Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 8
SONVR ÞINNER MONGÓLlTI Lowell og Camille sem hafði áður verið einkaritari manns sins tóku barnið með sér heim af sjúkrahúsinu i Washington, enda þótt margir hefðu ráðlagt þeim, að setja það á stofnun. Þau segja hér frá til- finningum sinum við fæðingu barnsins og einnig eins og þær nú eru þremur árum eftir fæðinguna. Camille: A leiðinni til sjúkrahússins fannst mér, sem eitthvað ætti eftir að fara öðru visi en ætlað var. Þetta var 12. júni 1978. Veðrið var voðalega vont bæði þrumur og eldingar. Ég man að ég var að hugsa um það að ég vildi ekki að barnið mitt fæddist þann 13. Lowell var viðstadd- ur fæðinguna og við fengum bæði að halda á litla drengnum strax eftir að hann var kominn i heiminn. H-ann var bústinn i framan og mjög likur föður sinum. Lowell:Hann f æddist milli klukkan 2 og 3 um nóttina. Ég fór heim fljótlega eftir að fæðingin var afstaðin. Svo hringdi siminn milli klukkan 5 og 6. Það var Camille. Hún var greinilega mjög æst. Camille: Læknirinn hafði komið til min og sagt: — það er eitthvað að drengnum. Við erum ekki alveg vissir en við höldum að eitthvað sé að honum. Innan klukku- stundar var svo kominn til min einn af yfirlæknum erfðafræðideildarinnar og hann sagði: — Það er engin ástæða til þess aðveraaðblekkja þig. Það mun taka okkur tvo eða þrjá daga að fá niðurstöður úr krómosómrannsókninni en af reynslu minni get ég nú þegar sagt þér að drengurinn er mongóliti. Þegar læknirinn sagði þetta fannst mér þvi likast, að hann hefði slegið mig i andlitið. Lowell:Þetta er mikið áfall. Ég held að fyrst hafi ég hugsað — guð minn góður, mikið er þetta voðalegt fyrir Camille. Camiiie: Hann grét. Hann getur svo sem neitað þvi, en hann gerði það nú samt. Lowell: Viö grétum yfir sjálfum okkur, ekki barninu. Þegar ég kom aftur á sjúkrahúsið sat Camille á rúminu og grét. Læknirinn var hjá henni. Hann sagði: — Þiö hafið um ýmislegt að velja: að skilja barnið við ykkur nú þegar, aö hugsa svo- litið um þetta og skilja það svo eftir hér, eða fara með það heim með ykkur. 1 min- um huga var ekki um neitt val að ræða. Mér datt aldrei i hug annað en fara heim með drenginn. Camille: Við töluðum og töluðum og svo snérum við okkur að lækninum og sögðum honum, að þetta væri stærsta striö I lifi okkar og við myndum berjast. Ég hafði reyndar hugsað um það i alvöru, hvort ég ætti nokkuð að fara heim með barnið. Ég hélt að með þvi að setja hann á einhverja stofnun gæti ég látið sem þetta hefði aldrei gerzt, og byrjað upp á nýtt. Þessi hugsun entist með mér i fimm minútur, en svo varð mér ljóst að við átt- um hann og við bárum ábyrgð á honum. Ef maðurinn minn vildi reyna þá myndi ég gera það lika. Lowell: Frá þeirri stundu höfum við aldrei litið aftur. Lifið heldur áfram og vinnan lika. Camille: Við ákváðum að skira hann Sonny. Svo kom Lowell heim einn dagmn og sagði: — Camille, þetta er svo erfitt i vinnunni. Fólk talar ekki við mig. Það veit ekki hvað þetta er, sem við höfum fætt i þennan heim. Ef við förum með hann á skrifstofuna gæti þessi afstaða fólksins breytzt. Þess vegna vöfðum við teppi utan um Sonny og fórum með hann i vinnuna til Lowells. Nú sá fólk þennan litla dreng og gladdist yfir tilkomu hans úr þvi það sá að við gerðum það sjáif. V'ið þurftum að sanna fyrir svo ótalmörgum, að við værum glöð yfir að eiga Sonny, þrátt fyrir allt. Meira að segja þurftum viðað sýna okkar eigin fjölskyldu fram á að svo væri. Lowell: 1 flestra hugum eiga mongó- litabörn að vera feit og með útstandandi tungu. Fita er þó ekki neitt, sem er sjálf- sagt meðal mongólita. Hins vegar var það svo um árabil, að fólk taldi að þessi börn gætu ekkert gert. Þess vegna voru þau látin sitja einhvers staðar úti i horni. Ef við sætum öll úti i horni sólarhringinn út og alltaf væri verið að troða i okkur mat værum við liklega ekki siður feit en þessi börn hafa verið oft á tiðum. Tungan er heldur stærri en eðlilegt er, en það má kenna börnunum að stjórna henni. Allt verður að kenna og það er einmitt það, sem baráttan stendur um. Camiiie: Ég átti vin sem sagði einu sinni við mig: — Camille ef þú getur ekki 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.