Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 10
— Búið og gert, sagði Steve ákveðinn. — Ég dreg þetta bara frá húsaleigunni i næsta mán- uði. — Ó, já, auðvitað geturðu gert það. Og svo get ég lika borgað þér þetta strax og ég er búin að fara i bankann, eða ég læt þig bara fá ávis- un. Hún stamaði og var hálfutan við sig, þegar ungur og hressilegur maður ók vörunum á und- an þeim út úr búðinni og út að bilnum þeirra. — Vertu nú ekki að fárast út af þessu lengur, sagði hann i ávitunartón, en þó glaðlega. Af- greiðslustúlkan horfði á eftir þeim með öfundarsvip, og velti þvi fyrir sér, hvernig það væri að vera lagleg, ung og gráeygð stúlka og gift svona miklum ágætis manni. —Ég hafði ekki hugmynd um, að ég væri bú- in að eyða svona miklum peningum hélt hún áfram á meðan aðstoðarmaðurinn, sem var svertingi, og Steve voru að koma vörunum fyrir i farangursrými bilsins. — Þú ert vist heldur ekki vön að versla á stöðum eins og þessum, svaraði Steve. — Þetta er allt með ráðum gert. Allt er haft fint og fall- egt og aðlaðandi svo fólk freistast til þess að kaupa hluti, sem það annars myndi ekki kaupa, og það imyndar sér, að það geti alls ekki verið án. Andrea sagði án þess að hugsa sig um: — Mikið ertu ágætur. —Ef þetta eru verðlaunin, sem ég fæ fyrir að lána þér tiu dollara, þá eru þau fullnægjandi. Viltu fá tiu dollara i viðbót? spurði Steve ákaf- ur. — Nei, þakka þér fyrir. Ég get ekki hugsað um, hvað ég er búin að eyða miklu af mánaðar- kaupinu minu, nú þegar, svaraði hún i fljót- heitum. — Sjáðu til klukkan er að verða fimm. Hvenær þarftu að vera komin aftur i vinnuna, spurði hann hraðmæltur. — Ekki fyrr en klukkan átta. — Agætt. Það var mjög góð kaffiteria hérna. Nú skulum við fara og fá okkur að borða, og svo ek ég þér heim, og hjálpa þér við að ganga frá vörunum, og ek þér i vinnuna, sagði hann. — Mikið væri það skemmtilegt, flýtti hún sér að segja. —-Komdu þá, þessa leið. Hann gekk á undan henni frá bilastæðinu og upp að versluninni á nýjan leik. Þau voru ekki langt komin, þegar óvenju lagleg stúlka, i gulum stuttbuxum og doppótt- um bol kom hlaupandi til þeirra berfætt i hvit- um sandölum. 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.