NT - 25.05.1984, Síða 10
IU'
Föstudagur 25. maí 1984 1 0
Vettvangur
Helga Guðmundsdóttir
Fædd 22. júlí 1923
Dáin 18. maí 1984
■ í dag kveðjum við ötula og
góða konu, sem skipaði sér í
sveit hins sanna Islendings og
barðist fyrir velferð og
mannsæmandi lífi fyrir þann
sem minna mátti sín. Skipaði
hún sér þannig í sveit sem
sannur verkalýðssinni. Við, sem
unnum með henni lýsum að-
dáun okkar á víðsýni hennar og
viljaþreki, en þeir kostir voru
henni eðlislægir.
Frú Helga var árum saman í
stjórn Verkakvennafélagsins
Framsóknar og var það sæti vel
skipað. Fáum við seint þakkað
henni glaðværð og gott
samstarf. Á ferðalögum og í
samstarfi var hún hrókur alls
fagnaðar. Með söng sínum og
glaðværð var hún sannanlega
perla, sem hafði þannig áhrif á
aðra, að allir sem voru í kring-
um hana fylltust fögnuði og
gleði.
Ég, sem þessar línur rita mun
geyma Ijúfar endurminningar
um góða vinkonu, sveitunga og
samstarfskonu. Persónulega
sendi ég börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum ogsystkinum
innilegar samúðarkveðjur.
Ennfremur innilegar samúðar-
kveðjur frá Kristínu dóttur
minni og Jónu Guðjónsdóttur.
Sérstök kveðja er til Helgu
frá formanni félagsins, Rögnu
Bergmann. Þakkar hún henni
trausta vináttu og samstarf árum
saman. Því miður getur hún
ekki verið í hópi okkar, sem
kveðjum hana í dag, þar eð hún
.v*r-
er nú stödd erlendis, en hún
biður fyrir innilegar samúðar-
kveðjur til barna, tengdabarna,
barnabarna og annarra ætt-
ingja.
Þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir.
Þórunn Valdimarsdóttir
Stjórn og félagskonur Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
þakka frú Helgu Guðmunds-
dóttur ómetanlegt starf í þágu •
félagsins og vænta þess, að
mikill baráttuhugur og óeigin-
gjarnt starf um árabil gleymist
ekki, en verði haft að leiðarljósi
um ókomin ár.
Félagið sendir börnum,
tengdabörnum, barnabörnum,
systkinum og öðrum ættingjum
Helgu innilegar samúðarkveðj-
Menntaskólinn við Hamrahlíð:
136 nýstúdentar
■ Menntaskólanum við
Hamrahlíð var slitið laugardag-
inn 19. maí. Frá skólanum
brautskráðust 136 stúdentar
sem skiptust þannig eftir náms-
brautum:
Náttúrufræðabraut 41
Nýmálabraut 36
Félagsfræðabraut 35
Eðlisfræðibraut 14
Tónlistarbraut 2
Nokkrir stúdentar braut-
skráðust af fleiri en einni braut
samtímis:
Náttúrufræða- og
eðlisfræðibraut 4
Nýmála- og tónlistarbraut 2
Náttúrufræða- og
nýmálabraut 2
Eðlisfræði-, náttúrufræða-
og nýmálabraut 1
Hæstu einkunnir á stúdents-
prófi hlutu Finnur Lárusson,
stúdent af eðlisfræðibraut, og
Nanna Lúthersson, stúdent af
náttúrufræðabraut. Flestar
námseiningar á stúdentsprófi,
190, hlaut Haraldur Ólafsson,
stúdent af eðlisfræði-, náttúru-
fræða- og nýmálabraut. Júlíana
Rún Indriðadóttir, stúdent af
eðiisfræðibraut hlaut 180 ein-
ingar. -Til stúdentsprófs frá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð er krafist 132 eininga.
Nokkrir stúdentar, eldri og
yngri. fluttu skólanum kveðjur
við skólaslitin. Að hálfu ný-
stúdenta talaði Guðríður. Lilly
Guðbjörnsdóttir, stúdent úr
öldungadeild.
Tíu ára stúdentar fjölmenntu
til skólaslita, en árið 1974 braut-
skráðust síðustu stúdentarnir úr
bekkjakerfi skólans og fyrstu
stúdentarnir úr áfangakerfi, þar
á meðal fyrstu stúdentar frá
öldungadeiíd skólans. Að hálfu
tíu ára stúdenta úr bekkjakerfi
talaði Bolli Héðinsson og færði
skólanum að gjöf frá þeim fé-
lögum málverk eftir Örlyg Sig-
urðsson af fyrsta rektorskólans,
Guðmundi Arnlaugssyni. Edda
Sigrún Ólafsdóttir flutti kveðjur
frá fyrstu stúdentum úr öld-
ungadeild, og Sigrún Davíðs-
dóttir talaði fyrir hönd fyrstu
stúdenta úr áfangakerfi dag-
skólans og færði skólanum að
gjöf frá fyrstu stúdentum úr
áfangakerfi og öldungadeild
Helgastaðabók, ljósprentaða
útgáfu handrits af Nikulásar
sögu.
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð söng að vanda við
skólaslitin undirstjórn Þorgerð-
ar Ingólfsdóttur.
■ Þörfin fyrir hlutlausar upp-
lýsingar um byggingarefni, tæki
og búnað lagði grunn að stofnun
nokkurra byggingaþjónusta á
áratugnum 1930-40.
Frumkvæðið kom frá fagfólki
í byggingariðnaðinum, sem
fann að vantaði stað þar sem
safnað væri byggingarefnasýnis-
hornum og hægt væri að fá
hlutlausar, tæknilegar upplýs-
ingar, íylgjast með þróun þess-
ara mála og fá nýjar hugmyndir.
Fyrsta byggingaþjónustan var
stofnuð í London, Building
Centre, árið 1931. Svíar komu
næstir og stofnuðu Svensk
Bygtjánst, árið 1934 og verða
því 50 ára á þessu ári eða í
maímánuði n.k.
Fjöldi byggingareína jókst
með árunum og fjölgar enn.
Þörfin fyrir samskonar stofnun
hér á landi var orðin brýn ekki
síður en annars staðar.
Á árunum 1956-1958 eru
þessi mál mikið rædd í Arki-
"f& k3
Byggingaþjónustan 25 ára á þessu ári:
Hátt í 30 þúsund manns
leita til hennar árlega
tektafélgi Islands og var þá
skipuð nefnd til að koma bygginga
þjónustu á laggirnar hér á landi.
Það tókst og var Byggingaþjón-
usta Arkitektafélags íslands
opnuð 18. apríl 1959 að Lauga-
vegi 18a, hér í Reykjavík.
Fyrsta stjórn var skipuð arki-
tektunum Gunnlaugi Halldórs-
syni, sem var formaður, Gísla
Halldórssyni og Gunnlaugi
Pálssyni. Arkitektafélag Islands
rak Byggingaþjónustu sína til
áramóta 1978-1979. Fyrsti fram-
kvæmdastjóri var Guðmundur
Kr. Kristinsson, arkitekt. Þá
var Byggingaþjónustunni breytt
í sjálfseignarstofnun með aðild
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
Rannsóknarstofnunar bygging-
ariðnaðarins og Arkitektafélags
íslands. Skipulagsskrá var sam-
in og staðfest af Dómsmála-
ráðuneytinu og forseta íslands.
Önnur grein hennar hljóðar
svo:
Markmið Byggingaþjónust-
unnar er, að hún sé vettvangur
íslenskra byggingarmála, m.a.
með því að auðvelda mönnum
kynni af hvers konar byggingar-
efnum og notkun þeirra, að
gangast fyrir umræðum um má-
lefni byggingariðnaðar, bygg-
ingartækni og byggingarlistar,
að stuðla að endurmenntun og
fræðslu fagmanna á sviði þess-
ara faggreina, að gefa húsbyggj-
endum og tæknimönnum kost á
hlutlausum upplýsingum um
byggingarmálefni, að leggja
áherslu á kynningu á íslenskri
byggingarefnaframleiðslu, að
starfrækja verðbanka og að-
stoða við kostnaðaráætlanir og
útboðsgerð.
í sjöttu grein segir ennfrem-
ur: Leita skal samstarfs við
sveitaríélög, fagfélög, samtök
og stofnanir, sem hagsmuna
hafa að gæta í byggingarmálum,
og gefa þeim kost á aðild að
VIPPU-
bílskúrshurðin
Lagerstærðir 210 x 270 cm,
aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni
Gluggasmiðjan Síðumúla 20
Reykjavík - Símar 38220 og 81080
y^^/////////mœa
Byggingaþjónustunni.
I samræmi við þessa grein
ritaði þáverandi stjórn Bygg-
ingaþjónustunnar bréf og sendi
öllum landssamtökum fagfé-
laga, stofnunum og helstu sveit-
arfélögum á landinu. í fram-
haldi af -því bættust við Félag
ísl. iðnrekenda, Landssamband
iðnaðarmanna, Iðntæknistofn-
un íslans, Akureyrarbær og
Reykjavíkurborg. Allir aðilar
að Byggingaþjónustunni skipa
einn fulltrúa til fjögurra ára í
senn í fulltrúaráð, samkvæmt
skipulagsskrá. í stjórn Bygg-
ingaþjónustunnar eru 5 menn,
einn frá Arkitektafélagi íslands,
Húsnæðisstofnun ríkisins og
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins og fulltrúaráð kýs
tvo menn.
Sýnendureru háttí lOOtalsins
og skiptast sýnishorn nokkuð
jafnt ijiilli innlendrar fram-
leiðslu og erlendrar. Sýningar-
svæðið er urn 630 ferm. Erlend
og innlend tímarit liggja frammi
ásamt vöruskrám og ýmsum
uppsláttarbókum. Niðurstöður
rannsókna og kannana Rann-
sóknarstofnunar byggingariðn-
aðarins eru til sölu og staðlar
Iðntæknistofnunar íslands.
Týputeikningar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins og Arkitekta-
félags íslands liggja frammi til
skoðunar.
Á þriðjudögum kl. 16.00-
18.00 eru byggingameistarar
með ráðgjöf fyrir almenning, á
miðvikudögum kl. 16.00-18.00
eru arkitektar með ráðgjöf og á
fimmtudögum er Ljóstæknifé-
lag íslands með ráðgjöf um
lýsingu. Aðgangur og ráðgjöf er
ókeypis.
Aðsókn að Byggingaþjónust-
unni hefur alla tíð verið góð og
sérstaklega síðustu árin. Að
meðaltali er gert ráð fyrir að
20-30 þúsund manns leiti til
Byggingaþjónustunnar á ári.
Megintekjur Byggingaþjón-
ustunnar fást með leigu sýmng-
arbása og sérsýningum. Ráð-
stefnur og námskeið um hina
ýmsu þætti húsnæðis og bygg-
ingarmála hafa allt frá upphafi
sett mikinn svip á starfsemi
Byggingaþjónustunnar og er
enn. í byrjun desember s.I. var
ráðstefna á Akureyri um þök.
Dagana 11. og 12. maí n.k.
verður námskeið um viðhald og
endurbyggingu gamalla húsa í
Stykkishólmi. í maí mánuði er
sérsýning á efnum, tækjum og
búnaði til orkusparnaðar, sér-
staklega þar sem orka til upphit-
unar er dýr úti á landi. I
tengslum við sýninguna er gert
ráð fyrir fyrirlestrum sérfræð-
inga um þessi mál. Síðar á þessu
ári verður ráðstefnan um þökin
haldin í Reykjavík og væntan-
lega verður hægt að halda nám-
skeið um viðhald og endurbygg-
ingu gamalla húsa víðar um
land.
Einn mjög mikilvægur þáttur
í starfseminni fer ekki mikið
fyrir, en er engu að síður áríð-
andi. Það eru kynningar fram-
leiðenda á vöru sinni fyrir
fagmenn.
1 allri starfsenii Bygginga-
þjónustunnar frá upphafi til
þessa dags hefur samstarf og
tengsl við aðra þá aðiia, sern
vinna að húsnæðis og bygging-
armálum verið mjög gott. Til
dæmis má nefna að í gegnum
árin hafa fyrirlesarar og leið-
beinendur aldrei þegið laun fyr-
ir störf sín.
Samstarf við Meistarasam-
tökin á Akureyri hófst mjög
fljótlega upp úr 1960 og hefur
alla tíð verið mjög gott. í
samvinnu við Meistarafélag
byggingarmanna Norðurlandi
var 1981 komið upp aðstöðu að
Hafnarstræti 107 fyrir vöru-
skrár, auglýsingabæklinga frá
sýnendum, lausblöð og rit
Rannsóknarstofnunar Bygging-
ariðnaðarins ásamt stöðlum
Iðntæknistofnunar íslands.
Reynslan sýndi hinsvegar að
almenningur vill fá að þreifa á
og skoða hlutina og datt því
niður öll aðsókn að staðnum.
Nú hefur hins vegar þessari að-
stöðu verið komið fyrir hjá
embætti Húsameistara Akur-
eyrar í Kaupangi.
Segja má að starfsfólk Bygg-
ingaþjónustunnar séu sérfræð-
ingar í námskeiðs- ográðstefnu-
haldi. Undirbúningur og fram-
kvæmd fjölmennustu ráðstefnu
sem haldin hefur verið hér á
landi var unnin af starfs-
mönnum Byggingaþjónustunn-
ar, en það var ráðstefnan NBD
15, sem haldin var í ágústmán-
uði 1983 og tókst mjög vel í alla
staði.
Árið 1958 voru stofnuð alþjóða-
samtök byggingaþjónusta
U.I.C.B. - Union Internationa!
des Centres du Batimat. í þess-
um samtökum eru í dag næstum
40 byggingaþjónustur í 25
löndum. Byggingaþjónustan er
meðlimur í U.I.C.B.
Samstarf og miðlun upplýs-
inga er alltaf að verða mikilvæg-
ari og í dag eru flestar bygginga-
þjónustur að tölvuvæðast og
geta þannig miðlað upplýsing-
um á fljótvirkan og auðveldan
hátt og einnig milli landa.
Tæknin flýgur fram og það
nýjasta í upplýsingamiðlun er
myndbandagerð. Hlutlaus
framsetning á framleiðslu vör-
unnar og fjölbreytni í fram-
leiðslu eykur verulega auglýs-
inga- og upplýsingagildí fyrir
almenning og fagmenn. Fyrir
útflutning á íslenskum iðnvarn-
ingi til bygginga eru að opnast
meiri og betri möguleikar á
kynningum hjá öðrum bygg-
ingaþjónustum út um allan
heim. í dager myndbandaþjón-
usta aðeins í Byggingaþjónust-
unni í Osló, Helsingfors og hér
hjá okkur.
Okkar markmið er, að gerð
verði myndbönd með faglegum
leiðbeiningum og upplýsingum
um sem flesta þætti í byggingar-
iðnaði.
U.I.C.B. hefur „hústákn"
sem merki og allar bygging-
aþjónustur í samtökunum nota
og er tákn um að þar eru að
finna réttar og hlutlausar upp-
lýsingar.
Fastránir starfsmenn Bygginga-
þjónustunnar eru þrír, Kolbrún
Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir
og Ólafur Jensson, fram-
kvæmdastjóri.
í stjórn eiga sæti: Anton
Bjarnason, framkvæmdastjóri,
fulltrúi Félags ísl. iðnrekenda,
Guðmundur Gunnarsson, verk-
fræðingur, fulltrúi Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, Haraldur Ás-
geirsson, forstjóri, fulltrúi
Rannsóknarstofnunar bygging-
ariðnaðarins, Kristinn Kristins-
son, byggingameistari, fulltrúi
Landssambands iðnaðarmanna
og Ólafur Sigurðsson, arkitekt.
fulltrúi Arkitektafélags íslands.
í tilefni 25 ára afmælis Bygg-
ingaþjónustunnar hefur farið
fram sérstök kynning á starf-
semi hennar og rekstri fyrir
starfsmenn og stjómendur hinna
ýmsu stofnanna og aðila sem
standa að Byggingaþjónust-
unni. Ýmislegt fleira er á döf-
inni og verður kynnt síðar.
í afmælisboði, sem haldið var
á afmælisdaginn 18. apríl s.l.
var Gunnlaugur Halldórsson,
arkitekt, heiðraður og sæmdur
gullmerki Byggingaþjónustunn-
ar, fyrir frumherjastart, gott og
mikið starf að málefnum Bygg-
ingaþjónustunnar til þessa dags.
Guðmundur Kr. Kristinsson,
arkitekt, var heiðraður og
sæmdur silfurmerki Bygginga-
þjónustunnar. Jafnframt voru
fulltrúar þeirra fyrirtækja, sem
hafa verið sýnendur í 25 ár
sæmdir silfurmerkinu.