleiri og fleiri virðast
leggja fyrir sig garðyrkju
alls konar, ef dæma má af
þvi, hvað fólk fer fljótt að
laga lóðir i kringum ný-
byggð hús sin, bæði til sjáv-
ar og sveita. Hér áður fyrr
liðu oft ár, ef ekki áratugir
áður en menn fóru að huga
að lóðinni i kringum húsið.
Margir hafa löngun til þess að gera
eitthvað óvenjulegt eða frábrugðið á
lóðinni sinni, en venjulega er ekki um
margt að velja, þar sem lóðirnar eru
yfirleitt heldur litlar.Þaö verður þó æ
tiðara, að fólk fái sér litlar tjarnir eða
bolla úr plasti og setji niður einhvers
staðar á lóðinni.
Þessar plasttjarnir eða plastlaugar
hafa fengizt hér i' nokkrum stærðum,
og eru meira að segja framleiddar
hérlendis. Þótt teikningin, sem hér
fylgir með, sé ekki af einni slfkri laug,
gefur hún vel til kynna, að mikið lif og
fjör getur verið i kringum svonatjörn.
Liklegagetum viðþóekki reiknað með
að hafa I henni fiska, hvorki gullfiska
eins og tiðkast viöaerlendis né nokkra
aðra fiska. Þaö er tæpast von til þess
að við eigum eftir að sjá hér i pollum
úti i göröum gullfiska allt að 6 kg aö
þyngd, eins og viða má til dæmis sjá
austur i' Klna. Slika fiska sá ég þar i
tjörnum, og komu mennoggáfu þeim
brauð, eins og við gefum öndunum á
tjörninni i Reykjavik um helgar. En
hér er veðráttan heldur kaldari, og
ekki von til þess að gullfiskarnir lifðu
lengi, ekki einu sinni I polli úti i garði.
Umhverfi tjarnanna getur verið
mjög skemmtilegt. Þar má hlaða upp
steinhæðir, eða búa til hóla úr mold-
inni, sem mokað hefur verið upp und-
an plastlauginni sjáifri, áður en hún
hefur verið sett niður i jörðina. Þegar
búiðer að koma tjörninni vel fyrir ætt-
uð þið að bregða ykkur Ut fyrir bæinn
og leita þar að náttUrulegum gróðri,
sem lifir viö vötn eða tjarnir, og færa
hann heim með ykkur og setja niður i
kringum heimatjörnina ykkar.
Sumir vilja leyfa börnunum að njota
tjarnarinnar, og þá þýðir lfklega ekki
að vera með mikinn gróður að m innsta
kosti ekki allt i kring um hana, þar
sem ekki er hægt annað en að reikna
með að börnin troði hann niöur að ein-
hverju eða öliu leyti, þegar þau eru að
fara niöur i' eða upp Ur tjörninni.
Litið nú út i garöinn, og gáiö að þvi,
hvort ekki er einhvers staðar rúm fyr-
ir tjörn, steinbeð eða hól við hana og
hefjizt svo handa um að bylta jörðinni
og færa til plöntur i samræmi við
þetta.og áður en varir veröið þiö bU-
in að eignast ykkar eigin (jörn. fb.
13