NT - 28.05.1984, Page 27

NT - 28.05.1984, Page 27
 iriui i nn Samúel Örn Erlingsson (áb), BjörnLeósson, ÞórmundurBergsson Páll kvað _ Þórsara í kútinn ■ Páll Ólafsson skoraði þrennu gegn Þór í gærkvöld. Á þessari mynd hefur Óskari Gunnarssyni Þórsara tekist að stöðva Pál áður en hann kæmist í gegnum vörn Þórsara. NT-mynd Árni Sæbcrg. ■ „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með mörkin mín þrjú í þessum leik, en stigin þrjú sem við tryggðum okkur eru mun mikilvægari“ sagði Páll Ólafs- son Þróttari, í samtali við NT, eftir að hann skoraði öll þrjú mörk Þróttar í leiknum gegn Þór á Laugardalsvelli í gærkvöld, í 1. deildinni í knatt- spyrnu. „Við bjuggumst við þeim sterkum og fyrsta háfltímann af leiknum vorum við sofandi. Eftir að við skoruðum fyrsta markið þá brotnuðu þeir alveg niður. Við nýttum okkur það og tókum ieikinn í okkar hendur. Það er ánægjulegt að við skulum vera farnir að skora mörk, því það hefur verið það sern okkur hefur vantað að undanförnu", sagði Páll. MarkBraga gerði muninn ■ Fram sigraði Breiðablik 1-0 á Kópavogsvelli í gær, í fremur slökum leik. Leikur þessi var fyrsti heimaleikur Kópavogsmanna. í þessu ís- landsmóti. Mörkin í þessum .leik hefðu getað verið fleiri, en það eina sem virkilega vel var staðið að í leiknum var sigur- mark Braga Björnssonar. Blikarnir fóru vel af stað, og fengu sitt fyrsta færi á 8. mínútu, þegar Guðmundur Baldursson prjónaði sig inn fyrir, en alnafni hans í marki Fram varði. Tíu mínútum síðar brenndi Heiðar Heiðarsson Bliki illa af í teignum. síðan fengu Blikarnir draumafæri sem hefði getað tryggt þeim að minnsta kosti eitt stig. Blikarn- Einkunnagjöf NT: BREIÐBLIK Friðrik Friðriksson Benedikt Guðmundsson Qmar Rafnsson Olafur Sjörnsson Loftur Oiafsson Vignir Baldursson Þorsteinn Geirsson Jóhann Grétarsson Heiðar Heiðarsson Guðmundur Baldursson Sigunón Kristjánsson Jón Einarsson Ingólfur Ingólfsson FRAM: Guðmundur Baldursson Þorsteinn Þorsteinsson Trausti Haraldsson Omar Jóhannsson Sverrir Einarsson Kristinn Jónsson Bragi Björnsson Guðmundur Steinsson Þorsteinn Vilhjálmsson Einar Biörnsson §teinn Guðjónsson Orn Valdimarsson ir komust inn í sendingu á miðjunni, og allt í einu var Sigurjón Kristjánsson alfrír innan varnar fram með boltann. Sigurjón lék upp að markinu, átti alla möguleika, en valdi þann sísta, gaf illa á Jóhann Grétarsson sem fór upp með honum, Jóhann náði ekki boltanum og boltinn rann útaf. Mínútu síðar gerðu Framarar útum leikinn, Bragi Björnsson fékk draumasend- ingu frá Kristni Jónssyni í vítateigshorninu og skoraði með góðu skoti í fjærhornið, skoti sem Friðrik Friðriksson markvörður Breiðabliks réði ekki við, en Friðrik átti annars góðan dag í marki Breiðabliks, greip vel inn í með úthlaupum. I síðari hálfleik dapraðist leikurinn enn. Blikarnir sóttu heldur meira en hættulítið. Mesta hættan var á 63. mín. þegar Ingólfur Ingólfsson, skallaði í utanverða stöngina eftir langt innkast. Sjö mín- útum síðar skoraði Ingólfur glæsimark með skalla eftir fyrirgjöf Guðmundar Baldurs- sonar, en var rangstæður og markið dæmt af. Jón Einarsson átti einnig þrumuskot af löngu færi rétt framhjá á 81. mínútu, en þar með voru færi Blikanna upptalin. I lokin munaði litlu að for- ysta Fram ykist, fyrst þegar Ólafur Björnsson gaf óná- kvæma háa sendingu á Friðrik, en boltinn fór rétt framhjá, og síðan er Guðmundur Steinsson komst einn innfyrir, en skaut framhjá, einn gegn Friðriki. Í heild var sigur Fram sanngjarn. Þrátt fyrir að Blik- arnir hafi sótt meira, vantaði allan brodd í sókn þeirra. Framarar geta verið ánægð- ir, nýting á færum hjá þeim var mjög góð. Leikurinn var í slöku meðallagi, ekki nógu opinn, og mikið um mistök með boltann og þröngt spil sem menn réðu ekki við. Bestu menn Fram voru Ómar Torfa- son, Sverrir og Guðmundur, en Breiðabliks Friðrik, Loftur og Jóhann. Dómari Eysteinn Guð- mundsson og hélt vel utan um. I HNOT- SKURN ■ Slakur leikur, þar sem allt of mikió var um tæknileg mistök með knöttinn og þröngt spil sem menn réðu ekki við. Dálítill vindur var, en ekki slíkur að hann þyrfti að skemma leikinn. Munur- inn lá í því að Fram nýtti eitt færi, Brejðablik ekkert, færi voru fá. Ahorfendur 1037. „Nú setjum við stefnuna á efri hluta deildarinnar, við erum orðnir leiðir á því að vera alltaf í botnbaráttunni. Ég verð með eitthvað fram í júlí, en þá verð ég líklega að snúa mér alveg að handboltanum vegna Ólympíu- leikanna", sagði Páll Ólafsson, en eins og kunnugt er þá er hann í íslenska landsliðinu í handknattleik. Fyrstu 25 mínúturnar af leiknum voru algjör einstefna á mark Þróttar. Strax á fyrstu mínútu leiksins björguðu Þrótt- arar í línu eftir gott skot Kristj- áns Kristjánssonar og á 5. mín- útu komst Halldór Áskelsson einn í gegnum vörn Þróttar, en laust skot hans rúllaði í stöng. Hefði Halldór fylgt skotinu eftir hefði hann skorað, en hann var full fljótur á sér að fagna marki. Á 25. mín. skoruðu Þróttarar úr sínu fyrsta færi í leiknum. Páll Ólafsson var upphafsmað- urinn að markinu og hann rak einnig endahnútinn á það með föstu skoti af stuttu færi. Sex mínútum síðarskoruðu Þróttar- ar aftur, en þeir komu meira og meira inní leikinn eftir fyrsta markið. Það var Páll sem lék inní vítateig Þórs, boltinn berst til Hauks Magnússonar sem skaut í varnarmann á markalínu og loks endaði boltinn fyrir fótum Páls sem var ekki í vartdræðum með að afgreiða hann í netið. Þróttarar voru mun meira með boltann það sem eftir var hálfleiksins, en góðri sókn Þórs- ara á 35. mín. lauk með því að Þróttarar björguðu á marklínu. í síðari hálfleik réðu Þróttar- ar lögum og lofum á vellinum og var samleikur þeirra oft með ágætum. Þriðja markið kom á 65. mín. Páll Guðlaugsson átti lélegt útspark frá marki Þórs, nafni hans Ólafsson í Þrótti náði boltanum og gott skot hans hafnaði í bláhorninu fjær, óverj- andi fyrir markvörðinn. Góður dómari þessa leiks var Guðmundur Haraldsson. HNOT- SKURN ■ Góður leikur þar sem Þórsarar fóru á kostum fyrstu 25 min. en Þróttarar fóru þá i gang og léku stórgóða knatt- spyrnu. Góður samleikur þeirra og hættulegar send- ingar innfyrir vörn Þórs gerðu leikinn stórskemmti- legan. Öllum á óvart léku Þróttarar ekki í sínum vana- legu hvítu og rauðu, röndóttu búningum, heldur í blárri treyju með hvítum ermum og bláum buxum. Páll Ólafsson skoraði öll mörk Þróttar á 25. 31. og 65. mín. Áminningar: Daði Harðarson Þrótti og Sig- urður Pálsson Þór. Ahorf- endur 417. Einkunnagjöf NT: ÞÓR Páll Guðlaugsson ... .. 6 Sigurbjörn Viðarsson .. 5 Jónas Róbertsson .. .. 4 Magnús Helgason ... .. 5 Óskar Gunnarsson .. . . 4 Árni Stefánsson . . 4 HalldórÁskelsson ... . . 3 Guðjón Guðmundsson . 3 Júlíus Tryggvason ... . . 4 Öli Þór Magnússon ... .. 4 Kristján Kristjánsson . . . 3 Skiptingar: Július Tryggvason, fór út af á 62 mín. og Sigurður Pálsson kom í hans stað. Einar Áskelsson kom inná fyrir Halldór Askelsson á 70. mín. en Halldór varð fyrir meiðsl- um. ÞRÖTTUR Guðmundur Erlingsson . 2 Arnar Friðriksson .... .. 3 Kristján Jónsson .... .. 2 Jóhann Hreiðarson ... . . 4 Björn Björnsson .. 4 Pétur Arnþórsson .... . . 2 Haukur Magnússon .. . . 4 Páll Ólafsson . . 1 Asgeir Elíasson . . 4 Daði Harðarson .. 3 Júlíus Júlíusson . . 3 Skiptingar: Ársæll Krist- jánsson fékk skurð á höfuð á 17. mín. og Björn Björnsson kom í hans stað. Vilhelm Frederiksen kom inná fyrir Hauk Magnússon á 80. mín. ■ Bragi Björnsson á fullri ferð, í baráttu við Loft Ólafsson Breiðabliksmann. Bragi skoraði eina mark leiksins og tryggði þar með Frömurum 3 Stig. NT-mynd Árni Sæberg. NT-lið umferðarinnar: Stefán Jóhannsson KR (1) Guðni Bergsson Ormarr Orlygsson KA (1) Val (1) Guðmundur Kjartansson Val (1) Kristján Jónsson Þrótti (1) Pétur Arnþórsson Steingrímur Birgisson Bergþór Magnússon Þrótti (1) KA (2) Val (1) Ragnar Margeirsson Páll Ólafsson Heimir Karlsson Keflavík (2) Þrótti (1) Víkingi (1)

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.