Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 6
Eru þær eins? Lausn á bls. 15 Pennavinir Ég óska eftir aö skrifast á viö krakka á aldrinum 11 til 12 ára, Sjálfur erég 11 ára. Ahugamál mln eru Iþrótt- ir og hestar. Benedikt Gústavsson, Miðengi, Grímsnesi, 801 Selfossi. Kæri Heimilis-TImi, Við óskum eftir pennavinum strák- um og stelpum, 14 ára og eldri. Ahuga- mál: skátar, útilegur, fjallgöngur, bréfaskipti, sund, badminton, körfu- bolti, og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Svörum öllum bréfum. Hólmfribur Þórisdóttir, Miðvangi 10, 220 Hafnarfirði. HólmfrJður er fædd árið 1966. Anna Maria Hjaltadóttir, Breið- vangi 3, 220 Hafnarfirði. Anna er fædd 1966. Andria Zupp, 171 West Gail, Tulare, Californiu 93274 i Bandarikjunum óskar eftir pennavinum á tslandi. Hún vill hafa þá á aldrinum 15 til 18 ára. Roli Weihe, Steinfeld Str. 12 A, 2000 Hamburg 74 I Vestur-Þýzkalandi vill fá pennavini á tslandi á aldrinum 15 til 18 ára. Karen Kehrli, 854 Terrace Park, Tulare, Californiu I Bandarikjunum óskar eftir pennavinum 15 til 18 ára. Sophie Laurent, 1240 Cardoza Tulare, Californiu, 93274 i Bandarikjunum óskar eftir pennavinum hér. Sophie er franskur skiptinemi og vill að pennavinirnir séu á aldrinum 16-19. Ef þú horfir nógu lengi á apa ídýragarði ferhann að minna þig á einhvern, sem þú þekkir vel. Ég veit ekkert betra en leggjast í sófann með góða bók... og fá mér góðan blund. Það þarf tvo til að gifta sig, eða til hvers annars, sem óeining fylgir. Helmingur þess, sem við borðum heldur í okkur Iff- inu, hinn helmingurinn heldur lífinu í lækninum. Hæverska mín er í því fólgin, að þrátt fyrir það að ég viti að ég stend öllum öðrum framar, segi ég ekki nokkrum einasta manni frá því. Síðasta orð konu er venju- lega aðeins lok fyrri hálf- leiks. Sumir eiginmenn eru bókaormar, aðrir eru ein- ungis ormar. Ef þú lendir i kappræðum við konu og ferð með sigur af hólmi hefur þú tapað. Sá, sem hefur verið í megrun i þrjá daga talar um það í þrjá mánuði. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.