NT - 28.05.1984, Síða 1
Kjarasamningar setja málin í hnút:
Verða Blöndu-
framkvæmdir
boðnar út á
nýjan leik?
■ Svo getur farið að engar framkvæmdir verði
við Blönduvirkjun í sumar. Astæðan er sú að
kjarasamning vantar og Landsvirkjun getur ekki
skrifað undir samning við verktaka fyrr en sá
samningur er í höfn. Vinnuveitendasambandið
virðist vera sá aðili sem samningsgerðin strandar
á. Viðræðum um samninginn var frestað hjá
sáttasemjara á fimmtudaginn að ósk VSI og
hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Aætlað var
að hefja framkvæmdir nú um mánaðamótin,
þannig að hver dagur sem líður án þess að
samningar náist mun hafa í för með sér seinkun
framkvæmda.
Tilboð þau sem Landsvirkj-
un hefur fengið í fyrstu verk-
þættina gilda ekki nema' út
júnímánuð og gæti því svo
farið ef samningar takast ekki
í júní að bjóða yrði þessa
verkþætti út aftur og væri þá
trúlega útilokað að fram-
kvæmdir hæfust í sumar.
Ætlunin mun vera sú að
gerður verði heildársamningur
sem gildi um virkjunarfram-
kvæmdir fyrir allt landið. Nú
hefur Verkalýðsfélagið Rang-
æingur sem átti fulltrúa í samn-
inganefndinni, ákveðið að láta
hann hætta störfum þar. Að
sögn Sigurðar Óskarssonar,
varaformanns félagsins, hefur
afstaða VSÍ til samningsgerð-
arinnar lýst sér í „fyrir-
vörum, drætti, umboðsleysi og
öllum þeim kvillum sem venju-
lega hrjá menn sem ekki ætla
sér að semja."
Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamanna-
sambandsins tók undir orð
Sigurðar í samtali við NT í gær
og bætti því við að hann sæi
ekki betur en VSÍ ætlað sér að
fresta framkvæmdum við
Blönduvirkjun eitt ár í viðbót.
Þórarinn Þórarinsson hjá
VSÍ kvað vonir standa til að
samningsgerðinni gæti lokið
um miðjan júní, viðræðurnar
yrðu væntanlega teknar upp
aftur um miðja vikuna. Hann
sagði að fyrri samningar um
framkvæmdir á hálendinu
hefðu þótt býsna dýrir. í því
sambandi nefndi hann sérstak-
lega ferðakostnað og taldi frá-
leitt að flytja menn „viku- eða
hálfsmánaðarlega hringinn í
kringum landið.
Sjá NT-viðtal við Ásgeir á baksíðu og íþróttir
Asgeir meistari og
Knattspyrnumaður
V-Þýskalands 1984
■ Ásgeir Sigurvinsson varð á laugardaginn v-þýskur meist-
ari í knattspyrnu og var um leið valinn Knattspyrnumaður
ársins af leikmönnum Bundeslígunnar. Hér sjást Ásgeir og
Karlheinz Förster fyrirliði Stuttgart, með skjöldinn er fylgir
meistaratigninni.
Hverju hefði kosningalagabreytingin
breytt í síðustu Alþingiskosningum?
■ Óli Þórðar, Davíð Aðal- Björn Dagbjarts, Krístjana kosningalagabreytingin sem anna töluvert öðruvísi en sókn sem tapar og hinir sem
steinsson, Karl Steinar, Milla, Guömundur H., Geir, samþykkt var á síðasta þingi raun varð á og víst gefur þessi græða.
Guðmundur Bjarna og Kol- Jóhann Einvarðs, Magnús hefði komið til framkvæmda samanburður okkur mynd af
brún í Bj væru öll úti í Magnússon og Ámi Gunn- aðeinsfyrr. Þáværilikaskipt- því sem koma skal. í heildina hlc 19 I
kuldanum en Kjartan Ólafs, arsson sætu í þinginu. Allt ef ingin milli stjórnmálaflokk- séð virðist það vera Fram- — PI5» »» _|
Með
raf-
magns-
reikning-
inní
Hæsta-
rétt
H 1700 króna raf-
magnsreikningur í
Hæstarétt. Próf-
essor Gísli Jónsson
vill áfrýja til
Hæstaréttar úr-
skurði fógetaréttar
Hafnarfjarðar.
Sjá blaðsíðu4
í morgun:
Verkfall
hjá löm-
uðum og
fötluðum
■ I morgun hófst verkfall
sjúkraþjálfara hjá Styrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra á
Háaleitisbraut, cn þangað
koma um 100 manns í endur-
hæfingu á degi hvcrjum.
Verkfallið stendur frarn á
miðvikudag, en nýtt verkfall
hefur vcrið boðað 4. júní hafi
samningar ckki tekist. Eftir
að slitnaði upp úr viðræöum
á sáttafundi á laugardag horf-
ir heldur þunglega í málinu.
Það scm mcnn töldu þá hafa
áunnist var á ný komið í
byrjunarstööu, samkvæmt
heimildum NT. Ekki mun
vcra fullur einhugur meðal
sjúkraþjálfara og aö minnsta
kosti einn þeirra mætti til
vinnu í morgun þrátt fyrir
boðað verkfall. Sigurður
Magnússon framkvæmda-
stjóri scgir verkfallið ekki
hafa áhrif á fjárhagsstöðu
stöðvarinnar, aðeins bitna á
sjúklingum. Sjúkraþjálfarinn
sem mætti til vinnu er belgísk-
ur. Hann kvaðst styðja verk-
fallið en drósiðferðileganrétt
til verkfalls, i þessu tilfelli í
efa. Annars var rólegt um að
litast á endurhæfingarstöð-
inni í morgun; flestir þeirra
sem vanir eru að koma til
endurhæfingar vissu um verk-
fallið og spöruðu sér sporin.
Þó var einhverjum snúið við
sem ætluöu að nota sundlaug-
ina.
—
Loðdýrarækt
aðeins
skrýtla
í munni
stjórn-
málamanna
Sjá bls. 2