NT - 28.05.1984, Qupperneq 8
Mánudagur 28. maí 1984 8
■ Faðir og dóttir á góðri stundu: Louis Ducreux og Sabine Azema í hlutverkum sínum í Sunnudegi ® Gamli málarinn og fjölskylda hans samankomin yfir sunnudagsteinu.
í sveitinni eftir Bertrand Tavernier.
„Sviðssetning í ætt við tónlist“
Um og í kringum Sunnudag í sveitinni eftir Bertrand Tavernier, sem
fékk verðlaun fyrir bestu sviðssetningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes
■ „Sú tegund sviðssetning-
ar, sem ég hef verið að leitast
við að ná, allt frá því að ég
gerði „Vikufrí" (s'em sýnd
var á kvikmyndahátíð í
Reykjavík á sinum tíma.
innsk. NT) er mjög í ætt við
tónlist, og hún felst í samspili
tilfinninga og Ijóss. Ég hef
reynt að ná fram þessu sam-
spili nieð sjálfri kvikmynda-
vélinni, þannig að hún sé
þátttakandi, en ekki ein-
göngu skrásetjar, og ég held
að það hafi tekist í þessari
kvikmynd með dyggri aðstoð
kvikmyndatökumannanna
Bruno de Keyzer og Jean
Harnois“.
Pað er franski leikstjórinn
Bertrand Tavernier, sem hér
lýsir starfi sínu við myndina
Sunnudagur í sveitinni, sem
tók þátt í samkeppninni í
Cannes.
Tavernier er ekki einn um
að sviðssetning hans hafi
heppnast vel. Dómnefnd há-
tíðarinnar var á sama máli og
veitti honum verölaunin fyrir
sviðssetningu (mise en
scene).
Sunnudagur í sveitinni er
gerð eftir skáldsögunni „Hr.
Ladmiral er um senn allur“
eftir franska rithöfundinn Pi-
erre Bost, en handritið er
eftir Bertrand'Tavernier og
konu hans Colo Tavernier.
Nafn myndarinnar er hins
vegar komið frá aðalleikar-
anum Louis Ducreux, sem
missti það út úr sér einhvern
tíma á meðan á tökum stóð.
Eins og nafnið gefur til
kynna, gerist myndin á einum
degi. Það er sólríkur og fagur
sunnudagur einhvers staðar
úti í sveit ekki alllangt frá
París. Þar býr gamall málari,
Hr. Ladmiral, í fallegu húsi,
ásamt þjónustustúlkunni
Mercedes. Pennan sunnudag
árið 1912, eins og aðra sunnu-
daga, býr Hr. Ladmiral sig
undir að taka á móti syni
■ Louis Ducreux, Bertrand Tavernier, Sabine Azema, leikarar og leikstjóri Sunnudags í sveitinni, ásamt framleiðandanum Alain
Sarde- NT-mynd GB.
sínum, tengdadóttur og
barnabörnunum þremur.
Dagurinn líður við hvers-
dagslegar samræður, uns
yngra barn málarans, dóttirin
Irene, skýtur upp kollinum
eins og hvítur stormsveipur,
óvænt eins og alltaf, og raskar
hinni hefðbundnu ró.
Söguþráður myndarinnar
lætur ekki mikið yfir sér, en
með næmi sinni og tilfinningu
fyrir persónunum og um-
hverfinu, hefur Tavernier
tekist að skapa verulega eftir-
minnilega mynd og í hópi
þeirra bestu, sem voru sýndar
á hátíðinni í Cannes. Hér
voru það smáatriðin, sem
skiptu máli: augnaráð per-
sónanna, vandræðalegar
þagnir eða klisjukennd orð,
drullukökur, sem börnin
henda í glugga, eða sú stað-
reynd að Hr. Ladmiral kemur
of seint á stöðina til að taka á
móti syni sínum, þó svo að
hann hafi lagt af stað tíu
mínútum áður en lestin átti
að koma. Hann keypti nefni-
lega húsið endur fyrir löngu
vegna þess, að það var í tíu
mínútna göngufjarlægð frá
járnbrautarstöðinni. Og
hann þrjóskast við að viður-
kenna að hann er orðinn
gamall. Öll falla þessi atriði
’saman eins og nótur í vel
sömdu tónverki, þannig að’
áhorfandinn á sér þá ósk
hcitasta, að þessi sunnudagur
í sveitinni taki aldrei enda.
Pað er greinilegt, að Bert-
rand Tavernier er leikstjóri,
sem þykir vænt um persónur
sínar, og Sunnudagur ísveit-
inni er hans best heppnaða
kvikmynd í langan tíma.
Aðalhlutverk myndarinn-
ar, Hr. Ladmiral, er leikið af
Louis Ducreux, var spurður
að því á fundi með frétta-
mönnum eftir frumsýningu
myndarinnar, hvernig þessi
fyrsta stóra innkoma hans í
kvikmyndirnar hefð gengið
fyrir sig.
„Hún gekk fyrir sig eins og
best verður á kosið og án
nokkurra erfiðleika. Hvernig
mátti líka annað vera með
jafn stórkostlegum leikstjóra
og Tavernier er? Annars
finnst mér ekki svo* mikill
munur á kvikmyndaleik og
sviðsleik, nema hvað maður
talar miklu hærra á leiksvið-
inu“, sagði Louis Ducreux.
Frammistað Duereux í
hlutverki Hr. Ladmiral er
slík, að það er aðeins hægt að
harma það, að hann skyldi
ekki hafa gefið sig meira að
kvikmyndaleik um ævina.
Hann var eins og skapaður
fyrir hlutverkið. Sagan á bak
við val hans í hlutverkið er
nokkuð skemmtileg og við
skulum gefa Tavernier orðið:
„Ég á sæti í Félagi höfunda,
þar sem ég gæti hagsmuna
kvikmyndaleikstjóra og kvik-
myndahöfunda. Louis Ducr-
eux á þar einnig sæti, þar sem
hann gætir hagsmuna leik-
hússfólks. Og þegar ég fór að
hugsa um persónuna, hafði
ég Louis Ducreucx andspænis
mér. Það sem vakti alltaf
undrun mína var, að hann
sagði aldrei orð, þegar stjórn-
in kom saman. Dag nokkurn
herti ég upp hugann og hitti
hann að máli. Ég ræddi við
hann um persónu Hr. Lad-
miral, en áræddisvo aðspyrja
hann hvers vegna hann segði
aldrei neitt. Hann svaraði þá,
að hann væri hræddur um að
vera skipaður í einhverja
nefnd, ef hann opnaði
munninn. Þannig lágu leiðir
okkar saman, og þegar ég
hafði eytt með honurn einni
klukkustund, var það aug-
ljóst, að Louis Ducreux væri
eini leikarinn, sem hæfði hlut-
verkinu".
Ekki má þó gleyma leikur-
unum, sem Louis Ducreux
hefur við hlið sér í myndinni,
þeim Sabine Azema í hlut-
verki dóturinnar Irene, Mic--
hel Aumont- í hlutverki
sonarins Gonzague-Edouard
og Genevieve Mnich í hlut-
verki tengdadótturinnar. Án
þeirra hefði myndin tæplega
orðið það, sem hún er.
Sunnudagur í sveitinni er
óvenju hlýleg og mannleg
mynd, laus við alla væmni og
tilgerð, en slíkar myndir eru
orðnar afar sjaldgæfar nú til
dags. Vonandi verður ekki
löng bið á því, að íslenskir
kvikmyndahúsagestir fái að
njóta hennar, eins og kolleg-
ar þeirra úti í Evrópu.