Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 3
ALvitur. , svaerbrélum Kæri Alvitur, Það hvlla miklar áhyggjur á mér núna, Ég hef aö vi'su reynt aö ráða bóta á vandamálinu sjálf, en ekki tek- izt. Þannig er mál meö vexti, að ég er voða hrifin af strák, en hann ekki af mér. Ég hringi i hann svona 5 sinnum á dag, en hann vill ekki tala við mig. Hann bara skellir á eða er upptekinn. Svo er mamma hans farin að svara I simann, og segir mér , að hætta að hringja, en ég bara get það ekki. Ég vaki allan sólarhringinn ót af þessu og er meö mikla bauga og mamma heldur að ég sé með ein- hverja eilifðarflensu, sem ég er að vfsu með. Hvað á ég aögera? Fara ót að skjóta mig? Hvar fæst byssa? En ég vil helzt ekki skjóta mig! Geturðu ekki Alvitur góður ráöið fram ór þessu fyrir mig. Með von um að ruslafatan sé ekki svöng, þakka ég fyrir birtinguna, fyr- irfram. Jóga Þetta er svo sannarlega mikil flensa, sem þú þjáist af Jóga sæl. Ég held að það bezta, sem þú geröir, væri að fara út og fá þér heilsubótargöngu, hvort sem er i sólskini eöa rigningu. Kannski væri betra að hafa það rign- ingu, þar sem vel gæti veriö, að þessi vitleysa þvægist þá af þér um leið og þú vöknaðir. HefúrþúhugsaðUt I hvað þaðkostar mikla peninga að hringja fimm sinn- um á dag i' einhverja stráktltlu? Ekki innan við hundrað krónur, þar sem hvert símtal kostar nd um 17 kr. fyrir utansöluskatt. Aumingja mamma þin, að þurfa að standa straum af þessum kostnaöi. Ogsvo allur tlminn, sem fer I að svara þér á hinum enda linunnar. Égheld ég myndi senda á þig lögregl- una, ef ég væri mamma stráksins. Svona vitleysa veröur að taka enda og það strax. Mundu mig um það aö finna nU eitthvert verðugra áhugamál til þess að sóa tima þinum i framvegis. Háttvirti Alvitur! Hvar getur maður lært þau stjörnu- visindi, sem notuð eru til þess aö spá fyrir fólki? Hvernig fer maður aö þvi að verða Alvitur? Hver er óskalitur krabbans? Meðfyrirfram þökk, Krabbi. Stjörnuvi'sindi lærir maður við stöku erlenda háskóla, en minniháttarvis- indi gætir þU eflaust tileinkað þér meö þvi aö kaupa bækur um þessi efni. Þær fást án efa i flestum þeim bókaverzl- unum I Reykjavik, sem eitthvert úrval hafa af erlendum bókum. Hringdu bara eða skrifaðu og spyrztu fyrir um þetta þar. Það er ekki öllum gefið aö verða Al- vitrir, og aðeins á fárra færi. Það er ekki hægt aö verða það, það er ekki áunnið heldur aö mestu meðfæddur hæfileiki, sem aðeins örfáir menn i heiminum bUa yfir!!! Krabbalitirnir eru grænn og grár. Hæ Alvitur, Ég á við vandamál að striða eins og flestir aörir, sem skrifaþér. Mitt vandamáler það, aö ég er ógur- lega loðin á fótleggjunum, eða yfirleitt á öllum kroppnum. Þetta er ferlega leiðinlegt, ég er nefnilega svo mikiö fyrirað fara I sund og liggja I sólbaði, og þá ber svo mikið á þessu. Veiztu um eitthvert krem, eöa eitthvaö annað sem nota má við þessu? Loöinkroppur. Nú lízt mér ekki á blikuna ÞU verður að bregða þér i apótek eða i snyrti- vöruverzlun til þess að spyrjast fyrir um krem sem nota mætti til þess að eyða hárum. Þaö er ómögulegt fyrir Alvitur að ráðleggja eitthvert eitt krem fr emur en annaö. Það yrði litið á slikt sem auglýsingu. En svo er það annað. Ef þú liggur mikiðútilsól, oggengur kannski mikið berfætt Uti á sumrin máttu búast við þvi að hárvöxturinn aukist á fótleggj- unum. Þtta er fullkomlega eðlilegt. Ef svo hárvöxturinn er óeðlilega mikill um allan llkama þinn, þá held ég þU ættir nú að leita læknis, þar sem eitthvað getur verið við hormónastarf- semina hjá þér að athuga. Samt held ég nú varla, að þetta geti veriö svo alvarlegt, eða hvað? Meðal efnis í þessu blaði: Carterbræðurnir lita vel út........ bls 4 Dæmdur í þrælkunarvinnu í Sovét.... bls. 6 Vorharðindi......................... bls. 8 Rod Stewart......................... bls. 11 Pylsur, kjúklingar og fleira og hitaeiningar........................ bls. 12 Tjörn í garðinum og blóm í kring... bls. 13 Ku Klux Klan........................ bls. 14 Næturdrottningin.............. Nægtahornið útsaumað.......... Bananan með brauði, isog í kremi.... Ostur — einn/ tveir þrir...... Hiroshima—Friðarborgin........ Sögðu fyrir um flugslysið..... Þú getur öðlazt viljastyrk.... Tanoram-púsluspil............. ■■ i ————✓ bls. 15 bls. 16 bls. 18 bls. 19 bls. 20 bls. 26 bls. 27 bls. 36 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.