NT - 28.05.1984, Blaðsíða 32
„Vissi ekki af þessu
fyrr en ég lasbladid"
■ „Ég vissi ekkcrt af þessu
fyrr en ég rakst á þetta í
blaðinu“, sagði Ásgeir Sigur-
vinsson knattspyrnumaður
hjá Þýskaiandsmeisturum
Stuttgart, í einkasamtali við
NT á laugardag en hann var
valinn knattspyrnumaður árs-
ins í V-Þýskalandi. Kosningin
fer fram á vegum stórblaðsins
Welt am Sontag og eru það
leikmenn liðanna í „Bundes-
lígunni,“ alls 198 leikmenn,
sem taka þátt í kosningunni.
„Þetta kemur mér mikið á
óvart, sérstaklega vegna þess
að útlendingur hefur aldrei
áður orðið fyrir valinu“, sagði
Ásgeir.
Ásgeir Sigurvinsson var
langefstur í kjörinu, hlaut alls
78 atkvæði. Ekki ófrægari
maður en Karl-Heinz Rumm-
enigge varð í öðru sæti á eftir
Ásgeiri með 32 atkvæði. Á
þessum mikla mun sést hvað
Ásgeir er mikils metinn, sem
stjórnandi sóknarleiks
Stuttgart, sem unnu sinn fyrsta
meistaratitilsíðan 1952, á laug-
ardag.
„Við strákarnir í liðinu fór-
um eftir leikinn gegn
Hamborg, niður á Ráðhús-
torgið hér í Stuttgart, þar sem
við vorum heiðraðir af borg-
arstjóranum. Torgið var troð-
fullt af fólki og einnig allar
nærliggjandi götur. Eg get
ómögulega giskað á hvað
margt fólk var þarna saman-
komið, en hvert sem maður
leit var fólk samanþjappað."
„Það var mikið um fagnað-
arlæti hér í borginni á laugar-
daginn og borgarstjórnin
ákvað að allar krár og knæpur
skyldu vera opnar til kl. 3 í
Sexmörk
á Akureyri
-sjábls.28.
Leikirnir
ígær
- bls 27
íþróttir á
bls. 27-32
■ Sovétmaðurínn Sergei
Bubka setti um helgina heims-
met í stangarstökki. Bubka
stökk 5,85 metra. Hann mun
ekki keppa á Ólympíuleikun-
um fremur en aðrir Sovét-
menn. SHnamynd: POLFOTO.
tilefni af meistaratitlinum, en
vanalega loka. þessar krár kl.
1.
„Ég vil fyrst og fremst þakka
sigur okkar í deildinni, sterkri
liðsheild og góðum þjálfara,
en hann hefur verið að byggja
þetta lið upp á undanförnum
tveimur árum,“ sagði Ásgeir
og gerði lítið úr sínum hlut í
sigrinum. Lítillæti og hógværð
eru einir af stærstu kostum
Ásgeirs samhliða frábærum
knattspyrnuhæfileikum hans.
„Ég lék þannig stöðu að það
kemur í minn hlut að stjórna
sóknaraðgerðum liðsins og
mér fellur það vel."
„Mér líkar stórkostlega vel
hér í Stuttgart og hér ætla ég
að vera áfram. Tilboð frá
Ítalíu freista mín ekki, hér
verð ég og stend við minn
samning við Stuttgart.
Ekki er Ásgeir kominn í
sumarfrí þrátt fyrir að keppn-
istímabilinu í Þýskalandi sé
lokið. Á fimmtudag halda Ás-
geir og félagar í Stuttgart til.
Bandaríkjanna í keppnisferð,
en eftir það ferðalag er Ásgeir
væntanlegur til íslands í
sumarfrí.Nánar á bls. 30 og 31
■ Líkurnar á því að argent-
ínski knattspyrnusnillingur-
inn Diego Mardona sé á
förum frá Barcelona til Ítalíu
hafa aukist til muna eftir að
landi Maradona, Jose Luis
Menotti, framkvæmdastjóri
Barcelona sagði starfi sínu
láusu. Maradona mun vera
lítið ánægður með eftirmann
Menottis, Englendinginn
Terry Venables, sem var
framkvæmdastjóri hjá Qu-
eens Park Rangers, en hann
hefur gert tveggja ára samn-
ing við Barcelona.
„Mér líkar ekki við enska
knattspymu“, segði Mara-
dona í blaðaviðtali á föstu-
dag. Fulltrúar frá ítals.ka lið-
inu Napoli voru á Spáni um
helgina til viðræðna við for-
ráðamenn Barcelona um
kaup á Maradona.