Heimilistíminn - 30.11.1980, Síða 1

Heimilistíminn - 30.11.1980, Síða 1
Sunnudagurinn 30. nóvember 1980 - 7. árgangur apótekum og sennilega Ilka I flestum matvöruverslunum nú orðið. Blandið saman í stóra skál, hveiti, sykur, lyftidufti og salti. Búið til holu I miðjuna og hellið þar I ollunni, eggja- rauðunum, vatni og vanillu. Þeytið þetta saman á miðlungshraða þar til deigið er jafnt og flnt. I annarri skál þeytið þið svo saman eggjahviturnar og cream of tartar (kremótartarann) þar til eggjahvlt- urnar eru orðnar mjög stifar. Blandið þeim svo saman við aðaldeigið. Ef þið getið ekki fengið kremótartarann getið þið sleppt honum, en af þvi getur leitt, að tertan verður ekki eins létt og annars væri. Deigið er sett I ósmurt mót og þá helst mjög stórt formkökumót, kringlótt. Bakið við góðan hita i um það bil klukkutíma, eða þar til kakan er bökuð, en það getið þið fundið, með þvi að stinga I hana prjóni, eöa ýta létt á hana með fingrinum. Ef hún ris strax upp aftur eftir það er hún bökuð. Hvolfiö forminu strax yfir grindina úr ofninum eða stingið þvi yfir flösku- UNDURLÉTT OG GÓÐ KAKA Mikið hefur dregið úr tertuáti að undanförnu, meðal okkar íslendinga, en enginn neitar þó góðri tertu, ef i boði er, Hér kemur uppskrift á undurléttri og góðri tertu, sem kallast á ensku Chiffon Cake, eða siffonkaka, og er þar gefið i skyn, að kakan sé létt eins og siffon, sem allir þekkja úr fataframleiðslunni. Það sem þarf I kökuna, eða tertuna er þetta: Einn bolli og tvær matskeiöar af hveiti, 3/4 bolli sykur, 1 1/2 teskeið iyftiduft, 1/2 teskeiö salt, 1/4 bolii malsolla eða önnur matarolla, þrjú aöskilin egg, 1/3 bolli vatn, 3/4 teskeið vanilla og 1/4 teskeiö cream of tartar. Það efni er haft i kökur, sem eiga að vera sérlega léttar I sér og fæst I stút, þannig að það haldist á lofti á meðan kakan er að kólna. Takið kökuna ekki úr forminu fyrr en hún er alveg köld. Þessikaka á að nægja handa 8 til 10 manns. Gott er að hafa utan á henni smjörkrem, til dæmis með sitrónu- bragði. Það gerir hana mjög ferska og góða á bragðið. Einnig getið þið notað appelsinusafa til bragðbætis i kremið og skreytt kökuna með appelslnu- sneiðum, eins og gert hefur verið við kökuna, sem hér birtist mynd af.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.