NT - 28.05.1984, Page 4
i!W
Ársþing Slysavarnafélagsins:
„Afturför
í öryggis-
þjónustu
sjómanna“
- segir f orseti Slysavarnaf élagsins
■ „Stöðugleika skipa er mjög
áfátt hjá mörgum ísienskum
fiskiskipum og mörg slys að
undanförnu má rekja til þess,“
sagði Haraldur Henrýsson, for-
seti Slysavarnafélagsins í sam-
tali við NT er hann var inntur
eftir niðurstöðum ársþings
Slysavarnafélagsins sem haldið
var i Vestmannaeyjum um helg-
ina. Haraldur sagði jafnframt
að gera þyrfti ýtarlega úttekt á
íslenska skipaflotanum, einkum
með minni og eldri skip í huga.
Pá gat Haraldur þess að
minnkandi öryggisþjónusta og
öryggisgæsla landhelgisgæsl-
unnar væri mörgum áhyggju-
efni. „Landhelgisgæslan mun
búa yfir minni tækjakosti nú en
áður, og óvissa er um þyrlu-
rekstur", sagði Haraldur. „Við
teljum að í rauninni hafi orðið
afturför í sambandi við öryggis-
þjónustu við íslenska sjómenn
hvað þetta snertir."
Á ársþingi Slysavarnafélags-
ins voru ýmsir málaflokkar á
dagskrá en að sögn Haraldar
Henrýssonar voru öryggismál
sjómanna veigamesta viðfangs-
efni ráðstefnunnar. í ályktun
sem samþykkt var á þinginu var
áhersla lögð á menntunarmál
sjómanna og varað við öllum
tilhneigingum til að draga úr
menntunarkröfum. Haraldur
kvað þetta mikilvægt mál, eink-
um með tilliti til þess að slysa-
tíðni á sjó mun vera sú mesta
sem þekkist í íslensku atvinnu-
lífi. Þá var vakin athygli á
þjálfun sjómanria í meðferð
björgunar og öryggistækja og
að brýnt sé orðið að bæta og
skapa aðstöðu fyrir slíka
fræðslu. í því skyni hyggjast
Slysavarnafélagið og sjómanna-
samtökin setja á fót þjálfunar-
miðstöð fyrir sjómenn.
Mánudagur 28. maí 1984 4
■ Prófessor Gísli Jónsson hef-
ur sótt um áfrýjunarleyfi til að
áfrýja til Hæstaréttar máli milli
hans og Rafveitu Hafnarfjarð-
ar. Nýlega féll í Fógetarétti í
Hafnarfírði úrskurður í máli
þessu, Rafveitunni í hag. Vill
Gísli ekki una úrskurðinum og
sótti því um leyfið.
Sérstakt leyfi þarf til áfrýjun-
ar þar sem upphæð sú er málið
fjallar um er of lítil til að
Hæstiréttur geti tekið málið
fyrir.
Upphæðin er 1700 kr. en það
er mismunur á gjaldskrá Raf-
veitunnar og verði því sem Gísli
vill borga fyrir rafmagnsnotkun
hitablásara í lofthitunarkerfi í
húsi sínu.
■ Gísli Jónsson, prófessor. „Hér er um það að ræða hvort
einokunarfyrirtæki, eins og Rafvcitan, geta breytt gjaldskrám
sínum að vild.“ Þessi mynd er tekin á ráðstefnu um rafmagnsbíla
nú um helgina. NTmynd ÁmiSæberg
breyttist þann 29. janúar 1982
þannig að tekið var fram hvaða
tæki teldust húshitunartæki og
voru hitablásarar undanskildir.
Að sögn Jónasar Guðlaugs-
sonar, rafveitustjóra, var þessi
breyting gerð til að taka af öll
tvfmæli um eftir hvaða reglum
skyldi farið við gjaldtöku og að
stuðst hefði verið við hefð-
bundna venju í því sambandi.
í samtali við NT benti Jónas
á að í skýrslu, gerðri af Gísla í
kringum 1970, kæmi fram að
u.þ.b. tveir þriðju af húsaraf-
magni nýttust til húshitunar.
Annars vildi Jónas ekki tjá sig
um málið.
Gísli sagði að hér á landi
væru hundruð húshitunarkerfa
Gísli Jónsson prófessor:
Með rafmagnsreikn-
inginn í Hæstarétt
Ráðuneytið hefur sent um-
sókn Gísla til umsagnar Rafveit-
unnar sem taka mun málið fyrir
á stjórnarfundi í dag. Þaðan fer
síðan málið aftur í dómsmála-
ráðuneytið sem senda mun það
til Hæstaréttar til umsagnar
áður en endanleg ákvörðun er
tekin.
Gísli segir að hér sé um
„prinsippmáU að ræða og
spurningin sé hvort einokunar-
fyrirtæki eins og Rafveitan geti
breytt gjaldskrám sínum að
vild. Gjaldskrá Rafveitunnar
sem notuðu hitablásara og væri
því mikilvægt fyrir neytendur
að fá þetta leiðrétt.
Gísli var rafveitustjóri í Hafn-
arfirði frá 1961 til 1969.
■ Frá skólaslitunum. Skólameistarí ávarpar nýstúdenta. Að ofan gefur að líta málverkið af fyrstu.
skólameistarahjónunum.
Hótel Loftleiðir:
Tékknesk
kynning
■ Tékkneskir dagar verða á
Loftleiðahótelinu frá 24.-30.
maí. Dagskráin er haldin til að
kynna Tékkóslóvakíu á íslandi,
einkum á sviði verslunar og
ferðalaga. Hún fer að mestu
fram á Hótel Loftleiðum. Þar
verða kynntir tékkneskir sér-
réttir, þjóðlagatríó leikur í
matsalnum og einnig verður
sýning á þeim vörum sem tékk-
nesk útflutningsfyrirtæki hafa á
boðstólnum. Á sviði menningar
verður sýnt handverk og list-
munir. Börnum verður boðið
upp á tékkneskt sjónvarpsefni,
einkum byggt á þjóðsögum, og
efnt verður til samkeppni barna.
í ágúst munu Tékkar einnig
taka þátt í kaupstefnunni Heim-
ilið og fjölskyldan í Laugardals-
höll.
Skólameistarahjónin á léreft
■ Sáutján stúdentar útskrifuð-
ust frá Menntaskólanum á ísa-
firði í vor. Þetta ér í tíunda
skipti sem skólinn útskrifar stúd-
enta. Tíu ára stúdentar færðu
skólanum málverk af fyrstu
skólameistarahjónunum, þeim
Bryndísi Schram og Jóni Baldvin
Hannibalssyni. Myndina málaði
Pétur Guðmundsson. Að þessu
sinni útskrifuðust 17 stúdentar
frá Menntaskólanum á ísafirði.
NT-mynd Árni Sæberg,
■ William Diekmann
Nauð-
lend-
ing
■ Lítil fjögurra sæta Piper-
flugvél á leið frá Akureyri til
Egilsstaða nauðlenti á túni við
bæinn Mælivelli á Jökuldal í
gær. Gangtruflanir komu fram í
vélinni og ákvað flugmaðurinn
að nauðlenda. Engin slys urðu
á fólki, en fjórir voru í vélinni.
Flugvélin er ekkert skemmd og
getur líklega flogið upp af tún-
inu aftur þegar gert hefur verið
við mótorinn.
Sex prestaköll auglýst
■ Sex prestaköll hefur
Biskup íslands nú auglýst
laus til umsóknar. Dalvík,
Djúpavog. Hrísey, Rauf-
arhöfn, Sauðlauksdal og
Súgandafjörð. Guðfræði-
menntun áskilin. Um-
sóknum skal skilað á bisk-
upsstofu. Umsóknarfrest-
ur til 24. júní.
NATO-nám á Islandi
■ „íslendingar standa framar-
lega á sviði almannavarna á
friðartímum,“ sagði William
Diekmann, þýskur almanna-
varnafulltrúi. Diekmann var á
námsstefnu almannavarna
NATO hér á landi í síðustu
viku.
Á námsstefnunni voru er-
lendum fulltrúum kynntar
helstu ráðstafanir og áætlanir
Almannavarna íslands. Þá
fluttu á námsstefnunni ýmsir
íslenskir vísindamenn erindi um
náttúruhamfarir.
Páll Einarsson flutti erindi
um jarðskjálfta, Markús Á.
Einarsson um ofsaveður og
sjávarflóð og Páll Imsland um
eldgos. Þá fluttu einnig erindi
Hafliði Helgi Jónsson og Sigur-
jón Rist.
Þátttakendur á námsstefn-
unni voru frá Noregi, Dan-
mörku, Spáni, Grikklandi,
Bandaríkjunum, Kanada,
Bretlandi, Belgíu, íslandi og
Þýskalandi auk fulltrúa frá
höfuðstöðvum NATO.
Diekmann sagði að lítið væri
um almannavarnaáætlanir í
Þýskalandi vegna hættu á friðar-
tímum. Hins vegar sagði hann
að það hefði vakið athygli sína
og annarra ráðstefnugesta
hversu gott samstarf sé milli
hinna mörgu aðila sem vinni að
almannavörnum hér á landi.
Þá sagði hann að ráðstefriu-
gestir frá öðrum löndum, svo
sem Spániog Grikklandi hefðu
lært mikið af skipulagi á al-
mannavörnum hér á landi.