Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 1

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagurinn 8. febrúar 1981 — 8. árgagnur ÞRJÁR RISA- STÓRAR VEIZLU- TERTUR Enn er töluverður timi til páska, en þá standa margir i stórræðum vegna ferm- inga. Oft eru gestir i fermingarveizlum margir, og þess vegna getur verið gott að hafa stórar og mikl- ar tertur, til þess að þurfa ekki að baka margar smá- ar. Þið, sem eruð sérstak- iega myndarleg, ættuð að fara að huga að uppskrift- um fyrir fermingarnar, og svo getið þið lika farið að kanna, hvort ekki sé ráð að, baka eitthvað af tertubotn- uniim i frystikistuna, þótt ekki verði gengið frá þeim eða þær skreyttar fyrr en liða tekur á veturinn. Hér eruuppskriftir að þremur mikl- um og góðum tertum. Þær ættu að hæfa vel i stórveizlur, vegna þess að úr þeim má fá 12-24 sneiðar. Gamaldags lagterta Uppskriftin: 3 egg, 150 grömm syk- ur, 75 grömm hveiti, 1 tsk. lyftiduft. Fylling I: jarðarberjahlaup, 8 dl jarðarberjasafi, 2 dl vatn, safi úr einni sitrónu, 12 matarlimsblöð. Fylling II: 4 dl rjómi, 1 msk. sykur 2-3 msk romm eða púns. Þeytið egg og sykur létt, bætið hveiti og lyftidufti út i. Skiptið deiginu i þrennt og setjið i þrjú tertuform. Mun- ið að smyrja formin og jafnvel strá innan i þau hveiti. Bakið botnana i 225 stiga hita i ca. 8 minútur. Látið botnana kólna. Hitið á meðan jarðarberjasafann, vatnið og sitrónu- safann. Látið matarlimsblöðin út i, en munið að hafa fyrst látið þau liggja i vatni. Látiðnú safann i tvö tertumótin, sem botnarnir voru áður bakaðir i. Látið kólna. Þessu næst þeytið þið rjómann og sykurinn og bragðbætið með romm- inu, ef þið viljið. Leggið tertubotnana saman með jarðarberjahlaupinu og rommrjómanum á milli laga. Skreytið tertuna með þeyttum rjóma og nýjum eða niðursoðnum jarðarberjum, svip- að og gert hefur verið á myndinni, sem hér fylgir með. Þetta er mjög góö terta, sem á aö nægja tólf manns. Vinarsúkkulaðiterta Uppskrift: 200 grömm af blokk- súkkulaði, 100 grömm af möndlum, (ca 80 stykki) 130 grömm af smjöri, 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.