Heimilistíminn - 27.04.1980, Page 10

Heimilistíminn - 27.04.1980, Page 10
eftir Marcella Thum vindurinn hefði rifið þær upp. Svo heyrði ég fótatakið á hesthúsgólfinu, fann að karlmanns- hendur gripu um axlir minar, og neyddu mig til þess að snúa mér við, og ég stóð augliti til aug- litis fyrir framan hann. Ég starði beint inn i reiðileg, blá augu Johns. Andlitið var eins og meitlað i stein, og krafta- legur likaminn lokaði undankomuleiðinni fyrir mér, eins og væri hann múrveggur. —Hvert hafðir þú hugsað þér að fara? spurði hann lágt. — Ég.. ég hélt, að þú værir enn úti á ökrun- um. — Sid kom og sótti mig. Hann sagði að þú værir veik. Fáeinar minútur til viðbótar, hugsaði ég i örvæntingu, aðeins fáeinar minútur til viðbótar og svo hefði mér tekizt að komast undan.. Mér til mikillar skelfingar varð mér nú ljóst, að ég var farin að gráta, fann saltbragðið af tárunum á vörum minum, þegar ég hrópaði i vonleysi: — Þú getur ekki neytt mig til þess að vera hér um kyrrt! Ég vil komast héðan, heyrir þú það, ég hef fundið ferðaföt Celiu og það er blóð i þeim. Núveitég, núskilégþettaallt.... Andlit hans hvarf eins og i þoku, og röddin, sem var nú rólegri kom úr fjarska. — Vertu róleg, Jenny. Segðu ekki meira. Þú ert veik. Ég skal bera þig aftur upp i herbergið þitt. Þér mun liðamiklu betur, eftir að þú hefur hvilt þig svolitið. Þegar hann reyndi að taka mig upp, barðist ég á móti og vildi losa mig. Ég barði krepptum hnefunum á brjóst hans. Það var þó ekki til neins. Það var eins og að berja á steinvegg. Handleggir hans vöfðust utan um mig, og and- lit mitt þrýstist upp að hans. Svo heyrði ég hann segja lágri, næstum bliðlegri röddu: —Ég get ekki látið þig fara leiðar þinar, vina min. Það veiztu. Svo bar hann mig i gegn um trjágarðinn og upp mjóar tröppurnar, rétt eins og hann hlaut að hafa borið Celiu þarna um kvöldið, endur fyrir löngu. Liflausan likama Celiu.... Að lokum fann ég að ég var komin i rúmið, og hné niður i mjúka koddana, niður i myrkrið, enheyrði John segja um leið: — Hvildu þig nú, Jenny. Rödd hans var veik og mjög fjarlæg. Hann hafði kallað mig Jenny og þá hlaut ég auðvitað að vera Jenny en ekki Celia, ég lifði og ég mátti alls ekki gefast upp. Svefnherbergisdyrnar lokuðust og nú var steinhljóð, nema hvað heyrðist i vindinum sem hvein i húsinu. Ég neyddi sjálfa mig til þess að opna augun, setjast upp en ég varð að gripa um rúmstólpann til þess að rjúka ekki um koll. Allt hringsnerist fyrir augum minum. 10

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.