NT - 25.05.1984, Síða 18
fcCOf ien ,'A ;up6butaVf
Föstudagur 25. maí 1984 '22
Norsk-íslensk-
ur kórsöngur í
Norræna húsinu
■ Ökern Damekor nefnist
norskur kvennakór, sem held-
ur tónleika í Norrænahúsinu á
morgun kl. 18.00 undir stjórn
Synnöve Hermansen. Undir-
leikar kórsins verður Egil
Schanke og leikur hann einnig
einleik á píanó í verkum eftir
Chopin, Grieg og Teilman.
Einnig koma Álafosskórinn
undir stjórn Páls Helgasonar
og Karlakórinn Stefnir undir
stjórn Helga R. Einarssonar
fram og syngja nokkur lög.
Seyðisfjörður, Neskaupstaður:
Söngtónleikar Hjálm-
týs og Margrétar
■ Hjónin Hjálmtýr E.
Hjálmtýsson tenór og Margrét
Matthíasdóttir mezzósópran
halda tvenna tónleika um
helgina, hina fyrri á morgun
kl. 20.30 í Herðuhreið á Seyð-
isfirði og hina síðari á sunnu-
dag kl. 16.00 í Egilsbúö á
Neskaupstað. Meðleikari á
píanó verður David Roscoe,
tónlistarkennari og organleik-
ari á Reyðarfirði og Eskifirði.
Pau syngja þbðí einsöngs- og
tvísöngslög, íslensk, norsk og
sænsk sönglög, negrasálma og
ítölsk lög og aríur.
■ Hjálmtýr E. Hjálmtýsson og Margrét Matthíasdóttir
■ Þeir láta ekki hugfallast þótt hljóðfærin séu stór og
blása á lúörasveitamótinu um helgina.
Háskólabíó á morgun:
„Æðisleg sumarhátíð“
■ í sumar verða í fyrsta sinn
Hverfishreinsun
í Vesturbæ syðri
■ íbúasamtök Vesturbæjar
syðri gangast fyrir árlegri vor-
hreinsun í hverfinu laugardag-
inn 26. maí. Hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar leggur til
plastsekki, og munu þeir liggja
frammi á laugardagsmorgun-
inn við þrjár vcrslanir í hverf-
inu, KRÖN við Dunhaga,
Melabúðina á horni Hofsvalla-
götu og Hagamels, og Skjóla-
kjör á horni Kaplaskjólsvegar
og Sörlaskjóls. Mjög mikið
rusl er nú um götur, torg og
garða og einnig í fjörunni við
Ægisíðu, cftir langan og snjó-
þungan vetur, en íbúasamtök-
in vonast til þess að margar
hendur muni gera verkið létt
að hreinsa til fyrir sumarið.
Stjórn Ibúasamtaka Vestur-
bæjar syðri.
starfræktar alþjóðlégar sumar-
búðir barna á Islandi, cn þær
eru starfræktar á 40 stöðurn i
25 þjóðlöndum. Til þessarar
starfsemi var stofnað árið 1951
af bandarískum barnasálfræð-
ingi. DorisT. Allenog varþað
hugmynd hennar að með því
að stuðla að kynnum barna frá
ólíkum heimshlutum, af ólík-
um trúarbrögðum og íitarhátt-
um mætti leggja lóð á vogar-
skál friðar í heiminum.
Til styrktar sumarbúðastarf-
seminni á íslandi verður haldin
„Æðisleg sumarhátíð" í Há-
skólabíói á niorgun, þar sem
fram kemur fjöldi listamanna,
sem allir gefa vinnu sína við
hátíðina. Þar á meðal eru
Break-bræður, Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar, Ei-
ríkur Fjalar, Crazy Crew,
Dúkkulísurnar, Viktor og
Baldur, Kiddi sóló-breakari og
Laddi.
Lúðrasveita-
mót skóla á
Norðurlandi
■ Mót skólalúðrasveita á
Norðurlandi verður haldið að
Ýdölum í Aðaldal í S-Þingeyj-
arsýslu á morgun og hefst kl.
16.00 og aftur á sunnudag kl.
17.00 í Félagsheimili Húsavík-
ur. Um 100 ungir hljóðfæra-
leikarar koma fram og stjórn-
endur verða Finnur Eydal,
Edvard Fredriksen, Benedikt
Helgason og Guðmundur
Norðdahl.
Langholtskirkja á sunnudag:
Kór Langholtskirkju
lýkur vetrarstarfinu
■ Kór Langholtskirkju slær
botninn í fjölbreytt vetrarstarf
sitt með tónleikum í Langholts-
kirkju, á sunnudag kl. 17. Það
starfsár kórsins sem nú er að
renna sitt skeið á enda hefur
verið afmælisár í tvennum
skilningi. í haust voru liðin 30
ár frá því að kórinn tók til
starfa, og á starfsárinu var þess
einnig minnst að 20 ár voru
liðin frá því að Jón Stefánsson
kórstjóri var ráðinn kantor að
Langholtskirkju, en undir
stjórn Jóns hefur kórinn orðið
einn hinna fremstu sinnar teg-
undar á íslandi og hefur raunar
vakið athygli langt út fyrir
landsteinana. Nægir þar að
minna á að hljómplata hefur
verið gefin út af sænskum aðila
og dreift á alþjóðlegan
markað, en þar flytur kórinn
sýnishorn íslenskrar kórtón-
listar frá upphafi til okkar
daga.
A afmælisárinu hefur kórinn
m.a. flutt tvö af stórvirkjum
Bachs. Fyrri hluta Jólaóratór-
íunnar og Páskaóratóríuna.
sem flutt var skömmu fyrir
páska og fékk frábæra dóma
gagnrýnenda.
A lokatónleikunum á sunnu-
daginn verða verk af léttara
taginu, kaflar úr argentínskri
messu, Missa creol, eftir Ram-
irez, ættjarðarlög og vinsæl
sönglög. Einsöngvarar verða
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Sverrir Guðjónsson og Alfreð
W. Gunnarsson. Pá er þess
vænst að tónleikagestir taki
undir með kórnum. Miðaverð
verður 150krónurfyrirfullorð-
na og 50 krónur fyrir börn.
Kaffiveitingar verða í hléinu.
Tískusýning
áSögu
■ KARON-samtökin halda
tískusýningu á Hótel Sögu
sunnudaginn 27. maí kl. 20.00
og verða þá kynnt mörg „ný-
bökuð" model sem stíga nú sín
fyrstu skref á sviði. Jafnframt
verða danssýningar á milli
þátta.
Allir eru velkomnir sem
greiða rúllugjald hússins, sem
er kr. 80.- Kynnir er Svala
Haukdal og stjórnandi Hanna
Frímannsdóttir.
útvarp
Miðvikudagur 30. maí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurtregnir.
Morgunorð Anna Hilmarsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 fslenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.30 Aðild þjálfunarskólanna að
uppeldi þroskaheftra og fatlaðra
Þorsteinn Sigurðsson skólastjóri
tlytur erindi. Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurtregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Brimkló, Lónlý blus bojs,
Ingimar Eydal o.fl. leika og
syngja
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn-
ar Egilssonar; seinni hluti Þor-
steinn Hannesson lýkur lestrinum
(34)
14.30 Miðdegistónleikar Ulrich
Koch og Útvarpshljómsveitin i Lux-
emborg leika Víólusónötu eftir
Niccolo Paganini; Pierre Cao stj.
14.45 Popphólfið Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Hljóm-
sveitin Fílharmónía í Lundúnum
leikur Sinfóniu nr. 5 i c-moll op. 67
eftir Ludwig van Beethoven; Vlad-
imir Ashkenazy stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og
Gísla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur:
Margrét Ólafscjóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Ungir pennar Stjórnandi:
Hildur Hermóðsdóttir.
20.10 Á framandi slóðum. (Áður
útv. 1982). Oddný Thorsteinsson
segir frá Japan og leikur þarlenda
tónlist; fyrri hluti. (Síðari hluti verð-
ur á dagskrá á sama tima n.k.
laugardag).
20.40 Kvöldvaka, a. Kristin fræði
forn Stefán Karlsson handrita-
fræðingur leitar fanga í kirkjulegum
bókmenntum miðalda. b.
„Snemma seigur til ataka" Þor-
björn Sigurðsson les frásögn eftir
Björn Jónsson i Bæ. c. Dansleikur
í Lærða skólanum Eggert Þór
Bernharðsson les úr bókinni
„Harpa minninganna" eftir Árna
Thorsteinson.
21.10 Wolfgang Brendel syngur
ariur úr óperum eftir Rossini,
Mozart, Wagner og Verdi með kór
og hljómsveit útvarpsins í
Munchen; Heinz Wallberg stj.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdótlir
les valdar sögur úr safninu í
þýðingu Steingríms Thorsteins-
sonar (20).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Við. Þáttur um fjölskyldu-
mál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
23.15 íslensk tónlist. a. Prelúdia
og tvöföld fúga um B.A.C.H. eftir
Þórarin Jónsson. Guðný Guð-
mundsdóttir leikur á fiðlu. b.
„Sólglit", hljómsveitarsvita eftir
Skúla Halldórsson. Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur; Gilbert Levine
stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
31. maí
Uppstigningardagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.20 Létt morgunlög Hljómsveit
Hans Carste leikur.
8.00 Fréttir Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Magnús
Guöjónsson talar.
8.30 Morguntónleikar a. „Lofið
Drottinn himinsala", kantataá upp-
stigningardegi eftir Johann Se-
bastian Bach. Elisabeth Grummer,
Marga Höffgen, Jans-Joachim
Rotsch og Theo Adam syngja meö
Thomaner-kórnum og Gewand-
haus-hljómsveitinni í Leipzig; Kurt
Thomas stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Afastrákur" eftir Ármann Kr.
Einarsson Höfundur les (9).
9.20 Morguntónleikar,' frh. b.
Óbókonserl í c-moll eftir Domenico
Cimarosa. Léon Goossens og Fíl-
harmóniusveitin i Liverpool leika;
Sir Malcolm Sargent stj. c. Con-
certo Grosso i D-dúr eftir Georg
Friedrich Hándel. Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna leikur; Charles
MacKerras stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 Messa i Áskirkju: Prestar:
Séra Grimur Grímsson prédikar
og séra Árni Bergur Sigurbjörns-
son þjónar fyrir altari. Organleikari:
Kristján Sigtryggsson. Hádegis-
tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson byrj-
ar lestur þýðingar sinnar.
14.30 Á frívaktinni Margrét Guö-
mundsdóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
15.30 Kirkjan í fjötrum ríkisvalds-
ins Umsjón: Gunnlaugur Stefáns-
son.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Litið við i gömlu Þorlákshöfn
Jón R. Hjálmarsson ræðir við Þórð
Ögmund Jóhannsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Frá tónleikum Zukofskynám-
skeiðsins i Háskólabíói 20.
ágúst í fyrrasumar Stjórnandi.
Paul Zukofsky. a. „Dauðinn og
dýrðarijóminn", tónaljóð op. 24
eftir Richard Strauss. b. „Uppstign-
ingin", hljómsveitarverk eftir Olivi-
er Messiaen.
18.00 Af stað með Ragnheiði Da-
viðsdóttur.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál. Mörður Árnason
talar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar" eftir K.M
Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sina (7).
20.30 Hóratíus skáld Sigurlaug
Björnsdóttir tók saman og flytur
inngangsorð. Lesarar: Kristin
Anna Þórarinsdóttir og Baldur
Pálmason.
21.10 Einsöngur i útvarpssal:
Magnús Jónsson syngur lög eftir
Arna Thorsteinson, Sigfús Einars-
son, Markús Kristjánsson, Sigurð
Þórðarson og Sigvalda Kaldalóns.
Ólafur Vignir Albertsson leikur á
píanó.
21.30 „Bianca verður til“, smásaga
eftir Dorrit Willumsen Vilborg
Halldórsdóttir les þýðingu Halldóru
Jónsdóttur.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Lýriskir dagar. Fyrstu Ijóða-
bækur ungra skálda 1918-25. 2.
þáttur: „Svartar fjaðrir" eftir
Davið Stefánsson frá Fagra-
skógi Gunnar Stefánsson tók
saman. Lesari með honum: Kristín
Anna Þórarinsdóttir.
23.00 Síðkvöld með Gylfa Baldurs-
syni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
30. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Út um hvippinn og
hvappinn Stjómandi: Arnþrúður
Karlsdóttir.
15.00-16.00 Krossgátan Stjórnandi:
Jón Gröndal
16.00-17.00 Nálaraugað Stjórnandi:
Jónatan Garðarsson.
17.00-18.00 Úr kvennabúrinu
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
Fimmtudagur
31. maí
Uppstigningadagur, og þvi engin
útsending.
sjónvarp
Miðvikudagur
30. maí
18.00 Evrópukeppni meistaraliða
Róma-Liverpool leika til úrslita.
Bein útsending frá Rómaborg.
20.05
20.15 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Nýjasta tækm og visindi Um-
sjónarmaður Siguröur H. Richter.
21.15 Berlin Alexanderplatz. Þriðji
þáttur. Þýsk6ur framhaldsmynda-
þáttur. Þýskur framhaldsmynda-
samnefndri skáldsögu eftir Alfred
Döblin. Leikstjóri Rainer Werner
Fassbinder. Efni annars þáttar:
Biberkopf gengur erfiðlega að fá
vinnu. A endanum ræöst hann til
að selja flokksblað þjóðernisjafn-
aðarmanna og fær bágt fyrir hjá
félögum sinum á kránni. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
22.15 Eiturefnafaraldur í Dyflinni
endursýning. Bresk fréttamynd
um geigvænlega útbreiðslu
heróínneyslu í höfuðborg Irlands
siðustu ár. Þýöandi og þulur Bogi
Arnar Finnbogason.
22.30 Úr safni Sjónvarpsins. Við
Djúp - lokaþáttur. Nú liggur leið
sjónvarpsmanna úr botni ísafjarð-
ar um Langadalsströnd aö Bæjum
á Snæfjallaströnd sumarið 1971.
Umsjónarmaöur Ólafur Ragnars-
son.
23.05 Fréttir í dagskrárlok.