NT - 25.05.1984, Side 15
Föstudagur 25. maí 1984 1 9
■ George Washington kynntist hörm-
ungum stríösins af eigin raun í frelsisbar-
áttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
r;n m
mjm; ^
•s. ’
hans, eru
ósammála um
samband
forsetans við
Sally Fairfax,
- Barry
segir að þau
hafi verið
elskendur en
Patty segir nei!
„FALLEGA FÓLKIГ
ARIÐ 2084
- smávaxid, sköllótt og með stór radar-eyru!?
■ Hvernig líta mennirnir út
árið 2084? Verða karlmennirn-
ir smávaxnir, sköllóttir. með
stórt nef og gríðarstór eyru? -
Verður kvenfólkið stuttklippt
eða með rakað Itöfuð, smávax-
ið, órnálað í andliti, rneð stórt
nef og stór eyru, eins og
karlar? - Líklega verður lítill
munurá útliti karlaogkvenna.
Pessar lýsingar eru sam-
kvæmt niðurstöðum ýmissa
vísindamanna sem hafa veriðr
að brjóta hcilann um framtíð
mannsins. Einn þeirra, Brad
Steiger, hefur gefið út bók um
framtíðarspár sínar, sem heitir
„Brad Steigcr Predicts the Fut-
ure“.
Hér koma nokkrir punktar
úr spádómum hans um útlit
manna:
Pað verður kostur fyrir fólk
að vera smávaxið, og það þykir
því fallegast og fínast - og
þægilegast fyrir fólkið til að
komast í geimskutlur og önnur
þessa tíma farartæki.
Karlmenn verða sköllóttir,
og konur munu verða mjög
hárlitlar, eða þá burstaklippt-
ar. Þetta gerist í sambandi við
horinónagjöf, sem á að þjóna
sérstökum tilgangi.
Stór eyru og nef verða
„móðins". Það þykir sérstak-
lega hentugt að eyrun séu stór
vegna nákvæmrar heyrnar, og
nefið á að geta gegnt hlutVerki
sínu betur við sérstaka öndun
ef það er stórt og verklegt!
Það mun þykja ósmekklegt
og ekki fínt að karlmenn séu
með mikla vöðva eða kvenfólk
brjóstastórt. Vöðvarnir verða
ekki svo nauðsynlegir, - tækn-
in sér um allt, og stór brjóst eru
aðeins til óþæginda fyrir kon-
■ Hér sjáum við teikningu af manni og konu, eins og þau yrðu
eftir framtíðarspá Brads Steiger.
una við störf og leiki, segir
vísindamaðurinn.
Það verður þá kannski lítið
um vöðvaræktarfólk eftir 100
ár, ef þessar spár reynast
réttar.
Þegar 6 ára telpa fékk Oscars-verðlaun
■ „Ég hef aldrei tíma til að
horfa á kvikmyndir nú til dags,
nema helst ef ég er á ferð í
flugvcl, þar sem er sýnt bíó
fyrir farþegana," segir Shirley
Temple, fyrrum barnastjarna,
í nýlegu viðtali. Nú segist hún
hafa meiri áhuga á alþjóðamál-
um en kvikmyndaleik og nú.
er hún er orðin 55 ára, hefur
hún í eitt skipti fyrir öll lýst yfir
að hún myndi ekki taka í mál
að koma fram í kvikmyndum
á ný.
Shirley segir að starf sitt sem
ambassador Bandaríkjanna í
Ghana í Afríku sé það scm
hún sé hreyknust af. „Þau tvö
ár væru gott efni í kvikmynd.
Þau höfðu upp á allt það að
bjóða, sem þarf til að gera
góða mynd“, segir Shirley
Temple Black, eins og hún
heitir á fullorðinsárum.
Shirley vinnur að gerð ævi-
sögu sinnar, en ségir að það
gangi hægt hjá sér, og enn
hefur hún ekki komist nema
að 18 ára aldri sínum, - það
besta er enn eftir, sagði hún
sposk við viðmælendur sína.
Auðvitað segir hún í bók
sinni frá því sögulega kvöldi í
Hollywood 1935 þegar hún -
sex ára að aldri - fékk litla
Oscars-styttu í verðlaun fyrir
„að færa milljónum barna gleði
og hamingju og auk þess full-
orðnu fólki meiri ánægju en
nokkurt annað barn á hennar
aldri í allri mannkynssögunni'*.
Líka scgir Shirley frá því þegar
henni var falið að afhenda
Walt Disney sérstök Oscars-
verðlaun fyrir myndina um
Mjallhvít og dvergana sjö.
í sambandi við ævisögurit-
unina segist Shirley hafa blað-
að í gegnum blöð frá þessum
árum, og það hafi komið sér á
óvart, að mestallt af hinu mikla
lesmáli sem er þar um hana
sern barn og leikara, sé algjör-
lega úr lausu lofti gripið.
- Ef svo vill til að ég horfi á
kvikmynd nú til dags, vil ég
helst horfa á létta gamanmynd,
og margar kvikmyndir sent
verið er að dásama nú, eins og
t.d. nýja Oscars-myndin
„Terms of Endearment" valda
mér aðeins áhyggjum og leið-
indum, segir barnastjarnan
Shirley Temple Black.