Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 26
Bernhard Stokke 33 STROKUDRENGIRNIR Þýðing: SIGURÐUR GUNNARSSON hann reyndi að vera bjartsýnn og vona hið bezta. Og til allrar hamingju tókst Halla að lokum að komast heill á húfi úr þessari miklu þrek- raun — út úr göngunum. En auðvitað var hann mjög illa á sig kominn, blautur, þreyttur og þjakaður. Eins og nærri má geta, varð mikill fagnaðar- fundur með drengjunum. Þeir voru báðir á lifi og höfðu fundizt á ný, — þessir ungu strokupilt- ar, sem ætluðu yfir heiðina háu. Þeir föðmuðu hvor annan að sér, og grétu og hlógu á vixl. En svo sagði þreytan brátt til sin. Þeir sett- ust á þúfu, neðan við jökulinn, og litu hvor til annars. tJtlit þeirrá beggja var, vægast sagt, ömurlegt, og þá ekki sizt Halla, eftir alla þessa hrakninga.... Þeir ræddu nokkra stund um að- stöðu sina og ástand, og reyndu að vera bjart- sýnir, þrátt fyrir allt. En kuldinn sótti fljótt að þeim, svo blautir sem þeir voru og hátt upp til fjalla, og þvi ekki um annað að ræða en að leggja sem fyrst af stað, til að halda á sér hita. Er drengirnir komu nokkuð niður i hliðarnar hinum megin, sáu þeir loksins það, sem þeir höfðu svo lengi þráð, og Halli oft gefið Villa fyrirheit um. Þeir sáu vinalegt sel, á grænum bala, — hvitan glugga á rauðu þili, glugga, sem brosti hlýlega til hinna hröktu og þrey ttu ferða- langa. Kona nokkur var úti, við litinn læk hjá selinu, og þvoði mjólkurilát. Drengirnir gengu til hennar, heilsuðu kurteislega og sögðu henni hrakningasögu sina. Og þarna, — á þessum hrjúfu slóðum háfjall- anna, — fundu drengirnir það bezta, sem hugs- azt getur á þessari jörð, — þeir fundu kærleiks- rikt hjarta, hjálpfúsa, kærleiksrika konu, sem bætti i bili úr öllum þeirra erfiðleikum, — gaf þeim góðan mat að borða, visaði þeim á hlý rúm, til að sofa og hvilast, og þvoði og þurrkaði 26 fötin þeirra. Já, er nokkuð til, sem jafnast á við kærleiks- rikt hjarta? 14. kafli. V ör uf lutninga lestin „Hér er hvergi járnbraut”, sagði Villi von- svikinn. Drengirnir námu staðar við breiða og vatnsmikla á. Þeir voru bæði sárþreyttir og svangir eftir langa og erfiða göngu, allan dag- inn. Það var sem árniðurinn seiddi þá til sin og slævði vitund þeirra, svo að Halli var hræddur um, að Villi kynni að detta út í vatnið, þegar hann horfði á iðukast árinnár og yfir á hinn bakkann. Nú voru þeir loksins komnir niður i dalinn, sem Halli hafði talað um, en hér var allt þakið skógi, hvert sem litið var. — Þá benti Halli allt i einu yfir i hina hlið dalsins. Hvitur reykur kom þar i ljós ofan við trjátoppana, likt og þar væru stórir ullarhnoðrar. Það fór ekki á milli mála, að þarna var eimreið á leiðinni upp dal- inn. Þeir fundu mjóa hengibrú, sem lögð hafði verið yfir ána, tritluðu með gætni eftir henni, og flýttu sér svo inn i skóginn hinum megin. Siðan leið ekki á löngu, þangað til þeir komu að girðingu og innan við hana voru járnbraut- arteinarnir. Svo bröltu þeir yfir girðinguna og voru nær strax staddir við gljáandi teinana, sem Villa fannst að væru eins og band, sem lægi til bæjarins og til mömmu hans. Honum fannst hann þegar vera kominn i námunda við heimili sitt, og það birti mjög yfir svip hans. Voru þetta ekki drunur í eimreið? Halli kraup niður og lagði hlustirnar að tein- unum. „Komdu strax”, sagði hann ákveðinn. Eftir stutta stund höfðu þeir falið sig á bak við furutré, rétt hjá, og skömmu seinna skrölti hraðlest, með miklum hávaða, fram hjá þeim.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.