NT - 25.05.1984, Síða 4

NT - 25.05.1984, Síða 4
Fóstudagur 25. maí 1984 4 ■ Magnús Skarphéðinsson, fyrrv. vagnstjóri: „Var sagt upp vegna skoðanna minna... mun fara í mál, Deilur vegna uppsagnar vagnstjóra: Stjórn SVR styður forstjórann en starfsmannafélagið vagnstjórann ■ Á fundi stjórnar S.V.R. á þriðjudag var samþykkt stuðn- ingsyfirlýsing við Svein Björnsson, forstjóra S.V.R., vegna uppsagnar Magnúsar Skarphéðinssonar, vagnstjóra. Magnús telur að honum hafi verið sagt upp vegna skoðana hansogályktaðifundur9. deild- ar Starfsmannafélags Reykja- víkur nýlega um málið. I þeirri fundargerð kom fram krafa um að Magnús yrði endurráðinn og lýsti fundurinn yfir stuðningi við Magnús. Yfirlýsing stjórnar S.V.R. var samþykkt -með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Alþýðubandalagsins og Kvennalistans sátu hjá. Fyrir fundinn hafði Helga Thorberg, fulltrúi Kvennalist- ans, farið fram á skriflega greinagerð forstjóra um for- sendur uppsagnarinnar. Sveinn gaf hins vegar munnlegar skýringar, sem að sögn Helgu voru ekki fullnægjandi. Guðrún Ágústsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði í viðtali við NT að skýringar Sveins liefðu verið fullnægjandi og sagði: „Ef ég héldi að Magn- úsi hefði verið sagt upp vegna skoðana hans þá væri ég í harðri baráttu núna.“ Guðrún tók einnig fram að hún hefði ekki greitt atkvæði gegn yfirlýsing- unni. Sigurjón Fjeldsted, stjórnar- formaður S.V.R., sagði að Magnúsi væri frjálst að leita til Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar, en að hann áliti að Sveinn hefði gefið fullnægjandi skýringar. Sagði hann að ekki væri rétt að ræða opinberlega þau mál sem rædd hefðu verið á fundinum. Sigurjón sagði einnig að því færi fjarri að Magnúsi hefði verið sagt upp vegna skoðana hans, eða blaðaskrifa um mál- efni S.V.R. Magnús hefur einnig sakað Svein Björnsson og Eirík heit- inn Ásgeirsson, fyrrv. forstjóra, um að hafa haldið „leyniskýrsl- ur um starfsmenn S.V.R.“ Sagði Sigurjón, að hann hefði engar slíkar skýrslur séð, en að eðlilegt væri að skrá fjarvistir starfsmanna og þau tjón sem þeir valda. Guðrún Ágústsdótt- ir taldi einnig slíkt skýrsluhald eðlilegt. Magnús sagði fyrir stuttu, í samtali við NT, að hann myndi ekki una uppsögninni og hygðist fara í mál við S.V.R. Corsa Ascona OPGLOPGL Sunnlendingar OPEL— Bflasýning — OPEL Kynnum þessa frábæru fjölskyldubíla A Hellu kl. 10.00 - 15.00 við Verkalýðshúsið á Hvolsvelli kl. 16.00 - 18.00 vió Bílaverkstæði Kf. Rangæinga sunnudag 27. maí. Hagstæð verð - Góð greiðslukjör Komið og reynsluakið BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM GM ■ Ólafur Sigurðsson, Svínafelli. Verðmætum bjargað ■ Björgunarsveitarmenn úr Öræfasveit fóru um daginn ásamt sýslumanninum á Höfn um borð í Biritu, færeyska bátinn sem strandaði á Skeiðarársandi fyrir skömmu, og tóku með sér til byggða öll verðmæti, sem hægt var að ná. Förin var farin að beiðni færeyska Sjóvátryggingafélagsins, sem eins og áður hefur komið fram tók þá ákvörðun að ekki borgaði sig að gera tilraunir til að ná bátnum á flot. Þar með bætist ein gröf í „skipakirkj ugarðinn" Skeiðarársand. Ný svört skýrsla á leiðinni: Gerlarnirí kjötfarsinu ■ Gerlainnihald í kjötfarsi og fiskfarsi, sem selt er í verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, verður til umræðu á aðalfundi Neyt- endafélags Reykjavíkur og nágrennis á mánudagskvöldið. Þar verða kynntar niður- stöður rannsókna um þetta efni í tólf verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sam- kvæmt heimildum blaðsins munu niður- stöður þessarar könnunar vera ýmsum mat- vöruverslunum til næsta lítils sóma. Aðalfundurinn verður haldinn á Hótel Esju og hefst kl 20.30. Að loknum venju- legum aðalfundarstörfum verða raktar niðurstöður könnunarinnar, en að lokum verða svo umræður um nauðsyn þess að breyta sölufyrirkomulagi grænmetis og garðávaxta. Meðal framsögumanna um það efni er Eiður Guðnason, alþingismaður.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.