Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 12
„Verð ég að gera það?” spurði Tommi von- svikinn og horfði til pabba. „Ég er viss um, að Kola-Pési kemst ágætlega af án min. Hann get- ur auðveldlega fundið annan dreng i staðinn fyrir mig”. „Jæja, við skulum ekki hugsa meira um þetta i bili, ” sagði pabbi. „Farðu nú heldur nið- ur með Óla matsveini og fáðu þér eitthvað að borða. Þú hefur vist þörf yfir það, góði minn.” „Skal gert, skipstjóri,” sagði Óli matsveinn og tók i hönd Tomma. Og pabbi gat ekki stillt sig um að horfa á eftir þeim, þessum litla, granna blökkudreng og Óla matsveini, svo feitum og föngulegum, þar sem þeir leiddust um þilfarið i glampandi morgun- sólinni. 7.kafli NAFN TOMMA Þegar Tommi hafði borðað nægju sina hjá Óla matsveini, var hann sendur til hásetanna, 12 Halla og Billa, til að fara i bað. Halli lét renna hæfilega i baðkerið, en Billi þvoði Tomma vandlega hátt og lágt og sparaði ekki sápuna. Tommi sýndi enga mótspyrnu i neinu. Þáð hafði vægast sagt verið mjög óþægilegt að liggja i hinni hörðu farangursgeymslu i bilnum. Og það var lika engan veginn laust við, að hann hefði verið hræddur, þvi að þarna var aldimmt að kalla, og honum fannst hann ákaf- lega einmana, eftir að skipið hafði lagt af stað. Tomma fannst þvi mikið til um að fá að baða sig i hlýju vatni í fallegu baðkeri, i björtu og snyrtilegu herbergi, og njóta mikillar umönn- unar og fyrirgreiðslu. Og lyktin af sápunni, sem drengurinn hafði harla litið kynnst til þessa, fannst honum fjarka góð. Halli og Billi voru báðir nærgætnir við hann og tillitssamir, og alltaf kátir og fjörugir. Þeir voru lika simasandi, bæði á hans eigin máli og einnig norsku, sem hann auðvitað skildi ekki. ,„,Og þá eru bara eyrun eftir” sagði Billi „ég hef það alveg eins og þegar mamma baðaði mig, þegar ég var litill,” sagði hann hlæjandi og bar sápu i þvottapokann. „Já, ekki máttu gleyma eyrunum,” sagði Halli með kvenmannsrödd og benti á Tomma með visifingrinum. Og þó að Tommi skildi ekki eitt orð af þvi, sem þeir sögðu og þó að það væri óþægilegt að láta þvo á sér eyrun, þá hló hann engu að siður, þvi að það var svo gaman að vera með piltunum og hlæja með þeim. Or þegar hann var loksins orðinn hreinn, settu þeir hann undir kalda steypu og þá hljóðaði Tommi hástöfum. „Þetta er mjög heilsusamlegt,” sagði Billi og hélt honum lengur undir steypunni, og þá hljóðaði Tommi enn þá hærra. En nú kom óli matsveinn á fleygiferð og spurði mjög ákveðinn, hvort þeir ætluðu að gera út af við Tomma. Siðan tók hann alveg við stjórninni, vafði drenginn innan i stórt handklæði, þurrk- aði hann vandlega og klæddi siðan i hreina skyrtu og buxur, sem hann kom með frá skip- stjóranum. „Þetta er nú meiri munurinn, drengur minn, — nú getum við verið þekktir fyrir að hafa þig hjá okkur,” sagði Óli matsveinn glaðlega og fór með hann upp til skipstjórans á ný. Og pabbi kinkaði kolli og var hinn ánægðasti, þegar hann virti fyrir sér svarta andlitið hans Tomma, sem nú var miklu ljósara en fyrr, og hárið hans hrokkna og hreina, sem angaði af sápu. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.