NT

Ulloq

NT - 25.05.1984, Qupperneq 11

NT - 25.05.1984, Qupperneq 11
■ íslenskur geimfari? Nei, þetta er Oxsmá-fyrirtækið að auglýsa sýningu sína í Tjarnar- bíói, sem verður tvisvar í viðbót, í kvöld föstudag kl. 9 og á sunnudagskvöld kl. 9. Missið ekki af þessum stór- kostlega listviðburði! NT-mynd Arni Kjarnason Tjarnabíó: Geimstöðin Svarthol í síðasta sinn ■ Geimskemmtistöðin Svarthol verður starfrækt í síðasta sinn í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21.00 og á sunnudags- kvöld á sama tíma. Farmiða- salan er opin í anddyri bíósins frá kl. 20.00 sýningarkvöldin. Meðal atriða er leikur stór- rokkhljómsveitarinnar Oxmá og spriklsprækir geimkarlar. Blá tígrisdýr og fljúg andi nashyrningar ■ Magnús Tónrasson mynd- listarmaður heldur sýningu á myndum sínum í Listnruna- húsinu v. Lækjargötu frá 26. maí til 11. júní. Blaðamaður og ljósmyndari hittu Magnús að máli í List- munahúsinu. Magnús sagði að sýningin bæri nafnið Ham- skipti og skepnuskapur, og meðal þcirra efna sem fjallað væri um í myndunum væri hitting, sem er þýðing Magnús- ar á orðinu confrontation, og hamskiþti, eða metamorphos- is. Hann hefði áður notað svipaðar hugmyndir í þrívíð- um myndum sínum, visual poetry. „Þessar myndir eru málaðar á síðasta ári og í ár. Ég hef verið með málverk á samsýn- ingum í Listasafni ASÍ og á Friðarsýningunni um páskana, en annars eru komin nærri 20 ár síðan ég sýndi málverk síðast." Af hverju fór hann að mála málverk aftur? „Ég var orðinn svolítið þreyttur á nákvæmnisvinnunni í þrívíddarmyndunum, og hafði þörf fyrir að spretta úr spori í málverkinu. Það höfðu ýmsar hugmyndir safnast upp við vinnslu þrívíðu nryndanna, sem hefðu ekki notið sín í því formi. Ég hef tilhncigingu til að búa til annað hvort risastór- ar eða þá mjög litlar myndir." „Einu sinni bjó ég til þá teoríu að myndir versnuðu í réttu hlutfalli viðstærðaraukn- ingu. Stórar myndir yrðu vondar. Það er mikið af mjög stórum myndum á þessari sýn- ingu. og teorían gildir kannski ennþá. Kannski sýnir þetta líka hvað maður er mikill tæki- færissinni og breytir teoríum eftir behag." Myndefni Magnúsar á sýn- ingunni cru aöallega ýmis kon- ar frumskógardýr, sem flest hafa tekið breytingum. Þarna má t.d. sjá blátt tígrisdýr sem virðist heldur dapurt yfir lit sínum. Einnig er þarna cftir- gerð af Manet-málverkinu Ár- bítur í skóginum, að vísu mjög ónákvæm. „Það eru 20 ár síðan ég sá Magnús Tómasson viö mynd sína af Rhinopegasusi NT-mynd Árni Bjarnason Sýning í Asmundarsafni við Sigtún: „Vinnan í list Asmundar Sveinssonar“ ■ Ásmundarsafn við Sigtún, - höggmyndasafn Ásnrundar Sveinssonar verður opnað fyrir almenning á sunnudag eítir gagngerðar breytingar og endurbætur á húsnæði og að- stöðu. Samhliða opnun safns- ins verður opnuð sýning, sem ber yfirskriftina „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar," en stjórn. safnsins hefur ákveðið að sett verði að minnsta kosti upp ein sérsýning í safninu árlega. Sýningin sem opnuð verður á sunnudaginn skiptist í tvo hluta. Annars vegar verða sýnd ýmis tæki og efni sem listamaðurinn notaði á ferli sínum. Þar gefur rn.a. að lítá slípivél, sem Ásmundur notaði við gerð járnmynda og stein- mynda, hefilbekkur senr lista- maðurinn bjó til úr General Motors vélarblokk, sem hann fékk hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, stækkunartæki, sem Ásmundur bjó til sjálfur úr stýrisenda, drifskaftsúrtaki, tengslishjólum með startkransi og fleira. Þá verða sýnd ýmis efni sem listamaðurinn vann með, Ieir, gifs, brons, marmari, viður og ■ Frá og með sunnudeginum verður öllum opið að ganga við í Sigtúninu og njóta lista- verka Asmundar Sveinssonar. N1 nl'"d Arnl Snbtrs steypa. Sýningin ber vitni um ákaf- lega fjölhæfan listamann, sem sífellt varð að leggja mikla vinnu í það aö skapa sér að- stöðu. húsnæði og tæki til að vinna með. Ásmundur varði miklum tíma frá list sinni til að byggja yíir sig, fyrst Ásmund- arsál viö Freyjugötu. sem liann byggði nýkominn úr nárni og síðar Kúluhúsið við Sigtún. þar sem Ásmundarsafn er nú til liúsa. Flestir þekkja til þess- arar byggingasögu, sem á ann- að borö hafa veitt Asmundi Sveinssyni einhverja athygli. Hitt vita e.t.v. færri og það er það scnt þessi sýning leiðir í Ijós. aö Ásmundur þurfti ekki einasta að korna húsnæði yfir sig og sína einn og sjalfur. heldur varð hann einnig að nýta dýrmætan tíma sinn til aö smíða sér af mikium hagleik og hugkvæmni þau tæki sem ómissandi eru fyrir hvern þann sem vinnur að höggmyndum. í sýningarskránni er vitnað til Ásmundar þar sem hann talar um vinnuna og eltirfar- andi er tekið upp úr „Bókinni um Ásmurid", cftir Matthías Johannessen. „Sumt fólk, sém kcmur hingað segir við mig: „Hvernig hefurðu getað gert þetta allt. byggt húsin og unnið myndirn- ar. Húsin væru nóg ævistarf fyrir cinn mann." En ég svara. „Við vorum vanin á að vinna. Þar sem ég ólst upp, þótti iöjuleysi löst’ur. Við eigum að kenná unga fólkinu að vinna og hafa nautn af vinnunni. Henni fylgir hanringja." Magnús Tómasson sýnir olíu- málverk I Listmuna- húsinu mynd Manetsi og ég mála þetta eftir minni, svo þctta er ekki mjög nákvæmt." Á myndinni má sjá fólk vera að breytast í tígrisdýr, og í fjarlægð eru tvö tígrisdýr yfir bráð sinni. Auk tígrisdýranna eru þarna fljúgandi nashyrn- ingar. sebranashyrningar og fleiri undarleg dýr. Af hverju öll þessi frumskógardýr? „Þetta er táknrænn til- gangur. Ég reyni að yfirfæra dýrin, þau cru eiginlega yfir- færðar manneskjur og tákna tilfinningalegt ástand eða skort á tilfinningalcgu ástandi. Það eru líka ýmis goðfræðilcg tengsl í myndunum, það var mikið um hamskipti í grískri goðafræði og reyndar einnig í norrænni." Sýningin verður opnuð ki. 14.00 á laugardag og stendur eins og áður segir til 11. júní.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.