NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 28.05.1984, Qupperneq 11

NT - 28.05.1984, Qupperneq 11
 brj?t ■Wr- Þegar Hamborg var lögð í rúst Martin Middlebrook: The Battle of Hamburg. Allied Bomber Forces against a Ger- man City in 1943. Penguin Books 1984. 424 bls. ■ Á árum heimsstyrjaldarinn- ar síöari var Hamborg, eins og löngum fyrr og síðar, mikilvæg- asta hafnarborg Þýskalands, auk þess sern allmikill iðnaður var í borginni, sem hafði þýð- ingu fyrir stríðsreksturinn. Af þeim sökunr töldu forystumenn bandamanna mikla nauðsyn á að lama allt líf í borginni og hún MARTIN MIDDLEBROOF THE BATTL OF HAMBUB THE FIRESTORM RAID var auk þess vel staðsett að því leyti. að þangað var tiltölulega stutt frá Bretlandseyjum og þess *». .GW5.05 nipeltuíi&SIS '' 7 V V . Mánudagur 28. maí 1984 11 vegna hægara um vik að gera loftárásir á Hamborg en þær borgir, sent austar lágu á Pýska- landi. Höfundur þessarar bókar. Martin Middlebrook, á sér all- sérstæða sögu sem rithöfundur. Hann var bóndi í Lincolnshire í Englandi. Árið l%7 brá hann sér í bændaferð til Frakklands. Þar sá hann í fyrsta skipti hina ógnarlegu og víðátlumiklu hermannagrafreiti frá fyrri heimsstyrjöld og varð fyrir svo sterkum áhrifum, að liann ákvað að skrifa bók. sem lýsti að minnsta kosti einum degi styrjaldarinnar frá sjónarhorni hins almenna borgara. Bókin kom út árið 1971 og varð þegar í stað metsölubók. Middle- brook brá þá búi og síðan hefur hann varla lagt frá sér pennann. Hann hefur skrifað margar um heimsstyrjaldirnar tvær og er þessi nýjust. I henni segir frá árásum bandantanna á Hamborg árið 1943, en þær báru mikinn árang- ur að áliti stríðsherranna, og í stríðslok var Hamborggjörsam- lega í rúst. Middlebrook lýsir í bókinni aðdraganda þess að ákveðið var að hefja loftárásir á Hamborg, hann lýsirárásarflug- vélunum. vörnum Þjóðverja og síðan árásunum eins og þær gengu fyrir sig frá einum degi, til annars. Öll er þessi frásögn fróðleg og margir áhugamenn urn stríðssögu hafa farið unt hann lofsamlegum orðum. Undirrituöum þótti á hinn bóg- inn athyglisverðast að lesa síð- ustu kafla bókarinnar. Þarsegir frá hryílingi loftárásanna fyrir hinn almenna borgarbúa, frá því helvíti, sem lífið í borginni varð á rneðan á árásununt stóð, frá eyðileggingunni og mann- fórnunum og loks reynir höf- undur að skilja tilganginn með þessu öllu sanian. en niðurstað- an hlýtur alltaf að verða sú sama: Loftárásir bitna ávallt harðast á þeirn, sem saklausir eru. I bókarlok eru svo birtar nokkrar frásagnir þeirra, sem lifðu árásirnar af og birtar eru tilskipanir til flugmanna árásar- vélanna og skrár yfir „árangur", sóknar- og varnaraðila. Þetta er fróðleg bók um hryll- ing og tilgangsleysi styrjalda og þar er gildi hennar öðru fremur. Jón Þ. Þór. Dag- bækur Harold Nicol- son Harold Nicolson: Diarics and Letters 1930- 1964. Edited and condensed by Stanley Olson. Penguin Books 1984. 436 bls. ■ Harold Nicolson var velþekktur og áber- andi maður í bresku þjóðlífi á því tímabili, sem dagbækur hans ná yfir, 1930-1964. Hann fæddist í Teheran árið 1886, sonur Carnocks lávarðar, sem þá var sendiherra Breta þar og síðan mikill áhrifamaður í breska utanríkisráðuneytinu á dögurn fyrri heimsstýrjaídarinnar. Nicolson gekk ungur í utanríkisþjónustuna og starfaði m.a. í Teheran og Berlín. Hann tók þátt í friðar- samningunum eftir fyrri heimsstyrjöld og átti þátt í stofnun Þjóðabandalagsins: Árið 1929 hætti hann störfum í utanríkisþjónust- unni og fluttist heim til Bretlands. Þar gerðist hann blaðamaður, var kosinn á þing árið 1935 og sat í neðri málstofunni til ársins 1945. Hann var aðstoðarráðherra í stríðs- ráðuneyti Churchills og hafði þá .a. með höndum það vandasama hlutverk, að annast samskipti bresku stjórnarinnar við de Gaulle. Eftir að hann hætti á þingi sneri Nicolson sér að blaðamennsku og öðrum ritstörfum. Hann skrifaði vikulegar greinar í Spectator og ritdóma í Observer, og samdi auk þess margar bækur, ævisögur, skáld- sögur og sagnfræðirit. Allt voru þetta mikilsverð og tfmafrek störf. en merkilegasta verk Harold Nicol- son, a.m.k. fyrir seinni tíma, hafa þó að öllum líkindum verið dagbækur hans. Þær ná yfir 34 ára skeið og að sögn sonar hans, Nigel Nicolson, hafði hann þá reglu, að setjast við dagbókarritun á hverjum morgni. Dagbækurnar eru varðveittar í bókasafni Balliol College í Oxford ogeru alls um þrjár milljónir orða. Þær voru fyrst gefnar út í þrem bindum á árunum 1966-1968 og var þar þó um úrval að ræða. Þær vöktu strax rnikla athygli og þóttu mikilsverðar heimild- ir og segir sagan, að þær hafi selst betur, en nokkurt annað verk Nicolson. Útgáfan, sem hér er til umfjöllunar. er stytt og samþjöppuð og aðeins í einu bindi. Hún er að miklu leyti úrval úr fyrri útgáfu, en þó er hér nokkuð efni, sem ekki birtist í fyrri útgáfunni, efni, sem meiri ástæða hefur þótt til að birta eftir því sem árin hafa liðið. Dagbækur Harold Nicolson eru rnjög fróðlegar og skemmtilegar aflestrar og út- gefandinn, Stanley Olson. hefur unnið sitt verk vel, valið og hafnað af smekkvísi. Hér má fræðast um ótal margt, sem viðkemur breskum stjórnmálum á 4. áratugnum og- frásagnir af stjórnmálum á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar eru að vonum stór- fróðlegar. Þar eru margir frægir menn nefndir til sögu og margt af þeim sagt. Mér þykja þó skemmtilegastar frásagnir höfund- ar af blaðamennsku og þátttöku í menning- arlífi Lundúna á árunum eftir stríð. Þar nýtur frásagnarlist hans sín best. Auk dagbókarfærsínanna eru birt í þess- ari bók nokkur bréf Nicolson til fjölskyldu sinnar og í bókarlok er ýtarleg nafnaskrá. Jón Þ. Þór. 1. júní gildir hann, haíirðu greitt hann'þá eða fyrr. Þá eru 500 aukavinningar dregnir út. 8. júní gildir hann aftur, semogaðrir miðar greiddir þann dag eða íyrr. Þá eru aítur dregnir út 500 aukavinningar. 17. júní gildir hann enn, eins og allir miðar greiddir þá eða fyrr. Þá verða aðalvinningarnir dregnir út. Þetta er sannkallað happaregn! AÐALVINNINGAR: 10 FIAT UNO bíll ársins ’84 22 NORDMENDE myndbandstœki AUKAVINNIN G AR: 400 REALTONE útvarpsviðtœki, með klukku og vekjara 400 PIRATRON tölvuúr með vekjara og rafeindareikni 200 POLAROID VTVA ljósmyndavélar Hugsanlega heíurðu þrjá vinninga í hendi þegar upp styttir þann 17. júní! Happaregn er happdrœtti Slysavamafélags íslands. í það er ráðist til viðhalds og eílingar slysa- varna á íslandi og á öllum haísvœðum umhveríis það. 1000 vinningar alls, alvea aukaleqa. VTÐ ÞORFNUMST ÞIN - ÞÚOKKAR

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.