Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 8
Nýjasta stjarna Hollywood
fær ekki nema einn dollar i
Iaun á viku. Henni hefur
einnig verið fyrirskipað að
búa um rúmið sitt, og fata-
skápurinn hennar er svo
sannarlega ekki að springa
utan af nýtizkulegum fötum,
eins og yfirleitt gerist um
fataskápa stórstjarnanna.
Hún kvartar þó ekki — vegna
þess að hún er ekki nema sex
ára gömul
Sara litla Stimson var valin úr hópi
fimm þúsund litilla stúlkna viðs vegar að
úr Bandarikjunum til þess að fara með
alaðhlutverkið I endurtöku hinnar merki-
legu myndar frá 1934, Little Miss Marker,
sem var upphafið aö frægöarferli Shirley
Temple, sem upp frá þeim degi var
dáðastabarnastjarna kvikmyndanna fyrr
og siðar.
Vel getur verið, aö þessi nýja mynd eigi
eftir aö færa Söru sams konar frægð.
Stjörnurnar Walter Matthau— Julie
Andrews, Tony Curtis og Bob Newhart
leika með Söru I kvikmyndinni. Sara er
frá smáþorpinu Helotes i Texas, en ibúa-
tala þorpsins, ef þorp skyldi kalla er að-
eins 25 manns. Hún haföi aldrei ieikið
áöur, þegar hún var valin til þess að leika
1 þessari kvikmynd.
Eftir fyrstu daga kvikmyndatökunnar
sagði móðir hennar, frú Dana Floyd: —
Mér finnst henni ganga bara vel. Hún er
ekki farin að segja neitt I myndinni ennþá,
en þegar hún þurfti að gera það I prófun-
inni, tókst það ágætlega.
Ekki hefur verið látiö uppskátt, hversu
mikil laun Söru veröa fyrir leikinn, en
móðir hennar gætir þess vandlega að
henni sé ekki spillt með eftirlæti.
— Sara hefur ekkert vit á peningum,
segir hún. — Hún fær einn dollar i vasa-
peninga á viku, ef hún stendur sig vel í
skólanum.
Hvort sem Sara á eftir að verða fræg
fyrir leik sinn i þessari mynd eöa ekki, þá
er enn sem komið er enginn greinarmun-
ur gerður á henni og átta ára bróður
hennar Bobby, né heldur þirggja ára
bróðurnum Breland. Hún verður aö búa
sjálf um rúmið sitt, og vera komin I rúmið
klukkan átta á hverju kvöldi.
En það er sitthvaö gott sem fylgir þvf
að vera frægur... eins og t.d. það að eiga
Walter Matthau að vini.
— Hann er sllk ágætismanneskja, og
sérstaklega er hann góður við börn. Hann
hefur náð góöum tökum á Söru,og þeim
kemur mjög vel saman, segir frú Floyd,
sem er skilinn við mann sinn, föður Söru.
— Við skemmtum okkur mjög vel I
sambandi viö kvikmyndatökuna. Þetta er
hreinasta ævintýri fyrir hana, enda er hún
ekki nema sex ára. Hún hefur svo gaman
af að ýta á alla hnappana I lyftunum,
þegar hún er að fara i upptökusalinn.
Hversu ungar eða gamlar sem stúlkur
8