Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 16
SESBl
Hvernig skyldi ungu
hjónunum hafa farnazt, sem
hittust fyrir tilstilli flösku-
skeytis, sem var skrifað, sent
og móttekið árið 1955?
Hvernig leið þeim, eftir að
rómantikin og hávaðinn i
kringum brúðkaupið voru
orðin að engu?
— Alveg ágætlega, segir Ake Wiking,
sem nií er rilmlega fertugur og á heima i
Istrum i Vastérgötland I Svlþjóö. Hann
var sjómaður, en hætti sjómennskunni
vegna ástarinnar og gerðist þess I staö
miírari.
— Skinandi vel, segir Paulina eiginkona
hans hlæjandi. HUn er fimm árum yngri
en maðurhennar,fædd I Puzzo I Syrakusu
á Sikiley. — Ég hef haft mikið samband
Þetta er flaskan með gamla flöskuskeyt-
inu.
við fjölskylduna mlna á Itallu, vegna þess
að mér þykir mjög vænt um skyldmenni
mín.
Núeruliðnir nær tveir áratugir frá þvl
þau giftu sig. Allir, sem vettlingi gátu
valdið i Syrakusu, reyndu að komast sem
næst til þess að geta fylgzt með brUÖ-
kaupinu... eða þá til þess að geta náð
blómi Ur brúöarvendinum, eða smástykki
úr brUðarslörinu, en hvort tveggja er taliö
hamingjumerki þar um slóöir.
NU eiga þau Áke og Paulina tvær dætur,
Brittu, sem er tvitug og vinnur á heilsu-
hæli skammt frá heimili forddra sinna,
og Sabinu, þremur árum yngri, sem
vinnur I sumarleyfunum slnum hjá gull-
smiði á Skara.
A bezta stað i stofúnni stendur
FLASKAN. Þetta er belgisk mjólkur-
flaska ogbréfiö erenn i henni. Það er svo-
litiö fariðaðgulna, endalangt um liöið frá
þvi það var skrifaö og sent. Ake haföi
kastað flöskunni i Miðjaröarhafið
nokkurn veginn miðja vegu milli
Mallorca og Sardiniu. Flaskan fór svo
langan veg allt i Syrakusu og þar skolaði
sjórinn henni upp á ströndina einn
fallegan vordag.
Þetta er eiginlega sannkölluö sólar-
saga, en i upphafikomu þó dimmir dagar,
fullir efasemda og tárvotir.
Svona byrjaði þetta:
Þegar Ake var ungur maður ákvað
hann aö reyna að fá svolitið loft undir
vængina, sjá sig um I heiminum og reyna
eitthvað nýtt, og þess vegna fór hann á
sjóinn.
Honum fannst helzt til þröngt um sig
heima I Istrum, á býlinu, þar sem
skógurinn var aUt I kring. Foreldrar hans
og tvær systur veifuðu honum að skilnaði,
og svo liðu nokkur ár. Dag nokkurn datt
ungu sjómönnunum um borð I skipinu i
hug að gera eitthvaö tU tilbreytingar:
— Við köstum flöskuskeytum I
Miðjarðarhafið, ogsjáum svohvaö gerist.
Fræinu haföi veriö sáð hjá Ake. Hann
gat ekki hætt aö hugsa um þetta, og ef til
vUl kæmist hann nú I samband við ein-
hvern, sem hann gæti skrifazt á við I
framandi landi:
— A nokkrum dögum kastaöi ég sex
flöskum I sjóinn.
— Sex? segir nú Paulina undrandi.
— Já, en það kom ekki svar nema frá
SikUey.
í Syrakusu bjó Silvestrio Puzzo, verk-
stjórii ávaxtaniðursuðuverksmiðju, kona
hans og tólf börn, sex stúlkur og sex
drengir. Dag einn var Silvestrio úti að
veiöa sér til skemmtunar, þegar hann
rakst allt i einu á FLÖSKUNA.
Það var eitthvað I flöskunni. Flösku-
skeyti’.
Hann skildi nógu mikiö til þess að vita,
aðbréfiö var skrifað á ensku. Kallað var I
prestinn, þegar hann kom heim, og hann
fenginn til þess að þýða skeytið. Þar stóð
að sænskur sjómaður óskaði eftir að
komast I bréfasamband við stúlku á
aldrinum 16 tU 20 ára. Paulina var enn
ekki nema 15.....
Faöirinn skrifaði nú bréf fyrir eldri
dóttur slna, og einnig skrifaöi frænka
hans. Paulina hlær:
— ömmu fannst, að mynd, sem hún bar
alltaf með sér af mér, yröi að fara með
bréfunum. Þess vegna var þriöja bréfiö
skrifað . AUt var þetta sett I ábyrgöar-
póst, svona tU öryggis.
Þegar svo ábyrgðarbréfin komu var
Ake alls ekki viss um, hvort hann ætti að
taka við þeim. Hann óttaöist, að nú væri
veriö aö kalla sig I herinn!
—Ég ætlaði að fára strax á sjóinn aftur,
segir hann. — En ég ákvað að taka bféfiö,
og sem betur fer, get ég vlst sagt I dag’.
Hann svaraði öllum þremur bréfunum
frá SikUey, en Paulina var sú eina, sem
skrifaði honum aftur.....
Arið 1957 hittustu þau 1 fyrsta skipti.
Bréfaskiptin höföu farið fram með aðstoö
fólks, sem gat skrifað ensku.
— Það var tekið óskaplega vel á móti
mér, þegarégsteigúrlestinni I Syrakusu,
segir Ake. Ekki kom til greina annað en
ég byggi heima hjá þessari fjölmennu
fjölskyldu, þrátt fyrir það, að þar væru
ekki nema tvö herbergi og eldhús. Svo
stífar voru þó siðareglurnar, að Paulina
varð að sofa i öðru húsi þessar nætur, hjá
ættingjum, sem bjuggu I sömu götu.
Þaö kemur glampi I augu Paulinu,
þegar hún hugsar til baka.
— Mikið var hann Ake fallegur, sann-
16