NT - 25.05.1984, Side 24

NT - 25.05.1984, Side 24
Föstudagur 25. maí 1984 28 Portúgal: Vilja aðeins ferðamenn sem eyða LLssabon-Keuter. ■ Á síðasta ári heimsóttu 800 þúsund erlendir ferðamenn Portúgal og er það allvænn hópur, en gallinn er sá að hann skiptir ekki ýkja miklu máli fyrir efnahagslífið því ferðamenn eyða fremur litlu í landinu. Ferðamálaráð landsins vinnur nú að því að draga efnaða ferðamenn til Portúgal sem koma á erfiðri fjárhagsstöðu landsins til góða. Það er einkum í Algrave sem góð aðstáða er til að taka á móti ferðamönnum og þar geta þeir eytt fé. Þar eru góð hótel frægir golfvellir, tennisvellir og sitt- hvað fleira sem freistar efnaðra ferðamanna sem sjá ekki eftir peningunum sínum. Ráðgert er að byggja fleiri fyrsta flokks hótel með sund- laugum, íþróttavöllum og leik- fimisvölum til að laða hina efn- aðri að. í Portúgal er veðursæld og nær 500 km. löng strand- lengja er eftirsóttur staður af þeim sem vilja njóta lífsins. En Portúgalar hafa ekki efni á að leggja eins mikið af mörkum til ferðamannaiðnaðarins og ná- grannar þeirra, Spánverjar. Því kemur ekki til mála að taka á móti ferðafólki í eins stórum stíl og þar er gert. Eins kæra þeir í Portúgal sig ekki um að leggja alla Atlantshafsströndina undir hótel og ferðamannaaðstöðu. Því er stefnan sú að byggja færri hótel en fullkomnari og dýrari. Þegar er farið að spyrna við fótum í því efni að ferðamenn komist upp með að dvelja um lengri eða skemmri tíma í land- inu fyrir nær ekki neitt. Bannað er að sníkja sér far með bílum og lítið er gert fyrir fólk sem vill hafa nær frían aðgang að tjald- stæðum. Slíkir ferðamenn eyða sáralitlu og það sem keypt er fæst ódýrt, því vegna lágs gengis gjaldmiðilsins og verðbólgu fá útlendingar mikið fyrir aurana sína í Portúgal. Ráðgert er að innrétta gömul hús og hallir á þann veg að útlendingar sækist eftir að búa þar, en verða auðvitað að greiða ‘ fyrir. Eins eru þeir hvattir til að ■ Ferðamannastraumur er mikill til Portúgal, útlendingarnir alltof litlu að áliti heimamanna. byggja eigin hús til að dvelja í á sumrum eða eyða ellinni í róleg- heitum í veðurblíðunni í Portú- gal. Verða lóðir á fögrum stöðum seldar með góðum kjörum til þeirra sem vilja eign- ast eigið hús í sólinni. Þannig er stefnt að því að eyða ■ HANS-DIETRICH ' Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands hafði ekki erindi sem erfiði, þegar hann heimsótti ráðamenn í Moskvu í byrjun vikunnar. Hann kom þangað á sunnudegi og ræddi við Gromiko og Chernenko á mánudag og þriðjudag, en hélt þá heimléiðis. Formlega voru móttökurnar í bezta lagi. Gromiko utanrík- isráðherra tók á móti honum á flugvellinum og settu þeir báð- ir upp bros, þegar teknar voru af þeim myndir. Eftir það fór brosið af Gromiko. Genscher hafði gert sér nokkrar vonir um, að ferð hans yröi ekki með öllu árang- urslaus. M.a. Itafði hann ný- lega farið til Washington og lýst því í viöræöum viö Reag- an, að vestur-þýzku stjórninni geðjaöist ekki að fyrirætiunum hans um vígbúnað úti í geimn- um. Þetta mál mun Genschcr hafa hugsað sér aö ræða síðan við Rússa, en þeir hafa lýst miklum áhuga á alþjóðlegum samningi, sem bannaði slíkan Wíitirj Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Gromiko að taka á móti Genscher við komuna til Moskvu á sunnudaginn. Vestur-Evrópu af hve miklu kappi það hefur verið sótt að konia upp bandarískum eld- flaugum. Flokksþing vestur-þýzkra sósíaldemókrata, sem nýlega var lialdið, virtist allglöggt dænri um þetta. Stefnu Willys Brandt hcfur ótvírætt vaxið fylgi, en hún var sú. að, fresta uppsetningunni um sinn og Rússar fjölga eidflaugum við strendur Bandaríkjanna Köld ræða Ustinovs á komudegi Genschers vígbúnað. Aðalerindi Genschers varð þó að kynna sér möguleika á því að fá Rússa til að hefja að nýju viðræður um að taknrarka fjölda kjarnavopna og þá ekki sízt meðaldrægra eld- flauga, sem geta boriö kjarna- vopn. Sovétríkin hættu á síð- astliðnu hausti viðræðum um takmörkun þcirra, þegar Bandaríkin hófu að setja þau upp í Vestur-Evrópu. Genscher er sagður hafa fengið skjót svör við þessari málaleitun. Sú afstaða Sovét- ríkjanna væri óbreytt að hverfa ekki aftur að samningaborði varðandi þessi mál fyrr en umræddar eldflaugar Banda- ríkjanna í Vestur-Evrópu hefðu verið teknar niður. Þá mun Genscher hafa eitthvað hreyft máli Sakharov- hjónanna, en fengið litlar undirtektir. ÞAÐ VAKTI athygli, að daginn, sem Genscher kom til Moskvu, flutti Dmitri F. Usti- nov varnarmálaráðherra ræðu, sem fékk mikla umfjöllun í rússneskum fjölmiðlum. Það var meginefni ræðunnar að staðfesta fyrri yfirlýsingar stjórnar Sovétríkjanna varð- andi hugsanlegar viðræður um takmörkun meðaldrægra cld- flauga. Það væri áfram ófrá- víkjanleg stefna Sovétstjórnar- innar að taka ekki þátt í þessunr viðræðum fyrr en bandarísku eldflaugarnar í Vestur-Evrópu hcfðu verið teknar niður. Ustinov skýrði jafnframt frá því, að vegna uppsetningar bandarísku eldflauganna í Vestur-Evrópu hefðu Rússar sett upp eldflaugar bæði í Austur-Þýzkalandi og Tékk- óslóvakíu og því yrði haldið áfram, ef Bandaríkin héldu áfrarn að fjölga eldflaugum í Vestur-Evrópu. Ennfremur skýrði Ustinov frá því, að fjölgað hefði verið nálægt ströndum Bandaríkj- anna rússneskuni kafbátum, sern væru búnir eldflaugum, er gætu borið kjarnasprengjur. Þær gætu hitt Itvaða skotmark sern væri í Bandaríkjunum inn- an l() mínútna. Talið er, að eldflaugar þær, sem Bandaríkin eru að setja upp í Vestur-Evrópu, geti náð til skotmarka í Evrópuhluta Sovétríkjanna á 5-K) mín - útum. Samkvæmt ágizkun, sem New York Times telur áreið- anlegar, hafa Rússar nú 243 SS-20 eldflaugar í Evrópu. Áætlun Nato frá 1979, scm nú er yerið að framkvæma, gerir ráð fyrir að settar verði upp 572 Pershing-eldflaugar og stýriflaugar í Vestur-Evrópu, en ekki hefur enn verið komið ■ Þannig líta kafbátarnir út, sem Rússar hafa við strendur Bandaríkjanna. upp nema litlum hluta þeirra. Enn eru því sambærilegar eld- flaugar Sovétmanna miklu fleiri í Evrópu. Það var trú margra vest- rænna stjórnmálamanna, að uppsetning bandarísku eld- flauganna kynni að hafa þau áhrif á Sovétmenn að þeiryrðu fúsari til að setjast að samn- ingaborði, þegar þeir sæju. að það væri full alvara að fram- fylgja Nato-áætluninni frá 1979. Áhrifin hafa orðið öfug, eins og oftast vill verða, þegar vígbúnaður er aukinn. Þá telur hinn keppinauturinn, að hann verði að svara í sömu mynt. Vafalítið hefði það verið hyggilegnj að fara að ráði vest- rænna sósíaldemókrata, sem vildu reyna frekari samninga- tilraunir áður en uppsetning eldflauganna væri hafin. ÞAÐ KANN líka að geta haft áhrif á Rússa, að það virðist ekki mælast vel fyrir í reyna frekari samkomulags- umleitanir. Annað dæmi urn þetta er sú tillaga Craxis forsætisráðherra Ítalíu að bjóðast til að stöðva uppsetninguna í einhvern tíma, ef það greiddi fyrir því, að viðræður gætu hafizt að nýju. Þá er bersýnilegt, að and- staðan í Hollandi gegn upp- setningu eldflauga þar hefur magnazt. Flest virðist benda til, að stjórnin fái þingið ekki til að fallast á Nato-áætlunina óbreytta. Loks er svo að geta þeirrar afstöðu danska þingsins, að engu af framlagi Danmerkur til Nato megi verja til að koma upp bandarískum eld- flaugum. Þótt þetta geti haft einhver áhrif á Rússa, ræður það þó áreiðanlega meira, að þeir telja engar líkur á samkomu- lagi við Bandaríkin fyrr en eftir forsetakosningar. Jafnvel þótt Reagan muni vilja semja, muni hann ekki treysta sér til þess fyrir kosningarnar, nema Rússar geri meiri tilslakanir en þeir eru fúsir til að fallast á. Rússar virðast draga af þessu þá ályktun, að viðræður um afvopnunarmálin dragist á langinn. Það er ekki ólíkt fyrri starfsháttum rússneskra stjórnvalda að sýna litla undanlátssemi meðan beðið er. Kuldinn þykir viðeigandi undir slíkum kringumstæðum. margan hátt að freista útlend- inga til að eyða frítímum sínum í Portúgal, en það verður að borg fyrir greiðann. Markmiðið er því ekki að auka ferðamannastrauminn, heldur að hafa af honum meiri tekjur. Ferðamannastraumurer mikill til Potrúgal, en þar eyða útlendingarnir alltof litlu að áliti heimamanna. Hagur flug- félaga vænkast Pans-Reuter. ■ Eftir fimm ára taprekstur munu flugfélög komast réttu megin við strikið á þessu ári og skila hagnaði, en þó óveru- legum, sagði Arne Hammar- skjöld aðalframkvæmdastjóri IATA, alþjóðasamtaka flugfé- laga. Vegna efnahagsbatans var búist við að hagnaður flugfélaga yrði um 7.5% á þessu ári, en í Ijós kemur að hann er aðeins 0.5%. Varar framkvæmdastjór- inn stjórnendur flugfélaga að vera of bjartsýna og telur að ekki sé ráðlegt að leggja í miklar fjárfestingar, en það hef- ur aftur í för með sér að flug- félögin kaupa meira notaðar flugvélar og það kemur illa út fyrir flugvélaiðnaðinn og mun hafa slæmar afleiðingar síðar þegar frá líður og þarf að endur- nýja flugflotana. Ástæðan til að horfur hafa versnað á ný miðað við bjartsýnar spár í ársbyrjun, er að sætanýting er ekki eins góð og búist hafði verið við. Hammarskjöld ráðlagði tlugfélögum innan IATA að skipuleggja áætlunarferðir sínar þannig að sætanýting væri sem best. Hann kvað erfiðleikana einnig stafa af því að í Banda- ríkjunum voru fjargjöld gefin frjáls og flugfélög hafa undir- boðið hvert annað, sem kemur farþegum til góða en getur haft slæm áhrif á rekstur flugfélaga og reglubundna þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Mikill áhugi á Ermasunds- göngum Brussel-Reuter ■ Samstarfsráð Efnahags- bandalagsins fagnaði í gær skýrslu sem bankar í Frakklandi og Bretlandi lögðu fram um hagkvæmni þess að leggja göng undir Ermasund og tengja Bret- land þannig meginlandinu. Mun bandalagið leggja fram allar nauðsynlegar tryggingar fyrir fjármögnun mannvirkisins. Gert er ráð fyrir að einkaaðil- ar leggi göngin en bankar beggja vegna sundsins og Efnahags- bandalagið munu aðstoða við framkvæmdin með ráðum og dáð. Kostnaður við göngin, sem gert er ráð fyrir að rúmi tvenna járnbrautarteina, er áætlaður 5.7 milljarð sterlingspunda, eða yfir 3000 milljarða ísl. kr. Auk Ermasundsganganna leggur Efnahagsbandalagið til að allt samgöngukerfi aðildar- ríkjanna 10 verði endurskipu- lagt og samhæft, til að flutningar verði sem greiðastir innan ríkj- anna og á milli þeirra. Evrópski fjárfestingabankinn mun leggja fram þau lán sem til þarf í þessu skyni.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.