Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 21
Fæðing Bítlanna
ný kvikmynd í uppsiglingu
Nú fer aö styttast i aö menn fái aö
horfa á sögu Bitlanna á hvita tjaldinu.
Veriö er aö ljúka gerö myndar um þá,
og lýsir hún lifi þeirra allt frá fátækt til
rikidæmis. Kvikmyndin heitir The
Birth of The Beatles.
Kvikmyndin hefur veriö tekin i Liver-
pool og Hamborg, og i vetur veröur
hún frumsýnd viöa um heim samtimis.
Sjálfir hafa Bltlarnir komið fram i
kvikmyndum um sjálfa sig, en þessi
mynd veröur sú fyrsta, sem segir
söguna um þaö hvernig frægasta
„popp-grúppa” heimsins komst upp á
stjörnuhimininn hægt og sigandi.
Framleiðandi The Birth of The
Beatles er Dick Clark, sem er einn
þekktasti kvikmyndaframleiöandi
fyrir sjónvarp I Bandarikjunum og
hefur sérstaklega vakib athygli fyrir
popp-þætti þá, sem hann hefur gert
fyrir sjónvarp.
1 þáttum sinum i bandarisku
sjónvarpi kynnti Clark marga popp-
listamenn, og eiga þeir ófáir honum
mikið aö þakk. Hann litur sjálfur
þannig á, að popp-stjarna, sem aldrei
hefur komiö fram i þáttum hans, geti
ekki verið þess viröi, aö um hana sé
talaö. En þó eru undantekningar frá
þessar reglu, þarsem hann fékk aldrei
i þætti sina Bitlana né heldur Elvis
Presley, og enginn getur neitaö þvi, aö
þeir urðu allir miklar stjörnur.
Clark hefur nú gert kvikmynd um
Elvis, og ber hún aöeins nafn
stjörnunnar. Og nú hefur hann sem
sagt einnig gert mynd um Bitlana, þótt
hvorki þeir né Elvis hafi viljaö ver I
þáttum hans i sjónvarpinu.
Hér sjáiö þiö Ray Ashcroft (Ringo),
John Altman (George), Rod Culbert-
son (Paul) og Stephen Mackenna
(John).
Kvikmyndin um Bitlana hefst áriö
1961, þegar þeir komu fyrst fram i
Hamborg. Þar kemur vel i ljós, hvilik
áhrif óvenjuleg, fjörleg og skritin
framkoma Bitlanna haföi á Þjóðverja.
Siðan fjallar myndin um það, hve erf-
iðlega Bitlunum gekk i byrjun, en
hvernig vinsældir þeirra jukust smátt
og smátt. Svo fóru þeir aö syngja og
leika inn á plötur og frægöin varð aö
veruleika.
Myndinni lýkur þegar komið er fram
á áriö 1964 og Bitlarnir fóru i fyrsta
sinn til Bandarikjanna, þar sem þeim
var mjög vel tekið.
1 myndinni fer Stephen Mackenna
með hlutverk John Lennons, John
Altman er George Harrison, Ray
Ashcroft er Ringo Starr og Rod
Culbertson leikur Paui McCartney.
Leikararnir eru ekkert sérlega likir
hinum raunverulegu Bitlum, en þeir
hafa hins vegar lagt sig alla fram um
að likjast þeim i töktum og
hreyfingum. Leikarar þessir eru ekki
miklir hljómlistarmenn, svo hljóm-
sveitin Rain hefur ver ð fengin til þess
að annars tónlistina.
Alls veröa flutt 24 lög i myndinni, og
liklega verður sett á markaðinn plata
með þessum lögum.