Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 01.11.1979, Blaðsíða 3
ALvitur. ,, svaiarbrélum Kæri Alvitur! Getur verið, að þér hafi orðið eitt- hvað á I messunni, þegar þú sagðir okkur nýlega að áskriftarverð blað- anna væri aðeins 3500 krónur á mánuði, og í lausasölu væru þau seld á 180 krónur? Mig langar til þess að spyrja þig um unga naggrfsa. Fæðast þeir hárlausir og biindir, eða eru þeir loðnir allt frá byrjun? Svo langar mig að lokum til þess aö spyrja þig hvaö það táknar að dreyma slys? Er slfkur draumur til ills eða góðs? Óvitur. Kæri Óvitur! Mikiö rétt, Alvitur fór illa út úr þvi að ræöa áskriftarverð dagblaðanna I dálki slnum nú fyrir skömmu. Viðkomandi bréfi, sem gaf tilefni til þessa svars, hafði verið svarað fyrir alllöngu, og þaö fariö sína leið i gegnum handritalestur og setningu i prentsmiðju. Þegar það svo birtist loks i Alviturs-dálkinum höfðu blöðin veriö hækkuð i 4000 krónur á mánuði, og lausasöluverö þeirra er nú 200 krónur. Þaö sem annars stóö i þessu svari er rétt, og breytir verðið ekki þvi, aö alltaf hlýtur að vera betra að vera áskrifandi að Tlmanum og fá þar með Heimilis-Tlmann örugglega á hverjum fimmtudegi, heldur en eiga á hættu að gleyma að kaupa hann einn dag, og svo gæti hann verið búinn þann næsta. Vegna glöggskyggni sinnar er óvitri hér meö boðið afleysingastarf næst þegar Alvitur þarf að fá sér fri. Naggrisungarnir fæðast alhærðir og hinir fallegustu. Þeir eru heldur ekki blindir þegar þeirfæðast eins og ungar margra annarra smádýra. Fáum klukkutimum eftir að þeir koma i heiminn fara þeir að hlaupa um og meira aö segja að borða. Ef þig dreymir slys er það i raun aðvörun um, að þú þurfir að fara heldur varlegar I viðskiptamálum en þú hefur gert til þessa. Ef slysið á að hafa gerzt I bæ eöa borg fjarri heima- byggö þinni, er það ef til vill lika vis- bending um, aö ástamálin verði eitt- hvað erfið viðureignar stuttu eftir að þig dreymir þennan draum. Og hvernig væri svo, að þið sem eruö i vanda, settust niður og skrifuðuö Al- vitri. Þið vitið, að hann leysir úr hvers manns vandræðum, á fljótan og góðan hátt. Kæri Alvitur, Geturöu sagt mér, hvort óhætt er að fara i megrun á meðan kona gengur með barn? Getur það ekki vera barn- inu hættulegt á einhvern hátt? Svo langar mig lika til þess að spyrja þig, hvort konur geti ekki fitnaö af pillunni, og hvað er þá til ráða? Ein búttuð Læknisfræöilegar upplýsingar eru ekki sterkasta hlið Alviturs, en þó er óhætt að segja að ekki er taliö heppi- legt fyrir ófrfskar konur að fara i strangan megrunarkúr. Að sjálfsögðu er allt óþarfa át óæskilegt, vegna þess að þegar barniö er fætt situr móðirin uppi með alla umframvigtina. Hins vegar eiga verðandi mæöur aö boöa hollan mat, mjólk, eða osta, kjöt fisk, ávexti, grænmeti og gróft brauð. Sleppið ölium sætindum og feitmeti, og þá ættuð þið ekki að þurfa aö fitna meira en góðu hófi gegnir, og þá veröið þið grannar og spengilegar, þegar upp er staðið. Sumar konur fitna af pillunni, eöa kannski ætti frekar að segja að vatn setjist að i llkama þeirra, óþarfa vatn. Til þess aö bæta úr sliku getur nægt aö skipta um pillutegund. Annars ráðlegg ég öllum, sem ekki eru alveg vissir um hluti sem þessa, að leita til heimilis- lækna sinna. Til þess eru þeir, og til þess fá þeir borgaö úr sjúkrasamlagi, og fyrir hverja heimsókn sjúklingsins. Leyfið þeim að vinna fyrir laununum sinum. uT Meðal efnis í þessu blaði: Ný Shirley Temple fær dollar á viku Hvaö er heitt í 20 stiga hita?..... Begónfur með barritón og f jólur bls. 4 Sveippilsá litla stelpu bls. 12 bls. 6 Náttkjóll og náttsloppur bls. 13 bls. 8 Rauðsprettur í karrírjóma bls. 14 bls. 10 Heimsins auðveldasta rúlluterta bls. 14 Sendi f löskuskeyti og eignaðist konu .. bls. 16 bls. 11 Fæðing Bitlanna bls. 21 bls. 12 Kvöldbæn— Ijóð bls. 28 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.